Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 8

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 8
FRE YR 52 Fjósbyggingin á Bessastööum. húsvistar hrossa séu annars staðar betri en í fjósi, er það nauðsynlegt að hafa þau þar, því að takmörk eru fyrir því hvað hátt hitastig getur orðið í fjósinu, þegar það er aðeins hálfskipað. Annárs er út- búúaður fyrir hendi til þess að hita það upp með rafafli ef efnáskiptabrennsla bú- fjárins hrekkur ekki til þess. Á lofti yfir fjósi er véla- og verkfæra- geymsla og þar er einnig afþiljaður klefi fyrir 60 hænsni, er þar hafa vist við þurr og hlý skilyrði, enda kvað bústjórinn þau gefa góða eftirtekju. Undir fjósi er haughús og lagarþró, en við hliðarvegg hlöðu sunnanverðan er mj ólkurhús. Bessastaðabúið er ekki í nautgriparækt- arfélagi. Þar eru fitumælingar ekki fram- kvæmdar reglulega né aðrar niðurstöður skrásettar undir umsjón eftirlitsmanns. Að tilhlutun bústjórans var fitumagnið rann- sakað einu sinni á síðastliðnu sumri. Reyndist það vera tæp 4%. Við og við vegur bústjórinn mjólkina úr hinum einstöku kúm og hefir honum talizt svo til, að meðalkýrin hafi skilað afurðum á síðasta ári, er námu um 3000 kg. mjólkur. í vetur hafa tvær nythæstu kýrnar komizt í 26 kg. mjólkur á dag og engin kýr í minna en 18 kg. eftir burð, nema ein kvíga að fyrsta kálfi, sem komst í 17 kg. dagsnyt. Meginhluti fóðurs kúnna er þurrhey og vothey, en þar að auki er þeim gefið síldarmjöl, fiski- mjöl, maís og klíð. Bera kýrnar þess ljósan vott, að vel er að þeim búið hvað snertir fóðrun, en bústjórinn kvaðst ekki alls kostar hrifinn af fjósinu, af því að ómögulegt er að halda kúnum hreinum þar. Verður það að teljast stór galli á nýju og vönduðu fjósi, ef þar skortir ýmsa þá kosti, er miða að auðveldri hirðingu grip- anna. Það er engum efa bundið, að Bessastaða- fjósið er ramlega og vel byggt að ýmsu leyti og ef til vill að öllu því, er snýr 'að sjónarmiði byggingarfræðingsins. Hins skal ekki dulizt, að reynsla búmegunar- fræðingsins og búfjárræktarmannsins hef- ir í minna mæli verið ráðandi um tilhögun og innréttingu þess en æskilegt hefði ver- „Heimræði brúkast ekki, en skipstaða Bessastaðamanna er í Melshöfða,“ segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vída- líns. Þótt Bessastaðir liggi að sjó eru ekki skilyrði þar til útræðis í dag fremur en þá, enda eru sjóföng engin tekjugrein í Bessa- staðabúi. Þó er jörðin ekki án hlunninda. Æðar- fuglinn hefir aðsetur sitt í landareigninni »

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.