Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 26

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 26
FREÝE 1. í móttökuherbergi aðgreinist tauið. 2. Það er vegið og þvotturinn hefst. 3. Nokkrar spjarir þarf að handþvo á brettum. 4. Mjög óhreinan fatnað verður að leggja í bleyti. 5. Ker fyrir sápulútinn. 6. í þvottavélum er fatnaðurinn þveginn og skolaður. 7. Miðflóttavindan þeytir vatninu úr þvott- inum. 8. Fatnaður, sem eigi skal rúlla eða strjúka, þurrkast í vindskáp. 9. Línstrokuborð. 10. Tau- ið aðgreinist og er búið undir rúllun. 11. Hitarúllan hituð með gufu en knúin með rafmagni. 12. Fatnaðurinn er brotinn saman. 13. afgreiðsla að loknum þvotti. fyrir 200 fjölskyldur, enda eru í því fjórar þvottavélar og tilsvarandi vélakostur af öðru tagi, ásamt hlýstraumsþurrskáp fyrir ullartau. Húsmæðurnar í Askov bíða með óþreyju eftir því, að starfið hefjist í þvottahúsinu, en það verður nú með vorinu. Samvinnuþvottahús á íslandi. Sökum stríðsins hefir íslendingum verið ókleift að fylgjast með þessu félagsmáli samvinnumanna í Svíþjóð þau ár, sem þvottahúsin hafa starfað. Að okkur ber að gefa málinu gaum, er engum vafa undirorpið. Því miður er erfitt að efna til framkvæmda með fullkomnum útbúnaði í strjálbýli, en í nokkrum kaup- stöðum hér á landi er nú þegar byrjað að hefja undirbúning fyrir stofnun og starf- rækslu samvinnuþvottahúsa. Vegna þessara hlutaðeigenda er þegar farið að gera áætlanir um stofnkostnað og rekstur slíkra fyrirtækja. Verður í ná- inni framtíð birt á prenti það, sem á fyrsta stigi málsins álízt viðeigandi hér á landi. En við það verður ekki staðar numið. Síðan ég flutti erindi um þetta efni i útvarpið á síðastliðnu hausti, hefir fjöldi fyrir- spurna borizt, og skal hér aðeins sagt um þetta mál nú, að vegna íslenzkra húsmœðra I sveitunum þarf einhverrar úrlausnar að leita í þessu efni og hennar skal leitað, en hvort sú leit gefur jákvæðar niðurstöður skal ekki fullyrt að óreyndu. Það er þó hægt að fullyrða, að órannsökuðu máli, að þar sem sveitir liggja að kaupstöðum og I

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.