Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 5

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 5
Á Bessastaðabúi Um langan aldur hafa Bessastaðir talizt meðal höfuðbóla landsins. Frægðarljómi sá, sem sveipar þennan stað, stafar þó ekki frá söguöld, heldur frá þeim tímum þegar Bessastaðir voru amtmannssetur og þó ef til vill ennþá fremur frá því skeiði, sem latínuskólinn átti heimili þar. Á Bessa- stöðum var amtmannssetur í 120 ár, eða frá 1684—1804, en latínuskólinn átti þar heimili í 41 ár, eða frá 1805—1846. Nafnið Bessastaðir er stórt hugtak í almenningsálitinu og einatt hefir verið minnst á þann stað með virðingu. Því verður það að teljast vel til fallið, að Bessastaðir voru valdir sem heimili æðsta valdsmanns íslendinga — ríkisstjórans—og eftir stofnun lýðveldisins — forseta íslands. Staðurinn er ekki lengra frá höfuðborginni en það, að auðvelt er að fara á milli til embættisstarfa og hið kyrrláta umhverfi, fneð víða útsýn og margþætt náttúruskil- yrði, gera vistina þar fjölbreytta og aðlað- andi. Þar er vogur og sund. Þar trítlar bára við strönd. Þar kvaka fuglar við fjörur, en á landi þekur gróðurinn yfirborð jarðar fram á sjávarbakka og búféð nytjar gró- andann til hagsbóta þeim, sem búnaðinn stunda. Á Bessastöðum er víður sjóndeildar- hringur. í góðu skyggni er opin útsýn til Snæfellsjökuls og Snæfellsnesfjallgarðsins í norðri. í norð-austri rísa fjöllin beggja megin Hvalfjarðar og Esjan gnæfir yfir húsþök og reykháfa Reykjavíkurbæjar, en í suð-austri og suðri getur að líta hinn úfna fjallgarð Reykjanesskagans, sem oft er sveipaður blámóðu, með Keili og aðra tinda gnæfandi yfir hraunið. Á þessum fagra stað og fræga er heimili forsetahjónanna — veglegasta heimili landsins á vorum tímum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.