Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 14
58
FRE YR
og varð hvergi var við nokkra tillögu eða
nokkurt orð er hnigi í þá átt. Og í með-
ferð málsins á báðum þessum stöðum kom
heldur ekki neitt fram, sem benti á nokk-
urn ágreining eftir venjulegum pólitískum
línum. Á báðum þessum stöðum fjölluðu
um málið menn, sem aðhylltust þá stjórn-
málaflokka sem flestir bændur fylgja að
málum, Framsóknarflokkinn og Sjálf-
stæðisflokkinn. Og á báðum þessum stöð-
um þurrkuðust út allar pólitískar línur,
bæði hjá minnihlutanum og meirihlutan-
um. Þar stóðu Framsóknarmenn gegn
Framsóknarmönnum og Sj álfstæðismenn
gegn Sjálfstæðismönnum og öfugt. Þar
voru skipulagsmálin rædd út frá stéttar-
sjónarmiðunum einum saman, og skoðanir
fundarmanna skiptust um þau ein.
Ég er líka S. S. fyllilega sammála um
framanskráð atriði og þori að fullyrða, að
þar greinir hann ekki á við neinn er stóð
að samþykkt meirihlutans á Laugarvatni.
Þá minnist hann einnig á, að stéttarsam-
tökin eigi að vera óháð „öðrum félagsstofn-
unum,“ og vitanlega eiga þau að vera það.
En nú er eftir að vita hvað S. S. meinar
hér með „öðrum félagsstofnunum.“ Ef hann
skyldi þar eiga við aðrar greinar „bænda-
félagsskaparins," þ. e. Búnaðarfélags ís-
lands, þá kann okkur að greina á um það.
Ég tel sem sé ekki stéttarsamtökin „aðra
stofnun“ en B.F.Í. heldur eina grein þess.
Og það hefði ég hlotið að telja þau alveg
jafnt fyrir því þó að tillaga B.S.S. hefði
verið samþykkt á stofnfundinum. Um leið
og þessi samtök voru stofnuð, á grundvelli
hreppabúnaðarfélaganna, voru þau af
sjálfu sér orðin grein af Búnaðarfélagi
íslands, því að búnaðarfélögin í landinu
eru undirdeildir þess og stofn þess. En sjálf
stéttasamtökin gátu verið, og eru öllum
óháð fyrir því, nema sjálfum sér, — þ. e.
bændunum í hreppabúnaðarfélögunum.
Þeim gátu þau aldrei orðið óháð ef þau
voru nokkur bændasamtök. Og þeim ein-
um eru þau háð. Það eru þeir einir, sem
geta mótað starfsemi samtakanna og valið
þeim fulltrúaráð og stjórn. Það eru þessir
menn, sem einnig velja búnaðarsambönd-
unum fulltrúaráð og stjórn. Það eru þessir
sömu menn sem velja fulltrúa á Búnaðar-
þing og móta stefnu þess og störf.
En Búnaðarþingið hefir samkvæmt nú-
verandi skipulagi Stéttarsambandsins þau
ein afskipti af málum þess , skapa „merkja-
línu“ á milli starfsemi þess, og annarra
greina félagsskaparins, svo og að miðla
því fé eftir því, sem það hefir yfir að ráða,
til viðbótar eigin fé sambandsins. Bænd-
urnir í landinu, — bændurnir í búnaðar-
félögunum, — hafa því á valdi sínu að
móta og ákvarða störf og stefnu Stéttar-
sambandsins að vild sinni eftir lýðræðis-
legum reglum, bæði þann þáttinn, er veit
að sérmálum þess og það er einrátt yfir,
svo og hinn er að Búnaðarþingi snýr, um
skiptingu starfsgreina meðal hinna ýmsu
deilda félagsins. Það eru þeir, og þeir ein-
ir, sem velja báðum þessum stofnunum
forustu og framkvæmdavald.
Ýmsum hættir til að blanda inn í þetta
atriði, sem á engan hátt áhrærir starf og
stöðu Stéttarsambandsins innan B.F.Í. En
það er sú staðreynd, að Búnaðarþing og
stjórn félagsins eru nú um tvö atriði, fræði-
lega séð, ekki óháð ríkisvaldinu. Þessi at-
riði eru val búnaðarmálastjóra og úthlu-
un þess fjár, er ríkið veitir B.F.Í., þar sem
að svo er ákveðið í lögum, að bæði þessi
atriði skuli háð samþykki landbúnaðar-
ráðherra. Það hefir að vísu aldrei komið
til ágreinings út af þessum atriðum á milli
B.F.Í. og ríkisvaldsins, en þetta er þó
„fræðilegur möguleiki". En þessi ákvæði