Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 23

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 23
FRE YR 67 telja skyldi fólk allra þeirra stétta, sem hyggst að fara utan á komandi sumri til skemmtunar, kynnis, náms, eða einhverra annarra erinda. EN hvað með íslenzka bændur? í sveitunum fer fólki sífækkandi og er nú svo að bændum og húsfreyjum þrengt, að naumast eiga þau nokkru sinni heiman Sengt, og þótt efni leyfðu einhverjum hiundu aðeins fáir eiga hægt með að kom- ast að heiman til utanfarar. Væri þó æskilegt, að íslenzkir bændur settu kost á að sjá hvernig stéttabræður Þeirra í öðrum löndum haga daglegum störfum, og hvernig lífsskilyrði þeirra eru. Það er fyrirfram gefið, að fjölmenn bændaför til Norðurlanda kemur ekki til greina, hversu nauðsynlegt sem bændum er að sjá, skoða og læra annarra aðferðir. Spurningin er þó hvort ekki muni til- tækilegt að hlutast til um félagsför fá- hrenns hóps — til dæmis 10—15 bænda — ftianna, sem líklegir eru til þess að nema í skyndi það sem fyrir augun ber og flytja eitthvað nýtilegt heim í sína sveit eða hér- að öðrum til fyrirmyndar. Spurningin er eðlileg. Þessa er fullkom- in þörf eins og hins, að menntaskólanem- endur, lögregluþjónar, íþróttamenn, söng- roenn eða aðrir þjóðfélagsþegnar ferðist, sjái, skoði og dæmi verk annarra af eigin sjón og reynd. Víst er þessa þörf og víst er rétt að hug- ieiða hver leið er fær til þess, að af fram- kvsemd geti orðið félagsför íslenzkra þsenda til Norðurlanda á komandi sumri. Ég veit ekki til þess að íslenzkir bændur hafi farið slíka hópför áður, nema sum- arið 1936, þegar nokkrir bændur fóru á stefnu Norræna búvísindafélagsins í Ultuna í Svíþjóð og ferðuðust um Norðurlönd við sama tækifæri. Allmargir íslenzkir bænd- ur hafa dvalið ytra um skemmri eða lengri tíma við nám eða störf og haft gott gagn af. Auðvitað verður kynnisför aldrei jafn mikils virði og vikna eða mánaða dvöl á fyrirmyndar stað, en þrátt fyrir það getur kynnisför verið réttmæt og svarað kostn- aði þegar öllu er á botninn hvolft. En hvað kostar svona för? Hve langan tima mun hún taka? Á hvaða tíma er hent- ast að fara? Hve margir mundu taka þátt í förinni ef að framkvæmd yrði? Allar þessar spurningar og ýmsar fleiri eru rétt- mætar og þeim verður að svara áður en för verður ákveðin. FRÁ SJÓNARMIÐI íslenzkrar bænda- stéttar og frá sjónarhól ýmsra þeirra manna, sem vinna að málefnum hennar, er þess fullkomin þörf, að bændur öðlist tækifæri til þess að sjá hvernig aðrir búa. Frá sjónarmiði Stéttarsambands bænda, sem hreyft hefir máli þessu, er það talið fyllilega þess vert, að um það sé hugsað og til framkvæmda komi á komandi sumri ef ástæður leyfa. Skal ekki að þessu sinni fjölyrt frekar um málið, en það skal hér með tilkynnt, að stjórn Stéttarsambandsins hefir fallizt á, að ef áhugi er meðal yngri eða eldri manna í bœndastétt um hópför til Norður- landa á komandi sumri, þá sé rétt að beita sér fyrir henni á félagslegum grundvelli. Fyrst þarf þá að fá vissu fyrir því, að áhugi og möguleikar séu fyrir hendi á meðal bænda. Verður næsta stig málsins svo að gera þær ráðstafanir, sem ástæða þykir til nokkru áður en af stað er fariö. Þess má geta fyrirfram, að þriggja til fjögurra vikna för mun naumast kosta

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.