Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 32
76
FRE YR
Hús úr pressuðum hálmi,
byggð 1945 í Virum
í Danmörku.
um megin á plötunni fannst enginn hiti,
er leitt hefði í gegn. Sýnir það framúr-
skarandi einangrunareiginleika þessa
byggingarefnis. Talið er, að einangrunar-
eiginleiki 5 cm. þykkrar plötu sé eins og
í 47 cm. þykkum múrsteinsvegg.
Stramitplöturnar eru gerðar 'úr rúg-
eða hveitihálmi, sem pressaður er saman
í sérstakri vél með miklum þrýstingi við
120 stiga hita. Um leið og pressað er, er
límdur pappír á báðar hliðar platanna.
Plöturnar eru, eins og þegar er nefnt, 5
cm. þykkar. Breiddin er 120 cm. og lengdin
breytileg, mest allt að 7 metrum.
Auk Svía eru Danir nú að gangast fyr-
ir framleiðslu einangrunarefnis úr hálmi,
með þessari aðferð, og hafa Danir keypt
einkaleyfi á aðferðinni til framleiðslu þar
í landi. G.
Landbúnaður í Canada.
Landbúnaðurinn í Canada hefir haft
ágætis skilyrði á stríðsárunum. Árið 1939
nam sala landbúnaðarafurða 700 millj.
dollara, en árið 1944 1800 milj. Að vísu
hefir reksturskostnaðurinn hækkað dálítið,
en hverfandi þó, ef borinn er saman við
aukningu söluverðsins.
Öllum er það fullljóst, að framleiðsla til
sölu á erlendum markaði hlýtur að minnka
að miklum mun, þegar létt verður hinni
ströngu skömmtun, sem nú er á ýmsum
vörum í landinu.
Síðastliðið sumar var kornuppskeran ekki
góð og menn telja engar líkur til aukinnar
framleiðslu landbúnaðarafurða þetta ár.
Framvegis mun hveiti, flesk og ostur, verða
helztu útflutningsvörurnar. Búist er við, að
útflutningur frá Canada til Englands fyrstu
árin muni verða allt að 5 sinnum meiri en
innflutningurinn þaðan. Hvernig gjaldeyr-
ismismun þeim, sem þannig skapast, verð-
ur ráðstafað, er ennþá óákveðið.