Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 12

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 12
56 FRE YR austur í Hornafirði. Honum er vel lýst í bréfi er ég fékk frá sveitunga hans fyrir fáum dögum. Þar segir svo: „Nú er Hákon í Borgum dáinn. Hann var mannkostamaður ekki síður en fram- kvæmda. Allir sem þekktu hann vissu það. Menn hér hafa aldrei gert mikið úr verk- legum - umbótum Hákonar, en hitt fundu þeir, gátu ekki annað og litu nærri því of sjálfsögðum augum á. Hákon ræktaði sjálfan sig eins og hann ræktaði og prýddi jörðina. Gekk með þeim hug að vinnu, sem gæddi hvert handtak persónuleik hans. Hugsunin skýr og skapandi, nákvæmnin vísindaleg, eljan og vinnugleðin óþrjótandi. Allir, sem virtu hann mest, fundu að þroska sinn sótti hann í áreynslu athafnanna og að hugur og hönd áttu óskipta kosti. Mun- urinn aðeins sá að umbætur hans standa í forgengilegu efni, endingarminni fyrir það, að efnahagurinn var í öfugu hlutfalli við athafnalöngun og skapandi hugsun. Hákon hlaut að finna sárt til fátæktar- innar en aldrei heyrði ég hann kvarta yfir henni. Ég varð þess samt var að hann skildi fátækt annarra vel. Þegar við hjónin fórum að búa hér — við lítinn heiman- mund þá skrifaði hann mér hlýjar óskir og sendi okkur frumbýlingunum peninga. Þessi kveðja gladdi okkur ekki síður fyrir það ríkilæti samúðar og skilnings, sem hún sýndi. Af þeim auði átti Hákon í Borgum mikið. Ég skrifa ekki meira um Hákon, því þú þekktir hann vel. En mér er minnisstætt eitt atvik. Hákon var þá kominn í rúmið og ég kom til hans. Þá var hann að lesa bókina „Undir ráðstjórn“, sem þá var fyrir skömmu komin út. Virðing hans og aðdáun á efni bókarinnar var svo mikil að ég fann að hún hafði gefið honum nýjar vonir um mennina og framtíðina. Hann leit ekki á hlutina með þessum ótta þröngsýninnar, sem hættir svo til að snúast upp í andúð og fyrirlitningu. Ég var við jarðarför Hákonar. Veður var gott og fólk kom af nærri öllum bæjum í sveitinni og austan úr Lóni. Séra Eiríkur í Bjarnarnesi gerði sín embættisverk vel.“ Sjálfur lsom ég oft til þeirra Hákonar og Ingiríðar er leið mín lá um Hornafjörð og þótti mér jafnan gott að koma þar. Nú hvíla þau saman undir grænni torfu í heimagrafreitnum, sem Hákon lauk við rétt áður en kraftur hans biluðu. Börn þeirra, Skírnir og Heiðrún, búa þar áfram. Megi þeim vegna þar vel. Ragnar Ásgeirsson. Hin sívaxandi smjörlíkisframleiðsla og neyzla smjörlíkis fyrir stríðið, byggðist að mestu leyti á innkeyptri jurtafeiti frá Aust- ur-Indlandi, er breytt var í iðnaðarvörur í Evrópu. Sökum þess að hráefni frá Austur-Ind- landi koma tæpast á markað í Evrópu á yfirstandandi ári, svo nokkru nemur, mun skortur á feitmeti ríkja um sinn og eftir- spurn verða eftir smjöri. Á friðartímum neyta Norðurlandabúar mikils feitmetis, en nú er neyzlan næsta takmörkuð. Finnar og Norðmenn hafa mjög lítinn feitmetisskammt, en þeir hafa feitan fisk, sem bætir úr skortinum. Svíar og Danir neyta þessi árin rúmlega helm- ing þess feitimagns, sem venja var fyrir stríðið. Á stríðsárunum hafa verið gerðar sér- stakar ráðstafanir til þess að sjá börnum fyrir vitamínum þeim, sem eru í lýsi, .vnjöri og fleiri tegundum feitmetis. Feitmetisskortur. J

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.