Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 21.MAÍ2005 Fréttir DV Unglingur var sleginn í höfuðið með flösku fyrir utan Austurbæjarskólann í Reykja- vík á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri, segir að þetta hafi ekki verið nemendur skólans heldur hafi verið um klíkuátök að ræða. Voskanian sakfelldur í Hæstarétti George Voskanian var sakfelldur fyrir Hæstarétti á fimmtudag fyrir tilraun til líkamsárásar með hnifi. Árásin átti sér stað á veit- ingastaðnum Boomkikker í Hafnarstræti í Reykjavík, þann 19. júní 2003. Hann hlaut þó sýknu ffá ákæru um ólöglegan vopnaburð þar sem hnífurinn féll ekki að skilgreiningu um ólög- legt vopn. Ákvæði héraðs- dóms um sakarkostnað og upptöku sitja óröskuð. Voskanian var dæmdur í 10 mánaða fangelsi, þar af eru 8 mánuðir skilorðsbundnir. Mannbjörg í bátsskaða Tveir skipverjar björguðust er fiskibátur- inn Hildur ÞH-38 sökk á Þistilfirði rétt utan Rauf- arhafnar um hádegisbil- ið í gær. Skipverjarnir höfðu komist í gúmmí- björgunarbát og var síð- an bjargað um borð í björgunarskipið Gunn- björgu frá Raufarhöfti. Flugvél tilkynnti um neyðarsendingar rétt fyr- ir eitt í gærdag. TF-LIF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, fór í loftið klukk- an 13.21 en var snúið hálftíma síðar þegar fréttist að búið væri að bjarga skipverjunum. Talsverður sjór var þegar Hildur sökk. ísfirðingar telja sig heilbrigða Sjö af hverjum tíu ísfirð- ingum telja sig vera and- lega heil- brigða. Anna Soff- ía Sigur- laugsdótt- ir og Sig- ríður Guð- jónsdóttir unnu könnunina í vetur sem hluta af B.S.- verkefni í íþróttafræði. Jafnhátt hlutfaU íbúa bæj- arfélagsins telja sig lfkam- lega hrausta og virðist sem flestir fsfirðingar stundi lfk- amsrækt og útivist sér til heilsubótar. Verkefni önnu og Sigríðar verður kynnt á almennum borgarafundi um heilsueflingu í ísafjarð- arbæ sem haldinn verður á þriðjudaginn. Unglingar af asískum uppruna spiluðu körfubolta fyrir utan Austurbæjarskólann í Reykjavík á fimmtudaginn í síðustu viku þegar bíll kom aðvífandi og út stigu menn sem gengu fram með svívirðingum og ofbeldi. Einn unglinganna var laminn í höfuðið með flösku. Skólastjórinn segir lögregluna rannsaka málið. „Jú, það áttu sér stað átök hér fyrir framan skólann, seint í síðustu viku,“ segir Guðmundur Sighvats- son, skólastjóri Austurbæjarskóla í samtali við DV í gær. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef feng- ið voru þama á ferðinni tveir hópar, annar af asískum uppruna og hinn íslenslcur. Það urðu átök og ungur maður var sleginn í höfuðið með flösku. Þetta er í rannsókn hjá lög- reglunni," bætti Guðmundur við. „Eins og þetta var útskýrt fyrir mér, þá snerust deilur ungmennanna ekki um uppruna eða kynþátt, held- ur var ftekar um einhver óuppgerð „klfkumáT að ræða.“ Kölluðu unglingana negra Maður, sem býr í næsta nágrenni við skólann, var á ferð rétt um það leyti þegar atvikið átti sér stað. Þegar DV ræddi við hann lýsti hann atvik- um þannig að unglingar af asískum uppruna hafi verið að spila körfu- bolta á skólalóðinni þegar rauður amerískur sportbíll kom aðvífandi. Út úr honum hafi stigið fjórir ungir menn. Þeir hreyttu níðyrðum að unglingunum á skólalóðinni og köll- uðu þá meðal annars negra. Einn mannanna úr sportbflnum sló svo einn unglinganna í höfuðið með flösku. Flaskan brotnaði á höfði drengsins og blæddi úr honum. Maðurinn, sem sá þetta gerast, vfil ekki láta nafns síns getið á þeim for- sendum að hann langi ekki til að fá heimsókn frá drengjunum á rauða sportbílnum. „Eins og þetta var út- skýrtfyrir mér, þá snerust deilur ung- mennanna ekki um uppruna eða kynþátt, heldur var frekar um einhver óuppgerð „klíkumál" að ræða." Hræðsla við hefnd DV náði sambandi við nemanda í Austurbæjarskóla sem var viðstadd- ur. Hann staðfesti frásögn manns- ins, og bætti því við að mennimir á sportbílnum hefðu komið aftur seinna sama kvöld og brotið rúður í bíl eins þeirra sem vom að spila körfubolta. Nemanda þessum hefur margsinnis verið hótað barsmíðum af „genginu á rauða bílnum" og vildi alls ekld láta nafns síns getið af ótta við að það gæti komið honum í koll. Það mun vera títt að unglingarnir vilji frekar leysa svona mál sín á milli, án þess að lögreglan skakki leikinn, af ótta við að kalla yfir sig frekari vandræði. Forvarnastarf ekki unnið út frá kynþætti Eiður Eiðsson hjá forvarnadeild lögreglunnar segir forvarnastarf lög- reglunnar ekki vera unnið út frá kyn- þáttum fólks sérstaklega. Það hafi einfaldlega ekki verið gerðar hald- bærar rannsóknir sem sýni fram á að það skili árangri. Hann sagði markvissa fræðslu gegn kynþátta- fordómum ekki stundaða. „Við höf- um frekar beint okkar forvamastarfi í þann farveg að reyna að fýrirbyggja glæpi, alveg burtséð frá uppruna fólks og kynþætti," sagði Eiður. sigtryggur@dv.is Að svíkia lit Það er bannað að skipta um hóp. Eða það virðist í það minnsta vera tilfellið þegar horft er yfir farinn veg. Til er nokkuð sem heitir hinn þögh meirihluti. Og þessi meirihluti vill ekki að neitt breytist. Eitt sinn flokksbundinn - ávallt flokksbund- inn. Eitt sinn sjálfstæðismaður - alltaf sjálfstæðismaður. Og einu sinni skáti, ávallt skáti. Svo er nokkuð til sem heitir að vera frjálslyndur. Sem á íslandi merkir að vera hluti af litlum, undar- legum stjórnmálaflokki sem vill veiða meiri fisk. Eins og stjórnmála- maðurinn í Danmörku sem barðist Svarthöfði fyrir minni mótvindi fyrir hjólreiða- menn. Afbrotamaðurinn Gunnar örlygsson var hluti af þessum hópi. Það skapaði vissa upplausn, jafnvel í þessum litla flokki, að hann skyldi sitja í fangelsi í upphafi þings. Kannski vegna þess að það þýddi að 25% alþingismanna ffjálslyndra sátu í steininum. Svo vildi hann verða varaformaður en varð ekki. í kjölfar- ið fór hann með illvíga frjálslynda á hælunum og með blaðaskrif á herð- um sem gáfu til kynna ranglæti brottfarar hans. Að svfkja Ut þykir ljótt - sérstaklega í pólitík. Og það sést á sannfæringarbresti þing- manna sem kjósa eftir þráðbeinum flokkslínum. Þessi hugsunarháttur á sér mörg birtingarform. Ekki síst var hann áberandi þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ákvað að verða forsætis- ráðherraefni. Sögðu andstæðingar hana svikara - þótt þeim kæmi það ekki við hvað hún gerði. En þvílík blessun það hefur reynst að svíkja Ut. Sjáið Kristin H. Gunnarsson! Vestfirsk alþýða elti hann með kyndla og forka eftir að hann yfirgaf Alþýðubandalagið fyrir Framsókn. Næst fféttist af honum þar sem hann stóð einn uppi í hár- inu á ríkisstjómarflokkunum og lagði sjálfan sig að veði fyrir mál- staðinn. Þeir sem ekki þora að svíkja Ut þegar sannfæringin knýr dyra em þeir sömu og pyntuðu írakana í Abu Ghraib og aUa í Guantanamo-flóa. Aftur em það hinir sömu og myrtu gyðinga í massavís að fýrirskipun foringjans. Megi fleiri öðlast dug til að yfirgefa hóp sinn. Svarthöföi Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað alveg ágætt," segir Pétur H. Blöndal alþingismaður.„Ég er að hreinsa til eftir að þinginu lauk og að skipuleggja sumarið. Er að koma á fundum með fólki um samræmingu velferöarkerfisins. Búinn meö fjóra og fleiri eftir. Er síðan byrjaður meö auknum krafti að hlaupa eftir að hafa slakað aðeins á þegar mest var að gera I þinginu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.