Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 21. MAl2005 Helgarblað 0V í fjallgöngu Margrét unir sér vel I góðra vina hópi útil náttúrunni. Hér er hún I fjallgöngu I Kaliforníu. Framhaldfrá síðustusíðu Margrét Elíza er alin upp í Kali- forníu en hafði jafnan tækifæri til að koma til landsins á sumrin og viðhélt þannig málinu. Foreldrar hennar fóru með hana á fyrsta ári utan til að stunda nám. Hörður Már, faðir hennar, var í meistara- námi í verkfræði en móðir hennar, Sandra Skúladóttir, var flugfreyja hjá Pan Am. Þau flengdust síðan syðra, Sandra hélt áfram að fljúga en Hörður fékk vinnu í sínu fagi eft- ir námið. „Okkur leið vei í Kaliforn- íu en þar fæddist bróðir minn sem er nokkrum árum yngri. Þegar ég kom hingað heim tU íslands fannst mér ailtaf æðislegt að vera héma og ég bæði hlakkaði til og kveið því að fara aftur til baka," segir Margrét og bætir við að hún hafi síðan tekið af skarið þegar hún var búin með skólann úti og ákveðiö að flytja hingað til íslands og vera hjá ömmu sinni og afa. „Mig langaði að láta reyna á hvernig væri að búa hér og svo vildi ég líka verða góð í málinu. Fór í MK og útskrifaðist þaðan á þremur árum. Og þá var hlutunum snúið við því ég fór í fríum til Kalifomíu. Saknaði foreldra minna og bróður en vildi ekki flytja aftur út þrátt fyr- ir það. Ég átti lflca vini hérna en ég viðurkenni að þetta var ákveðin togstreita," rifjar hún upp. Nauðaunartilraun hafði átrösRun í för með sér Á þessum fyrstu árum eftir að Margrét flutti hingað fór hún að fitna. Hún telur að það hafi verið breytt mataræði, leiði og ströglið við að ákveða hvar hún vildi búa. En það sem hafði mest áhrif á hana var nauðgunartilraun sem hún varð Sskömmu áður en hún flutti til tds. „Það kom mér gjörsamlega í opna skjöldu en ég slapp áður en manninum tókst að ná fram vilja sínum. í byrjun fann ég ekki að þetta atvik hefði haft mikil áhrif á mig en þegar frá leið fóm áhrifin að verða ljós. Ég áttaði mig á að átrösk- un var farin að hafa veruleg áhrif á líf mitt og líðan. í byrjun var ég ekki fús til að viðurkenna vandann en innst inni vissi ég hvað var að og að ég yrði að gera eitthvað. Ég svelti mig meira eða minna en inni á milli borðaði ég og borðaði, lá í súkkulaði og óhollustu. Ég kastaði ekki upp en fyrirleit sjálfa mig og missti sjálfstraustið og fannst lítið til mín koma. Inni á milli náði ég að grenna mig en áður en ég vissi af fannst mér ég orðin spikfeit aftur. Ég horfði á mig í spegli og fannst ég ömurleg," útskýrir Margrét og rifjar upp þessi ár sem vom henni afar erfið. Hún bendir á að eftir hvert át- kast hafi hún lofað sér því að morg- undagurinn yrði ekki eins. „Eg sofnaði harðákveðin í að daginn eftir ætlaði ég ekki að borða neitt nema hollan mat, fara í lfkamsrækt og ætlaði að taka þetta föstum tök- um. Ég stóð sjaldnast við það og kvöldið eftir varð líðanin enn verri," segir hún. Árás í París á gamlárskvöld Margrét bendir á að í Kalifomíu gangi allt út á hollustu, hún sé alin upp í samfélagi þar sem ekki þykir fínt að borða óhollan mat. Þar gangi allt út á hreyfingu og hollustu og því hafi þetta verið henni enn erfiðara. Ekki bætti úr skák að efasemdirnar um hvort hún hefði gert rétt í að flytja tii landsins ásóttu hana og hún velti stöðugt fyrir sér hvar hún vildi vera. Hún átti erfitt með að festa rætur og reyndi um tíma að flytja aftur út en fann að hún sakn- aði íslands og sneri til baka. Á þessu erfiða tímabili í lífi hennar varð hún fyrir enn einu áfallinu. Foreldrar hennar skildu og hún tók það mjög nærri sér. Og ekki var öllu lokið. Margrét fór ásamt vinkonu sinni til Parísar og var þar um áramót. „Við vomm úti á götu ásamt þúsundum annarra sem vom að skemmta sér og fagna nýju ári, þegar ráðist var á okkur. Hópur karlmanna reyndi að draga okkur afsíðis með valdi og hafði uppi kyn- ferðislega tilburði. Ætluðu ömgg- lega að draga okkur í skjól til að ná fram vilja sínum. Það hreyfði sig enginn af öllu þessu fólki, okkur til hjálpar. Við görguðum og görguð- um úr okkur raddböndin en það snart ekki nokkum mann. Ég veit ekki hvað fólk var að hugsa. Loks kom maður og ég hélt að hann ætlaði að hjálpa okkur en þá var það aðeins til að reyna að stela af okkur veskjunum. Við vomm „Ég áttaði mig á að átröskunin var farin að hafa veruleg áhrifá lífmitt og líðan. íbyrjun var ég ekki fús til að viðurkenna vandann en innst inni vissi ég hvað var að og að ég yrði að gera eitthvað. Ég svelti mig meira eða minna en inni á milli borðaði ég og borðaði, lá í súkkulaði og óhollustu." orðnar ofsahræddar þegar okkur tókst loks, illa á okkur komnar, að brjótast frá mönnunum," rifjar Mar- grét upp og leggur áherslu á að þetta atvik hafi ekki verið til að bæta h'ðan hennar. Til að bæta gráu ofan á svart varð hún fyrir enn einu áfalli á síðasta ári sem hún hvorki vill né getur rætt en hafði umtalsverð áhrif á hana og hefði getað kastað henni út í svörtustu myrkur ef hún ekki hefði teldð rétt á málum. Hitti bjargvættinn Fyrir tveimur árum hitti Margrét Raul. Það skipti sköpum fyrir hana og upp frá því hefur allt breyst. „Ég hitti hann á Mama’s Tacos. Þar var ég fastagestur því maturinn er ein- stakur þar," segir I hún og brosir til bjargvættarins sem situr nú við J hlið hennar og drekkur kaffi. „Ég hef hvergi J fengið betri mat og ætti að hafa vit á því en í Kalifomíu em margir mexflc- óskir veitinga- staðir á borð við hans," skýtur hún inn í og út- skýrir að maturinn á hans veit- ingastað sé ekta mömmu- matur. Raul grípur fram í og segir það vera vegna þess að uppskriftirnar að matnum séu allar úr eldhúsi móður hans. Það sé galdurinn. Raul, sem einnig hefur verið einka- þjálfari og skar meðal annars Ey- w þór Amalds niður og breytti vexti hans svo eft- ir var tekið um árið og kom Sólveigu Péturs- dóttur alþingismanni í kjörþyngd, vissi hvernig hann ætti að hjálpa Mar- gréti. „Hann sagðist ætla að hjálpa mér að ná mér í þá þyngd sem ég óskaði mér, án þess að ég væri að strögla dag frá degi. Út- skýrði fyrir mér hver gald- urinn væri og var mín stoð og stytta á meðan á þessu stóð. Og reyndar hefur hann verið mín sáluhjálp síðan," bætir hún við hlæj- andi og h'tur á hann. Raul, vinur og bjargvættur Kannski eitthvað meira, en um það er ekki reett, aðeins brosað feimnis- lega. Hann þjálfaði Margréti og kom henniá rétt ról að nýju. Margrét á djamminu I Margrét segir að henni hafi I liðið illa.Hún borðaði I óregtulega, svelti sig og I borðaði ofmikið til skiptis. . ’.r-----—— Margrét Elíza og vinkona j Margrét óist upp I Banda- j rlkjunum og þar lék allt i j lyndi. Eftir að hún flutti heim 1 þjáðist hún af átröskun. I Flottar saman Margrét dsamt I einni afvinkonum slnum. Myndtn er 1 tekin á Islandi áður en Margrét I kynntist Raul sem hjálpaði henm að I endurheimta sjálfsvirðinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.