Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 47
JDV Sport LAUGARDAGUR 21.MAÍ2005 47 Alex Ferguson, knattspymu- stjóri Manchester United hefur gefíð það út að hann hyggist reyna að fá landsliðsmanninn Michael Owen keyptan til félags- ins frá Real Madrid í sumar. Ferguson segir það góða tilhugs- tm að geta hugsanlega stillt þeim félögum í landsliðinu, Owen og Wayne Rooney upp saman í fram- línu United. Eins og kunnugt er var það ekki sfst markaskortur sem varð liði United að falli í deildinni í vetur og nú er Fergu- son að vonast til að geta fengið Owen frá Real Madrid á um 10 milljónir punda í sumar, því hann hefur lítið fengið að spreyta sig með liðinu, þrátt fyrir að vera ið- inn við kolann í markaskorun. Spænska liðið mun þó áreiðan- lega vilja fá hærra verð fyrir leik- manninn, en þeir borguðu Liver- pool átta milljónir punda fyrir hann á sínum tíma. Miðjumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið sem spilar tvo landsleiki í byrjun júní. Ferguson vill f á Owen Hjörtur Júlfus Hjartarson Atli Jóhannsson # Sigurvln Ólafsson Garðar Jóhannsson . @ Bjarnólfur Lárusson Heimir Guðjónsson © Bjarni Ólafur Eirfksson Guömundur Sævarsson Gunnlaugur Jónsson Tommy Nielsen Birkir Kristinsson Njáll Eiðsson er spekingurinn Ágæt byrjun hjá Njáli frammistaða í 1. umferð. Hér til hægri má sjá liðið sem Njáll valdi fyrir 1. umferðina en það kemur tæplega á óvart að uppistaðan í liðinu komi frá FH og KR en þeim liðum er spáð sérstaklega góðu gengi í Lands- bankadeildinni í sumar og unnu bæði leiki sína í 1. umferð. Njáll valdi ásamt fjölda annarra gömlu kempuna Birki Kristinsson í markið hjá sér en það reyndist ekki farsæl ákvörðun hjá Njáli því Framarar röðuðu inn mörkum hjá Birki. Hjörtur Júlfus Hjartarson skilaði sínu fyrir Njál en ekkert fékk hann fyrir hinn framherjann sinn, Garðar Jóhannsson, þar sem hann lék ekkert með KR gegn Fylki. Knattspyrnuþj álfarinn Njáll Eiðsson tekur þátt í draumaliðsleik Vísis í Landsbankadeildinni en hann er spekingur deildarinnar og munum við fylgjast ítarlega með liði Njáls í sumar. Njáll fór ágætlega af stað í 1. umferð og fékk 30 stig en stigahæsti leikmaður deildarinnar fékk 52 stig. Þessi 30 stig setjaNjál í312. sæti deildarinnar sem er við,- unandi Allt um f ót- boltasumarið Pálmi farinn frá Snæfelli Leikstjórnandinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson hjá Snæfelli til- kynnti forráðamönnum félagsins í fýrrakvöld að hann myndi ekki leika með liðinu næsta vetur og samkvæmt heimildum DV-Sport mun hann ganga til liðs við KR- inga á allra næstu dögum. Vestur- bæingar eru að leitast við að styrkja hóp sinn um þessar mundir og fengu til sín miðherj- ann Fannar Ólafsson á dögunum. Ljóst er að lið Snæfells verður mikið breytt næsta vetur, en ekki er langt síðan þeir misstu lands- liðsmennina Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson úr röðum sín- um og því hefur Uðið orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir átökin á komandi tímabili. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir náðist hvorki í Pálma né forráðamenn KR til að staðfesta hugsanleg félagaskipti leikmannsins. leikmanna- listar birtir, farið yfir bæði árangur þeirra undanfarin ár sem og leikjadagskrá sumarsins. Það er hægt að skrá öll úrslit inn í bókina en hún er passleg að stærð fyrir jakkavasann. Það er Hug- myndahúsið ehf. sem gefur út bókina í samstarfi við Lands- bankann, VISA, Sýn og KSÍ en hún er hugsuð sem kjörin fjáröflunarleið fyrir liðin. Bókin lcostar 500 króntir og er hægt að nálgast hana hjá öllum þeim liðum sem spila í Landsbanka- deildinni í sumar. eru rækilega kynnt, Það er komin út handhæg handbók yfir Landsbankadeildina og VISA-bikar karla í sumar en bókin er 68 síður og litlu broti. í henni er að finna allar helstu --O— um liðin í Lands- bankadeild karla og kvenna þar sem karlaliðin Nýt mín ekki lengur með landsliðinu Stjdrn KSÍ og landsliðsþjálfarunum Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni brá vemlega þegar þeir opnuðu Morgunblaðið í gærmorgun og lásu að Jóhannes Karl Guðjónsson hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér í landsliðið í næstu verkefni af persónuleg- um ástæðum. Jóhannes Karl lét hvorki stjórn KSÍ né landsliðs- þjálfarana vita af ákvörðun sinni og þurftu þeir því að lesa um málið í Morgunblaðinu. „Ég tók þessa ákvörðun fljódega eftir að tímabilinu lauk úti í Englandi. Ég er ekkert hættur í landsliðinu en ég gef ekki kost á mér í þessa tvo leiki í júní. Ég óska aftur á móti strákunum góðs gengis í þess- um leikjum," sagði Jóhannes Karl við DV Sport í gær. En af hverju tek- ur hann þessa ákvörðim? Ekkert gaman lengur „Ég nýt þess ekki lengur að vera með landsliðinu og meðan svo er sé ég ekki ástæðu til þess að bjóða fram ’starfskrafta mína í þessa vinnu eða aðra. Það væri sama upp á ten- ingnum ef ég væri óánægður hjá liðinu mínu. Þá færi ég fram á að verða seldur. Ég hef ekki gaman af þessu lengur og því sé ég ekki ástæðu til þess að bjóða ffam þjónustu mína.“ Margir munu eflaust telja að þessi ákvörðun Jó- hannesar sé bein gagnrýni á landsliðsþjálfarana. „Ég vil ekkert tjá mig um lands- liðsþjálfarana. Það er ekki mitt að dæma hvort þeir séu að vinna sína virmu eða ekki. Það hefur samt ekkert með ein- hvem einn að gera að ég nýt mín ekki lengur með landsliðinu. Það er nær að gefa einhverjum strákum tækifæri sem virkilega treysta sér í verkefrnð. Ég ætla að njóta mín með fjölskyldunni á meðan en ég á tvo unga stráka og það er ekkert gaman að fara ffá þeim í miðju sumarfríi." Ásgeir óhress DV Sport hringdi í Ásgeir í gær- morgun og þá var hann að sötra kaffið sitt og var nýbúinn að lesa fréttina um Jóhannes Karl. „Ég veit ekkert meira um málið en það sem ég sá í blaðinu. Þetta kemur mér verulega á óvart og Loga líka. Það hafa ekki verið neinir samstarfsörð- ugleikar við drenginn," sagði Ásgeir sem hafði ekkert heyrt í Jóhannesi og hann gerði ekki ráð fyrir því að hringja í hann. „Hann kýs að fara þessa leið og það hlýtur að standa. Hann verður að eiga það við sig og ég mun ekki gera neitt meira í mál- inu. Fyrst hann tók þá ákvörðun að láta hvorki okkur né sambandið vita af þessu þá tel ég það ekki vera í okk- ar verkahring að hafa samband við hann.“ Eitt í einu Það mátti heyra á Ásgeiri að hon- um var nokkuð brugðið við þessar fféttir enda var hann að missa lykil- mann úr miðjuspili landsliðsins sem hefur átt fast sæti í liðinu. Stóra spurningin er aftur á móti hvað Ás- geir Sigurvinsson gerir ef Jó- hannes Karl gefur aftur kost á sér í haust og Ásgeir verður enn við stjórnvölinn? „Það er framtíðin. Við er fyrst og „Ég nýt þess ekki lengur að vera með landsliðinu og meðan svo er sé ég ekki ástæðu tilþess að bjóða fram starfs- krafta mína. Ég hef ekki gaman afþessu lengur." fremst að hugsa um leikina í júní núna. Það sem kemur í haust er eitt- hvað sem við tökum á síðar," sagði Ásgeir eins og góður pólitíkus. DV Sport heyrði í Geir Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra KSÍ, og spurði hann að því hvernig þessi uppá- koma færi í starfsmenn sambands- ins? „Við kjósum ekki að lesa um slík- ar ákvarðarnir í blöðunum. Ég mun hóa landsliðsþjálfarana og lands- liðsnefnd saman á næstunni til að ræða þetta mál,“ sagði Geir en hann var þá nýbúinn að ræða við Jóhann- es og sagði Geir að þeir hefðu átt gott spjall. henry@dv.is Hvor þeirra mætir til leiks f haust? Jóhannes Karl Guðjónsson segir vel koma til greina að bjóða sig fram í landsliðið á ný næsta haust. Ekki er vist að Ásgeir Sigurvinsson sé spenntur fyrir þvíað velja hann en að sama skapi getur vel verið aö hann verði ekki áfram I starfi landsliðsþjálfara næsta haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.