Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 55
Menning DV LAUGARDAGUR 21. MAÍ2005 55 Nýtt leikrit eftir afkastamesta leikskáld þjóðarinnar þessi misserin, Jón Atla Jónasson, var frumsýnt á Smíðaverkstæðinu á fimmtudagskvöld. Þar er á ferðinni hluti af Vesturportshópnum undir leikstjórn Egils Heiðars sem er sérmenntaður leikstjóri í útlöndum. Leikskáldið segist nú beina augum sínum að unga fólkinu, en er hann ekki bara orðinn of gamall? Þetta er hávær leiksýning: mikið öskrað og lætin yfirgengileg, föt rif- in, húsgögn brotin, mat sullað út um sviðsrýmið. Fyrirgangurinn er í upphafi forvitnilegur þótt grun- semdir áhorfanda beinist fljótt að því að hér sé í uppsiglingu tarantín- iserað uppgjör milli bræðra, þessi hraðklippta kópía af gangstermynd- um fjórða áratugarins þegar smá- krimmar og síkópatar komust í tísku fyrir atbeina æsifrétta og hasarblaða í Ameríku. Semsagt kunnugleg sitúasjón. En maður gefur höfund- inum til. Pabbi sefur uppi Jonni litli er heima hjá pabba þegar utanríkisráðuneytið hringir og honum er tilkynnt að bróðir hans, töffarinn og löggan JúIIi sé týndur í Bosm'u en þar hefur hann starfað við friðargæslu. Jonni er ekki vitund sár, en þegar Stjarna, hjá- svæfa föður hans, töltir inn í dag- stofu og eldhús fer Jonni að verða soldið aggressífur. Ofan í kaupið bætist heimsókn, Pési Pfkuson vinur hans og félagi droppar inn með skjalatösku fulla af dópi, nýkominn frá Hollandi þar sem Jonni hefur reyndar verið í myndlistamámi. Þessi þrjú takast á um smávægi- legustu efrú, Pési er paranoíd klikk- haus og endar raunar á að ríða Stjömu. Það koma tveir handrukk- arar í heimsókn en flýja þegar þeir finna út að þama búi JúUi sækó. Á meðan á öllum hamagangnum stendur sefur pabbinn alltaf á efri hæðinni. Klisjur og banalítet Sem leiktexti er þetta verk Jóns Atla frekar grunnt. Átakaefni er smávægilegur pirringur, grunnafstaða persóna er nánast sú sama, draumar þeirra og vonir klisjukenndir. Þessi morgunstund þessa unga fólks leiðir ekki ffarn skýra persónuleika heldur út- klipptar dúkkufísur sem við höfum margoft séð í sjónvarpsverkum út- lendra manna og kvikmynda. Dramað sem leitt er í ljós af framgangi textans er líka heldur lamað. Niðurstaðan þegar bróðir- inn snýr loks heim er svo sæt og ein- feldningsleg að það jaðrar við paródíu og sú útskýring sem gefin er á öllum látunum (litli bróðir hafði svo miklar áhyggjur af stóra bróður að hann lét bara verulega illa) er illa studd í textanum. Krakki á spítti í dótabúð Hvað gerir leikstjóri þá með svona þunnt leikrit? Úr nektinni má spinna eins og konan sagði. Það kemur enda í ljós í framgangi texta sýningarinnar að leikstjórinn hefur ákveðið að spinna, búa til, leggja út af og bæta við. Mestur hluti af átökum sýningar- innar eru mikill fyrirgangur, oft snarpur og sniðuglega uppbyggður, einskonar leikaraskapur með erkitýpur sem er ótt og títt brotinn upp og rofinn með áreitum af ýmsu tagi: myndbandsvélin sem er nýjasta og ofhotaðasta gimmikk ís- lenskra leikstjóra þessa dagana, tveir hljóðfæraleikarar grípa inn í með effektum sem eru oft á skjön, stundum í takt, jafnvel til að taka ómakið af leikaranum sem undir- strik og áhersla, ljós sem skipta lit- um og ítrekuð og frek ásókn í búst frá áhorfendum. Allt þetta notar Eg- ill á að því virðist handahófskennd- an hátt eins og bam með athyglis- brest á spítti sem hefur lokast inni í dótabúð. Kraftmikill fyrirgangur Þegar lagt er upp með hófleysi og ofboð sem stíleinkenni ranka menn oft við sér þegar komið er vel ffam fyrir miðju og hugsa með sér: Nú verður að hægja aðeins á. Það er um svipað leyti og sýningin fer að verða langdregin. Öll trixin hafa verið not- uð og sýnd, meginefni plottsins blasir við og persónumar em svo svakalega þunnar. Þá tekur við kafl- inn þar sem sýningin lullar áfram heldur dauðyflislega en svo er spítt í aftur. Leikstjórinn virðist h'ta á per- sónusköpun leikaranna í þessu til- viki sem frjálsa aðferð líkt og í tón- list. Hér gefrn að h'ta fjóra kraftmikla leikara ærslast í rúma tvo tíma án þess að blása úr nös. Það sem verð- ur athyglisverðast við sýninguna verður þeirra framlag; þótt vinnan sé ári sundruð á köflum er hún alltaf full af nærvem og gríðarlegum krafti sem er ekki htið afrek. Þessi krakkar nenna að gefa í allan tímann, láta ekkert fyrir sig og Agli hefur tekist að espa upp í þeim það þrekstig. Bræðurnir • Eittafbrögðumleikstjóranserað láta margumræddan Júlla sækó vera til staðar allan tíma. Gísh Örn sprangar um í ótrúlegu gervi og hef- ur náð því að skapa gríðarlega fína fígúm, erkierkitöffara sem er sjúk- lega útfærður í öllum dráttum og varla hægt að greina leikarann í gegn. Það er eitt af því sem er spennandi við þessa sviðsetningu. Þá er Ólafur Egill í burðarhlut- verki sem Jonni, uppburðarlith myndlistarmaðurinn og hengil- mænan sem verður svo í endann svona næs og huggulegur strákur. Það er margsprengd brú í persónu Óla en inn á miUi sýnir hann fi'na vinnu og hefur á þessu síðasta ári tekið stórstígum framförum. Til lukku með það. Bangsi og bimbó Ólafur Darri er orðinn typecast. Vei þeim leikstjórum sem sífeUt vísa þessum væna manni og flínka leik- ara alltaf í sömu týpuna. Þeir em ekki núklir atvinnumenn að verða afltaf að styðja sig við mótið. Hann á hér auðveldan leik þótt hann verði lengst af að vera gerandi í þessu átakalitla leikriti sem leikstjórinn gerir að miklum látalátum. Það fer að safnast í góða heUdar- úttekt á hugmyndaffæðinni sem ræður því hvemig Nína Dögg leikur og hvað hún leikur. Henni virðist það áskapað að vera aUtaf trashy stelpa, góðgjama hóran. Hvaða við- mið em í hausnum á karlmönnun- um sem hún vinnur með? Varla Gísli Örn Garðarsson og liggjandi Ólafur Darri Júlli sækó og Pési Píkuson - draumatýpur úr'karlmannaveröld Jóns Atla Jónassonar. Ungt fólk úr þfnu nágrenni Bimbó sem vill komast I sjónvarp og iöjuleysingi sem stundar myndlistarnám í Hollandi - Nlna Dögg og Ólafur Egill. ræður hún þessu alveg sjálf. Þeim dettur greirúlega ekkert annað í hug. Sættir hún sig sjálf við að leika alltaf glyðrulega einfeldningsstelpu sem hleypir strák uppá sig - bimbó? Ekki þar fyrir að hún vinnur vel, hefur snerpu og nærvem, gengur óhikað í hvaða átök sem er. Hefur hún nokkm sinni leikið á sviði þar sem hún hefur ekki meira eða minna verið fáklædd? Sjónhverfingar Þessi sýning kann að vera tímans tákn - yfirborðskennd, hávaðasöm, sundmð og litskrúðug með væmn- um endi. Reyndar hélt ég að íkon eins og Rambó væm löngu liðin tíð, byggi helst í hugum karlmanna um og yfir fertugt, aðrar vöðvahetjur væm tamari ungu fólki þessi miss- erin. Þetta virkar á mig eins og að nota Roy eða Heman sem tákn. Löngu gleymdar leikfangahetjur. Margt í þessar leiksýningu kem- ur skemmtilega á óvart í smáatrið- um, hún verður einhvers konar sjónhverfing, glannalegur leikur með aUt lauslegt sem leikstjórinn hefur magnað leikendur sína í. Glamúrkennt glamúr en á tíðum glæsUegt í hávaða og fyrirgangi. Karlmannsruddinn er svo spennandi Það er hinn mddalegi karlmaður, ómenntaður og mannasiðalaus sem hefur verið helsti skotspónn Jóns Atla í efriisrýrum verkum hans tU þessa. í vinnu leikhússins hverfast Þjóðleikhúsið frum- sýnir á Smíðaverk- stæði: Rambó 7 eftir Jón Atla Jónasson. Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson. Leikmynd: ÓlafurJóns- son. Lýsing: Hörður Ágústsson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Tónlist: Gísli Gald- ur og Viðjar Hákon. Myndbönd: Árni Sveinsson. Leikendur: Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Ólafur Darri Ólafsson, Gísli Örn Garðarsson, Egill Heiðar Anton Pálsson, Rúnar Freyr Gíslason, Jón AtliJónas- son. Frumsýning 20. mai 2005. Tónlist þau gjarnan yfir í tignun þess sem skáldinu virðist kærast að hafría. Vonandi er ástríðu Jóns í tUlitsleysi og mddaskap heimskra karlmanna fuUnægtíbUi. Rambó 7 lýkur á því að höfund- urinn kemur inn ásamt aðstoðar- mönnum með svarta mslapoka sem em fuHir af marglitum uppblásnum blöðrum sem dreift er um sviðið, meðan leikkonan býður gestum popp. Varla var hægt að finna meira lýsandi endi á sviðsetningu þessa verks. Páll Baldvin Baldvinsson BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík STÓRA SVID 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR fró SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 AOelns þessar sýningar Dansleikhús / somkeppni LR og Id I samstarfi wð SPRON. Fi 9/6 kl 20 - 2.500,- Einstakur viðburður DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHl. Fö 27/5 kl 20 Slðustu sýningar ■EnHEH leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Cuðmundssonar Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 Slðustu sýningar HERI HERASON e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 Síðasta sýning KALLI A ÞAKINU e. Astrid Undgren I samstarfí við A þakinu Su 22/5 kl 14 - UPPS. Lau 4/6 kl 14 UPPS. Su 5/6 kl 14 - UPPS, Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIDJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - UPPS, Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20, Su 29/5 kl 20, Fi 2/6 kl 20, Fö 3/6 kl 20 THE SUBFRAU ACTS - GESTALEIKSYNING The paper Mache og Stay with me Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Börn 12 ára og yngri fá fritt í Borgarleikhúsið f fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusimi 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þridjudaga, 10-20 midviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.