Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 39
DV Helgarblaö LAUGARDAGUR 21.MAÍ2005 39 Tekið á vandanum Raul stóð við orð sín og á nokkr- um mánuðum breyttist líf Margrét- ar. Hann hvatti hana áfram þegar hún var að gefast upp, huggaði og styrkti. Auk þess var hann með hana í æfingum sex daga vikunnar. Hann útskýrir að líkamsrækt eigi ekki að vera kvöð, það eigi að fylgja því gleði og ánægja að byggja upp líkamann. Margrét bætir við að þannig hafi hún farið að hafa gam- an af því að mæta á stöðina, lyfta, teygja, fara í jóga og annað sem kom líkama hennar og sál vel. „Raul hjálpaði mér líka að losa um gremjuna og sársaukann, fékk mig til að tala um það sem plagaði mig og smátt og smátt fór hollur matur að skipta mig öllu. Hann byrjaði á því að láta mig halda dagbók um matarvenjur mínar, hvað ég borð- aði og hvenær ég væri svöng eða leið. Með því að halda dagbókina sá ég svo endanlega hvað það var ii sem kom mér til að borða \ meira eða óhollan mat. Hann lét mig borða oftar yfir daginn og benti mér x á að ég ætti aldrei að verða svöng. Oft var ég að því komin að s gefast upp en hann 9 stappaði í mig stál- » inu og sýndi mér ajr fram á að þó ég missti W mig í einn eða tvo daga W væri það allt í lagi. Áður var Æ ég gjörn á að hætta bara ef ég ' fór út af brautinni. Það stórkost- lega var að smátt og smátt varð þetta partur af tilverunni, alveg eins og að vakna, sofna og fara til vinnu. Ég varð bjartsýn og ánægð, sjálfstraustið kom aftur og mér fannst ég blómstra. Þetta breytti öllu mínu lífi,“ segir Margrét þegar hún rifjar upp þessa mánuði. Hún segist hafa átt sér það tak- mark að verða hraustleg, með fal- léga skapaðan líkama. Hún neitar að hafa séð fyrir sér horaðar fyrir- sætur og mikið málaðar. „Nei, alls ekki, þannig vildi ég ekki verða. Ég sá fyrir mér stúlkuna í Nike-auglýs- ingunni; hreysti, gleði og styrkan líkama." Styrkir sjálfsmyndina og vinnur á feimninni Margrét segist alls ekki hafa hugsað um fegurðarsamkeppni í þessu sambandi. Hún var í háskól- anum í lífefnafræði og var ekki að velta fyrir sér að taka þátt í keppni um fegurð. „Einhver benti á mig og ég var kölluð á fund þeirra sem sáu um þessa keppni. í framhaldi var mér boðin þátttaka og ég ákvað að vera með. Ég sá þann möguleika að vinna á feimninni og þannig gæti ég kannski styrkt sjálfsmyndina enn betur. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun því þessi undirbúnings- tími hefur verið stórkostlegur. Þetta er besti skóli sem ég hef geng- ið í gegnum og það er frábært vega- nesti út í lífið að taka þátt í þessum undirbúningi. Hvernig keppnin fer er svo stóra spurningin. Við eigum allar sömu möguleikana, ég eins og aðrar. Ég geri mér enga rellu út af því hvort ég vinni eða ekki en gam- an væri að komast f sæti, því neita ég ekki,“ segir Margrét og brosir feimnislega. Hún segist hafa eignast góða vini á þessum tíma. Til stelpnanna eigi hún örugglega eftir að hugsa allt sitt líf og hún efast ekki um að vináttan sem hún hefur myndað við þær eigi eftir að lifa. „Við höfum lært svo mikið á þessum stutta tíma en ég lít ekki á þetta sem einhverja kroppasýningu, heldur gróðann sem ég hef af þessu til framtíðar. Hver hefði getað trúað að ég gæti staðið frammi fyrir alþjóð á sund- fötum án þess að blikna? Ég hef notið þess að taka skrefið lengra en ég þorði og vann bug á óttanum. Þannig hef ég byggt upp sjálfstraust og eflt öryggið. Það er ekki hægt að tapa á að taka þátt í svona keppni, burtséð frá viðhorf- um til fegurðarsamkeppna al- mennt. Ég held að fólk hugsi ekki dæmið til enda þegar það gagnrýn- ir og hneykslast á að ungar stúlkur standi eins og nautgripir á sviði og láti horfa á sig,“ segir Margrét og bætir við að margar stúlkurnar í keppninni hafi í byrjun átt mjög erfitt með að standa í sviðsljósinu en nú hái það þeim fæstum. Skrifar bók til hjálpar um reynslu sína Framtíðin er óskrifað blað að mestu en svo mikið veit Margrét að hún ætlar að verða rithöfundur og er þegar byrjuð að undirbúa bók. Hana langar að skrifa bók um hvernig hægt er að byggja upp lík- ama og sál án átaka og hafa gaman af því. „Já, ég er byrjuð á þessari bók en hún á ekki aðeins að Qalla um ánægjuna, heldur ekki síður um þröskuldana sem verða á vegi manns og hvernig maður fari að því að yfirstíga þá. í öllum bókum sem fjalla um þetta efni er þetta gert svo einfalt. Maður les og segir við sjálfan sig að þetta sé ekkert mál. Annað kemur síðan á daginn. Ég ætla að staldra þar við og deila reynslu minni og hvernig ég fór að þegar allt virtist í óefni komið. í bókinni verða einnig uppskriftir og ráðgjöf um á hverju er best að byrja en margir byrja að lyfta eins og brjálæðingar og ganga þannig frá sér á fyrstu vikunum. Það skiptir svo miklu máli að und- irbúa sig vel og setja sér markmið sem maður getur staðið við. Vellíðan byggist á hollustu Smátt og smátt er maður búinn að gleyma öllum erfiðleikum og að rækta líkamann jafnt sem hugann verður eins og hver annar lífsstfli. Maður getur ekki hugsað sér að láta ofan í sig feitan og óhollan mat og það verður partur af tilverunni að leita eftir því hollasta og þykja vænt um líkama sinn,“ segir hún hlæj- andi enda sjálf með afar fallegan vöxt og hraustlegt útlit. Margrét vill leggja áherslu á að ungar stelpur hugsi ekki til nábleik- ra og horaðra fyrirsæta þegar þær sjái fyrir sér hvernig þær vilji vera. Hollustan er í fyrirrúmi og hún drekkur hvorki né reykir, reynir að sofa nóg og hugsa um sig. „Það eru einmitt þessir þættir sem gefa þá vellíðan sem maður er að leita eft- ir,“ segir Margrét hamingjusöm og ánægð og er hugsað til allra þeirra stúlkna sem kunna að vera í þeim sporum sem hún stóð í, hrædd, feit, óörugg, með átröskun. „Mig langar að hafa áhrif og ef þetta viðtal verður til þess að ein- hver stúlka þarna úti fær von og fetar í fótspor mín er það áfangi. Ég veit að þetta er hægt og vil að aðrar ungar stúlkur sem þjást af minni- máttarkennd og feimni, finnst þær feitar og óaðlaðandi, geti risið upp og hugsað með sér að einn daginn geti þær kannski tekið þátt í keppni um fegurð ef þær kæra sig um. Þá er þetta til einhvers," segir hún glaðiega. Líf hennar er komið í fastar skorður; hún veit ekki að þessum orðum sögðum hvað morgundag- urinn geymir. Hver veit nema hér tali fegursta kona íslands þetta árið? „Það væri gaman, því vill maður ekki alltaf vinna þá keppni sem maður tekur þátt í? Ef ekki, þá bíður eitthvað annað. Ég veit nefni- lega núna að það er undir mér sjálfri komið hvernig ég spila úr mínum spilum. Og ég þarf ekki að kvarta undan því að vitlaust hafi verið gefið," segir Margrét Elíza og gengur þokkafullum skrefum út í sólina. bergljot&dv.is (H’I’IIITIW: KAPUKRIKii 27..IÚNÍ 2(MNS MIÐASAYjA II.IA: WWW.MIIM.IS ÍSVjANIISIIANKA: KHINGLÚNKI OIS SMAHALIM) IILJÓIHIIJSIf) SHLFOSSI. IIL.IOMAVAL KHrLAVIK VVIKKIKK AKHAMÍSI OU VHSTMAIW/ŒY.IIJM I ON/íSIML, MUSK/iIJPST/it) I)/iOSL.!ÓS, /iKIJHHYHI Í MID/iVEH!) KH. 4,ftOO the systern has failed ____I sTOrí WWW.SANCTyARYRECOnDSGROUP.COMWWW.MEGADETH.COM NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.RR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.