Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 21.MAI2005 Helgarblað DV að hefur aldrei hvarflað að mér að vera reið enda hafa þessi tvö böm gefið okkur ótrúlega mikið. í rauninni er þetta spuming um hvaða hugarfar maður tileinkar sér og hvemig maður ætlar sér að lifa lífinu. Það væri náttúrulega auðvelt að verða reiður og leggjast í þunglyndi og ég tók enga meðvitaða ákvörðun um að láta þetta ekki buga mig heldur tek ég bara hverj- um degi eins og hann kemur fyrir," seg- ir Kolbrún Erla Pétursdóttir en hún og eiginmaður hennar, Bjöm Sveinlaugs- son, eignuðust fjölfatlaða dóttur fyrir tæpum tíu árum þegar Kolbrún var 22 ára og son með Downs-heilkenni fyrir rúmum sex árum. Stúlkan hét Hildur María og lést fyrir tveimur árum þegar hún fékk slæma lungnabólgu en sonur- inn heitir Darnel og er hraustur og skemmtilegur strákur. Vissum að hún myndi deyja „Hildur María var ekki beint veik en hún var mjög mikið fötluð og fyrstu mánuðina eftir að hún fæddist vomm við alltaf með annan fótinn inni á spít- alanum. Hún fékk aldrei neina grein- ingu en það sem háði henni var að henni hætú tif að fá iungnabólgu. Ári áður en hún dó veiktist hún alvarlega af lungnabólgu og var í öndunarvél í viku en tókst þá að ná sér að fullu og varð aftur spræk. Ári síðar kom lungnabólgan upp aftur og þá var þetta búið," segir Kolbrún Erla. Hildur María hafði aðeins verið mjög veik í um viku þegar hún lést. „Við treystum okkur betur að hætta meðferð en að reyna ekki og síðan ákváðum við í samráði við lækna að hætta því við vissum að þetta væri búið. Ástand hennar var gjörólíkt því sem verið hafði árinu áður þegar maður sá hana braggast með hverjum deginum. Þarna gerðist ekki neitt og við vissum að hún myndi deyja. Auðvitað var þetta erfið ákvörðun en þetta er eitt- hvað sem foreldrar langveikra bama verða að velta fyrir sér." Veikindin komu í Ijós smám saman Kolbrún segir að Hildur María hafi litið út fyrir að vera algjörlega heilbrigð þegar hún fæddist en hún hafi byrjað að fá krampa þegar hún var aðeins nokkurra mánaða gömul. Læknamir hafi prófað margar samsetningar af lyfjum en í rauninni hafi hún aldrei verið krampalaus. Smám saman hafi svo komið í ljós að það væri ekki allt með felldu. „Þetta var ekkert eitt kjaftshögg, við gerðum okkur grein fýrir þessu smám saman. Hún hélt ekki höfði og fór ekki að skríða og krampamir ágerðust en hún var með svokallaða ungbarnakrampa. Það vom tekin ótal sýni og send út og hún mynduð og rannsökuð og smám sam- an kom í ljós hversu alvarlegt þetta var,“ segir Kolbrún. Hildur María var alla tíð algjörlega ósjálfbjarga og gat ekld tjáð sig með orðum. Kolbrún Erla segist þó hafa átt samskipú við hana enda þekkú hún viðbrögð hennar. „Við tjáðum okkur á annan hátt en með orðum. Hún hló, grét og gretú sig og fyrsta árið fór Darnel litli bróðir hennar rosalega í taugamar á henni en það lagaðist þó með úmanum. Hún var á flogaveikislyfjum og nærðist ein- göngu í gegnum maga-sondu þótt hún hafi stundum fengið smá í munn- inn til að finna bragðið," segir Kol- brún. Fötlun Daníels ekki tengd fötl- un Hildar Maríu Þegar Hildur María var þriggja ára fæddist Daníel. Kolbrún og Bjöm vom yfir sig ánægð þótt þau hefðu ekki skipulagt ffekari bameignir að svo stöddu. „Við vorum ofsalega glöð að fá hann og alls ekki reið þegar í ljós kom að hann væri með Downs-heilkennið. Spumingar eins og af hverju ég? komu aldrei í hugann enda er þetta hraustur strákur sem á framtíðina fyrir sér. Það hafði enginn átt von á því að hann væri með heilkennið enda var þetta aigjör tilviljun og ekki tengt veikindum Hildar Maríu. Ég hafði ekld verið rann- sökuð sérstaklega á meðgöngunni enda engin bein ástæða úl þess. Læknamir vissu ekki hvað var að henni og því hefðu þeir ekki vitað að hverju þeir ættu að leita. Ég vissi þó að það væm einhverjar líkur á að við myndum eignast annað bam með svipaða föúun en Downs-heilkennið kom aldrei upp í huga okkar. Ef ég hefði farið í litningarannsókn þá hefði heilkennið ef til vill sést," segir Kol- brún. Þjóðfélag þar sem allir eru eins óspennandi Hún segist ekki myndu óska efúr hnakkaþykktarmælingu ef hún yrði óffísk aftur í dag og því síður legháls- stungu. „Ég er ánægð með Daníel eins og hann er og ég held að konur viú ekki alveg hvað þær em að gera þegar þær fara í þessar rannsóknir. Þetta er að verða meira að hefðbundinni skoð- un og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir að það er verið að leita að ein- hverju sérstöku. Mörgum finnst kannski bara gaman að fá mynd en þetta á náttúrulega ekki við um alla. Að mínu maú þarf að ffæða fólk um úlgang þessa rannsókna svo það sé búið að velta fyrir sér þessari stóm ákvörðun sem það stendur ffammi fyrir. Hvort þetta eigi síðan rétt á sér yfir höfuð er svo allt annar handleggur en ég myndi allavega ekki vilja sjá þjóðfélag þar sem allir væm eins." Daginn efúr að Daníel fæddist kom í ljós að hann væri með Downs- heilkennið enda leyna útlitseinkennin sem fylgja heilkenninu sér sjaldnast. Kolbrún og Bjöm þekktu flesta lækn- ana og hjúkrunarffæðingana á spítal- anum eftir allan ú'mann sem þau bjuggu þar með Hildi Maríu og höfðu að auki kynnst þar foreldmm tveggja stúlkna með Downs-heilkenni sem vom að jafna sig eftir hjartaaðgerð. Þau komust því strax í samband við fólk sem bjó yfir svipaðri reynslu og Kolbrún segir það hafa skipt afar miklu máli. ,Að mínu maú skiptir það öllu máli að geta rætt við fólk með svipaða reynslu því það er endalaust hægt að læra og sérstaklega í sam- bandi við rétúndamál. Það er líka gott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.