Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21.MAÍ2005 Fréttir DV Ljóðfyrir Eista Nýverið var hald- in Ljóðlistahátíð Norrænu ráherra- nefridarinnar í Eist- landi. Þar voru full- trúar íslendinga Vig- dís Grúnsdóttir og Andri Snær Magna- son. Ljóð þeirra höfðu verið þýdd á eistnesku af Arvo Alas fyrrverandi sendiherra Eistíands á íslandi. Frá þessu greinir í Stiklum - um menningar- og landkynn- ingarmál sem utanríkisráðu- neytið gefur út. Þar segir einnig að skrifstofa Nor- rænu ráðherranefndarinnar í Tallinn hafi fest sig í sessi sem fulltrúi norrænnar menningar í Eistíandi. „Hún gegnir mikilvægu hlutverki við útbreiðslu íslenskra bók- mennta í Eistíandi." Önýtur eftir útafakstur Fólksbfll fór út af Þjóð- vegi 1 í Norðurárdal um tíuleytið í gærmorgun, valt og endaði á toppn- um. Að sögn Lögreglunn- ar í Borgamesi slapp öku- maðurinn, sem var einn í bílnum og í belti, með minni háttar skrámúr og var honum ekið með lög- reglubfl til atítugunar á heUsugæslustöðina í Borgarnesi. Bfllinn er hins vegar ónýtur. Engar truflanir urðu á umferð nema hjá þeim vegfar- endum sem komu öku- manninum óheppna til hjálpar. Lögreglan segir þá eiga þakkir skUdar fyrir hárrétt viðbrögð. Misræmi í samgöngum Stjómir Heim- dallar og Týs lýsa yfir miklum vonbrigðum með þá misskiptíngu fjármagns tíl vega- framkvæmda sem fram kemur í nýsam- þykktri samgöngu- áætíun 2005-2008. í ft varpinu er gert ráð fyrir að um 31 milljarður renni tíl vegaframkvæmda á næstu flórum árum. Hróplegt mis- ræmi felistí því að einungis um 22% af því fjármagni em ætluð til höfuðborgarsvæð- isins, þar sem 2/3 íbúa landsins búa. Landsbyggðin með 1/3 hluta íbúanna fær hins vegar 78% í sinn hlut. Athygli vekur að kjördæmi samgönguráðherra fær jafn mikið fjármagn og höfrið- borgarsvæðið allt, kjördæmi með um 30 þúsund íbúa. ing hérá Þórshöfn. Það góð stemning að hér er vöntun á húsnæði og næg atvinna í boöi, það mikið að vantar orö- ið mmmmmmsm nokkr- ar fjöl- skyldur til að anna eftirspurn," segirKaren Konráðsdóttir, fánaframleiðandi á Þórshöfn. „Þá er undirbúningur undir bæjarhátíðina Káta daga sem haldin verður 15.-17.júlí i full- um gangi. Hjá mér er fána- framleiðslan á fullu og gengur vet með hana. Það er endalaus eftirspurn sem á eftiraukast enn." FALL SADDAMS HUSSEIN 20. mars 2003: Innrásin í frak hefst. 13. júlí: 9. apríl gerður að frídegi til að minnast falls Saddams. 22. júlí: Uday og Qusay, synir Sadd- ams, felldir. 13. desember: Saddam Hussein handtekinn. 1. júlí 2004: Saddam leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir að fara með stríði gegn þegnum sinum og ná- grannaþjóðum. Saddam fangi á nærbuxunum Fallvölt er lífsins lukka Eftir áratugasetu sem einræðisherra og alger drottn- ari yflr íbúum íraks er risið á Saddam Hussein ekki hátt þessa dagana. Það náði nýjum lægðum í gær þegar breska dagblaðið The Sun birti nýjar myndir af honum í fangelsinu. Þar eru meðal annars myndir þar sem Saddam stendur á nærbuxunum og brýtur saman bux- urnar sínar. Hann situr nú í fangelsi nærri Baghdad og bíður þess sem koma skal í réttarhöldum sem hefjast á næsta ári. Þar verður skorið úr um hvort Saddam er sekur um að hafa farið með stríði gegn þegnum sínum sem og ná- grannaþjóðum. S iffi Forsioan Heimurinn horfir nú á fákiæddan fyrrverandi einræðisherra sem ku þurfa að þrifa sokkana slna upp úr skál. Fljúgandi skattaskýrslur hörmulegt slys Eigandanum kom ekki dúráauga Skattaskýrslumar sem flugu um Traðarholtið í gær vom í eigu endur- skoðandans Alexanders Ágústsson- ar. Hann rekur skrifstofu við götuna og harmar þennan leiðinlega atburð sem hann segir einsdæmi á sínum langa ferli sem endurskoðanda. Honum hafi ekki komið dúr á auga eftir að skýrslurnar fuku úr portinu. „Þetta vom alls kyns gögn sem ég ætíaði að setja í eyðslu. Allt sem kemur frá mér fer í læstan gám inni í porti sem er læst af með rammgerðu hliði," segir Alexander. Hann segir slysið hafa orðið þegar hann skrapp frá til að ná í lykil að gámnum. Sterk vindhviða hafi opnað einn af rusla- pokunum og gögnin flogið af stað. „Ég hef verið endurskoðandi allt Traðarholtið við skrifstofu Alexanders Hér er verkamaðurinn sem fann skattaskýrsl- urnar. mitt líf en aldrei lent í öðra eins. Þetta er einfaldlega „freak accident" að mínu mati.“ Ríkisskattstjóri sendi frá sér yfir- lýsingu í gær þar sem tekið er fram að skýrslurnar séu ekki frá skrifstof- unni. „Hjá embættinu er gætt fyllsta öryggis við meðferð gagna, m.a. er öllum pappír, sem fer til eyðingar, pakkað af starfsmönnum þess og honum brennt," segir í yfirlýsing- unni. Ölvaður ökumaður réðst á löggu „Maður má búast við þessu" Lögreglumaður frá Eskifirði lenti í áflogum við ölvaðan ökumann sem hann stoppaði um tíuleytið á miðvikudagskvöldið. Friðjón Magn- ússon héraðslögreglumaður segist aðeins hafa hraflast á hné við átök- in. Hann segir sér auðvitað brugðið eftir lífsreynslu sem þessa, en bætir við: „Maður má búast við þessu eins og öðru í starfi sem þessu.“ Atvik vora þau að Friðjón var á eftirlitsferð á Eskifirði þegar hann stöðvaði manninn tíl að kanna ástand hans og ökuréttindi. í ljós kom að mikinn áfengisþef lagði af manninum. Ökumaðurinn mun hafa brugðist illa við afskiptum Friðjóns, sem var einn á ferð, og réðst á hann. Varðstjóri á frívakt átti leið hjá og kom Friðjóni til aðstoðar. Fálæti Nokkrir ibúar Eskifjarðar horfðu á átök Friðjóns við ökumanninn en hreyfðu ekki iitla fingur til hjálpar. Friðjón og samstarfsfélagar hans furða sig á að nokkur 'fjöldi fólks fylgdist með úr bifreiðum sínum án þess að aðstoða Friðjón. Þeir spyrja sig hvernig standi á því að enginn kom til hjálpar. Friðjóni þykir það dálítið furðitíegt. „Þetta virkaði eins og smá bíó á tímabili,“ segir Friðjón vonsvikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.