Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 21.MAÍ2005 Helgarblaö DV > Barnamorð- ingl yfir- heyrður á ný Þrefaldi barna- morðinginn Robert Black var yfirheyrður á mánudaginn vegna morös á stúlku fyrir 24 árum. Morö- inginn, sem er ** 58 ára, situr í lifstíöarfang- elsi fyrir að myrða börn í Norö- ur-Englandi og í Skotlandi. Fyrir mánuöi var hann yfirheyrður vegna morös á hinni 1 3 ára Genette Tate sem fannst látin áriö 1979. Nú er hann einnig tal- inn hafa átt hlut að máli í hvarfi Jennifer Cardy en bæði hún og Genette hurfu frá heimilum sínum. Faðir Jennifer grátbað Black að segja sannleikann svo fjölskyldan gæti haldið áfram að lifa lífinu. Charles og Linda Forshee voru vinsælustu fósturforeldrar ættleiðingastofnunarinn- ar. Því brá mörgum í brún þegar Charles var sakaður um að myrða hinn tveggja ára Dillon. Lögfræðingur hjónanna hélt því hins vegar fram að Lucas, þriggja ára bróðir Dillons, væri morðinginn. ____ Þrír myrtir og tvö börn horfin Þrír fundust látnir á heimili i Ida- ho í Banda- rikjunum í vikunni. Tvö börn sem bjuggu í húsinu eru horfin en talið er að móðir þeirra sé ein hinna látnu. Lögreglan rannsakar málið sem morðmál en ekki er enn vitað hvernig fólkið var myrt. Leitað er að Shöstu Groene 8 ára og 9 ára bróður hennar, Dylan. Strax og likin fundist var Amber-við- vörunin sett i gang en hún er nefnd eftir hinni 9 ára Amber Hagerman sem var myrt eftir að hafa verið rænt afheimili sínu áriö 1996. Reyndi að brjótast út úr fangelsi Kynferðis- brotamaður sem sakaður er um að hafa myrt hina 13ára Söruh Lunde var stöðvað- ur þar sem hann ætlaði að grafa sig út úr fangelsisklefa sínum i Hillsborough-fangelsinu í Bandaríkjunum. Onstott, 36 ára, hafði komist yfir járnverkfæri sem hann notaði til að gera gat á vegginn. Meðfangar hans létu verði vita af undarlegum há- vaða úr klefanum. Lögreglan telur að Onstott hafi kyrkt Söruh og hent líkinu í tjörn nálægt heimili hennar en hann hafði verið kærasti móður hennar um tíma. Hann hafði áður setið inni í rúm 5 ár fyrir nauðgun. Allir töldu Charles Forshee góðan fósturföður. Þegar hann var sakaður um að hafa myrt hinn tveggja ára Dillon trúði því enginn sem hann þekkti. Sak- sóknarinn leitaði því til ólíklegustu manneskjunnar til að vitna gegn hon- um. Aðalvitnið var eldri bróðir Dillons, Lucas, sem var aðeins þriggja ára þegar Dillon lést og fjögurra ára þegar réttar- haldið fór fram. Foreldrar móður Dillons höfðu skilið þegar hún var barn sem leiddi til þess að hún varð að búa á mismunandi fósturheimilum. Þetta ródeysi gerði Amöndu DeBerry enn ákveðnari í að eignast sína eigin fjölskyldu og Lucas fæddist áður en hún varð 16 ára. Tveim- ur árum síðar fæddist Dillon. Þegar Amanda var 19 ára var hún í ofbeldis- Sakamál fullu hjónabandi þar sem áfengi, fátækt og fíkniefhi réðu ríkjum og hún átti von á sínu þriðja bami. Amanda leitaði hælis á heimili fyrir konur og ákvað að gefa barnið sem hún bar undir beltí til ættíeiðingar. Dillon var uppáhald Charles „Ég hélt í alvöru að ég væri að gera það besta fyrir strákana," sagði Amanda þegar hún fór með synina á fósturheim- ili. Charles Forshee og Linda Forshee vom vinsælustu fósturforeldrar stofn- unarinnar. Þau höfðu tekið að séryfir 90 böm í gegnum tíðina og höfðu á sér afar gott orðspor. „Dillon var uppáhaldið hans Charles," sagði Linda. „Það var gaman að fylgjast með þeim. Þegar Charles kom heim úr vinnunni hljóp Dillon til hans og stökk upp í fangið á honum.“ En að kvöldi 21. júní 2001 kom Linda að Dillon meðvitundarlausum í rúminu. „Ég tók hann upp og sagði Charles að eitthvað væri að. Varir hans vom bláar svo ég reyndi að blása í hann lífi,“ sagði Linda. Hún hringdi á sjúkrabíl en Dillon var látinn áður en hann komst á sjúkra- húsið. „Mér leið eins og mitt eigið bam hefði dáið,“ sagði Charles. Verður drepinn í fangelsi Þremur mánuðum síðar var lík hans krufið og í ljós kom að hann hafði verið myrtur. Vinsæh fósturpabbinn var nú sakaður um morð en eina vitnið var þriggja ára. Lucas hafði sagt lögreglunni frá því sem hann sá strax daginn eftir. „Charlie öskraði á Dillon því hann vildi ekki þegja. Hann vildi ekki liggja kyrr svo Charlie setti kodda yfir hann og svo fóm þeir á sjúkrahúsið." Ári síðar beið Forshee eftir réttar- haldinu. „Ég vissi að ef ég yrði fúndinn sekur myndi ég ekki komast út aftur,“ sagði Charles. „Þetta er Texas og hér er fólki sem myrðir böm ekki tekið vel. Ef aðrir fangar vissu fyrir hvað ég sæti inni yrði ég drepinn." Amanda DeBerry var alveg sama hvað hans biði í fangelsinu. Hún vildi að hann borgaði fyrir það sem hann hafði gert. „Ég veit að böm geta haft mikið ímyndunarafl en engu bami dytti í hug að búa til svona sögu,“ sagði Amanda, viss í sinni sök að Charles hefði myrt Dillon. Lucas yfirheyrður Charles áttí tvo fóstursyni, Richard og Brian, sem sögðu hann frábæran föður. Þeir sögðu að hann væri strangur en refsingar hans væm aldrei líkamleg- ar. Saksóknarinn, Sunni Mitchell, taldi Charles hafa misst stjóm á sér kvöldið örlagaríka þar sem hann hefði verið undir miklu álagi í vinnunni. „Undir miklu álagi geta allir misst stjómina." Þetta kvöld höfðu hvorki Dillon né Lucas viljað fara að sofa. Linda hafði lesið fyrir þá en gafst upp. „Þegar Linda gafst upp ákvað ég að nudda á þeim bakið. Ég hef notað þessa aðferð mörg hundmð sinnum þegar bömin verða óþekk. Ég hélt honum niðri og nuddaði á honum bakið í smá tíma en fór svo inn til mín aftur. Þegar ég yfirgaf her- bergið var Dillon enn á lífi." Forsheehjónin réðu til sín mikils- virtan lögfræðing sem fór afar umdeild- ar leiðir í von um að bjarga skjólstæð- ingi sínum. „Ég hef verið sannfærður fiá byrjun að þetta hafi verið hörmulegt slys og að Lucas hafi óvart drepið litía bróður sinn. Ég hef enga trú á að það hafi verið viljandi gert enda hefúr hann ekkert vitað hvað hann var að gera.“ Forsheehjónin sögðust hafa haft áhyggjur af auknum skapofsa hjá Lucasi. Þau sögðust vita til þess að hann hefði horft upp á pabba sinn misþyrma móður sinni. Linda hafði látið stoftiun- ina vita og sýndi þeim meðal annars myndir af marblettum sem hún hafði fengið eftir að Lucas sparkaði í hana. „Hann breyttist snögglega. Eitt kvöldið kom hann til mín og sagðist ætía að drepa mig, Dillon og móður sína. Ég Dillon og Amanda Amanda ákvað að setja bræðuma á fósturheimili þangað til hún væri búin að eiga og gefa barnið sem hún bar undir belti. hringdi strax í stofnunina og við ákváð- um að hittast tveimur vikur síðar. Dillon lést tveimur dögum eftir það." Þriggja ára morðingi Myndi kviðdómurinn trúa svona mikilli grimmd upp á lítið bam? Og ef ekki, myndi saksóknarinn byggja mál sitt á framburði svo ungs vitnis? Sál- fræðingur sem skoðaði Lucas sagðist viss um að bamið hefði séð eitthvað en gætí líklega ekki útskýrt hvað það væri. Lögregluþjónamir sem komu fyrstir á staðinn sögðu að Charles hafði sjálfur sagst „vera orðinn hundleiður á öllum þessum bömum" og að sú setning hefði gert hann grunsamlegan í huga þeirra. Lucas var höfuðvitnið. Hann var yfirheyrður í lokuðu herbergi en kvið- dómur horfði á drenginn í sjónvarpi. Þegar Sunni Mithchell ræddi við Lucas svaraði hann spumingum hennar í ró- leghéitum enda höfðu þau oft rætt saman. Þegar kom að saksóknaranum mundi hann hins vegar h'tið frá dvöl sinni á heimili Forsheehjónanna. Hann svaraði flestum spumingum neitandi og mundi ekki hvort það hefði verið hundur á heimilinu. Eftir 40 mínútna yfirheyrslu var Lucas orðinn þreyttur og farinn að geispa svo dómarinn ákvað að nú skyldi gert hlé. Amanda var fegin að sonur hennar var laus en henni var illa bmgð- ið við að heyra hann sakaðan um morð. „Lögfræðingur hjónanna hefur gert Lucas að þriggja ára morðingja," sagði amma hans sár. Ættingjar Fors- heeshjónanna komu þeim til hjálpar og vitnuðu öll um góðmennsku þeirra. Amma Lucasar sagðist ekki trúa því að hann hefði myrt bróður sinn. Hvemig ætíuðu Forsheehjónin að útskýra af hverju þau höfðu ekki hringt á sjúkrabíl fyrr en löngu eftir að Dillon var látinn? Af hverju hafði verið hringt tvisvar og skellt á áður en Linda bað um hjálp? Charles sýknaður Rannsókn hafði sýnt fram á að Dillon hafði verið kæfður. I rannsókninni kom fram að áverkamir á líkinu hefðu líkleg- ast verið eftír fullorðna manneskju. Bamalæknir vimaði einnig um að Lucas hefði ekki getað kæft bróður sinn þar sem hann væri einfaldlega of léttur. Ef strákamir hefðu slegist þá hefðu um- merki um það verið til staðar. Lögfræð- ingur Charles útskýrði að þegar Lucas sagðist hafa séð Charles halda kodda yfir vitum Dillons þá hefði hann í rauninni verið að reyna að bjarga lífi hans. „Charles hafði oft áður kynnst álaginu sem fylgdi bamauppeldi og hann hafði aldrei áður misst stjóm á sér." Forsheehjónin biðu úrskurðar kvið- dóms í tvo klukkutíma. Charles var sýknaður af öllum ákærum. Amanda og móðir hennar trúðu ekki sínum eigin eymm. Charles og Linda vom hins veg- ar himinlifandi. „Ég eyddi síðasta árinu á bak við lás og slá. Það getur enginn ímyndað sér hvernig það er að vera kallaður bamamorðingi. Það var ekki fyrr en í réttarsalnum sem fólk fór að heyra sannleikann. Mér þykir leitt að Diílon hafi látíð lífið. Ég drap hann ekki og eg vildi óska að ég hefði getað bjarg- að honum. Ég gerði allt sem ég gat.“ Drengnum sem látinn var segja sannleikann er nú hlíft fyrir honum. Samkvæmt ósk Amöndu heldur Lucas að fósturpabbi hans sé enn í fangelsi. „Hann er svo hræddur við Charles og ég vil ekki að hann eyði lífinu í að óttast hann. Ég mun alltaf trúa því að Charles myrtí son minn af því að Lucas sagði mér það. Forshee var sýknaður en hann er eldd saklaus." Fjöldamorðinginn Michael Ross vildi verða tekinn af lífi því fjölskyldur fórnar- lamba hans höfðu þjáðst nóg Fjöldamorðingi tekinn af lífi Fjöldamorðingi sem barðist fyrir því að aftöku sinni yrði flýtt var loks aflífaöur á föstudagiim. Michael Ross, 45 ára, hafði barist gegn vilja lögfræð- inga og fjölskyldu sinnar sem vildu bjarga lífi hans. Hann var einnig neyddur til að sanna fyrir kviðdómn- um að hann væri ekki geðveikur. Ross myrti átta ungar stúlkur en hann hafði einnig nauðgað þeim flestum. Debbie Dupris, systir eins fómar- lambsins, fylgdist með aftökunni. „Ég hélt ég yrði ánægð með að sjá hann drepinn en ég varð bara reiðari. Hann lá bara þama og dó kvalarlausum dauða sem er ósanngjamt eftiur allt það sem hann hafði gert.“ Ross hafði neitað öllum tilraunum lögfræðinga til að vinna tíma sem hefði þýtt að hann fengi að lifa í mörg ár í viðbót. Hann taldi að tími væri til kominn að hann borgaði fyrir það sem hann. hafði gert svo fjöiskyldur fómarlamba hans þyrftu ekld að þjást lengur. „Ég skulda þessu fólki. Ég myrti dætur þeirra. Ef ég gæti minnkað sársauka þeirra þá myndi ég gera það. Ég á rétt á því að deyja og ég Micheal Ross „íg hélt ég yrði ánægð með að sjá hann drepinn en ég varö bara reiðari. Hann lá bara þarna og dó kvalarlausum dauða sem er ósanngjarnt eftir allt það sem hann hafði gert'sagði systir eins fórnar- lambsins. á það skilið." Aftaka Ross var sú fyrsta í 45 ár í Connecticut. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.