Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 33
rXV Helgarblað LAUGARDAGUR 21. MAÍ2005 33 Söng- og leikkonan Selma Björnsdóttir er fædd í Reykja- vík þann 13. júní 1974. Selma bjó fýrst um sinn f Árbænum en fluttist ung til Garðabæjar þar sem hún ólst að mestu upp ásamt foreldrum sínum og þremur systr- um, þeim Guðfinnu, Hrafnhildi og Birnu. Dans og söngur var í hávegum hafður á heimili þeirra og hafa syst- urnar allar spreytt sig á dans- eða sönglistinni á einhverjum tíma- punkti í lífinu þótt Selma hafi vissu- lega verið mest áberandi. Tíu ára í Óperunni Selma steig ung sfn fyrstu skref á Qölum leikhússins. Þegar hún var sex ára var hún þegar farin að syngja uppi á sviði með Skólakór Garða- bæjar og aðeins 10 ára gömul fékk hún hlutverk í barnaóperunni örk- inni hans Náa sem sýnd var í ís- lensku óperunni. Ekki löngu síðar tók hún þátt í uppsetningu á óper- unni Carmen og þaðan fór hún í leikhúsið, þar sem hún lék í Kar- demommubænum í Þjóðleikhús- inu. Selma hefur því verið á sviði meira eða minna frá því hún var barn og ber flestum saman um að þar eigi hún heima. Söngurinn og dansinn hafa alltaf skipað mikinn sess í lífi Selmu og systra hennar enda fást þær ailar við annaðhvort eða hvort tveggja í dag. Birna Gyða er þeirra elst, fædd 1970 og hefur hún lagt dansinn fýrir sig rétt eins og yngsta systirin, Guð- finna. Hrafnhildur hefur síðan verið að gera það gott sem óperusöng- kona og m.a. sungið víða erlendis. Selma hefur svo eins og fólk veit bæði lagt sönginn, dansinn og ekki síst leiklistina fyrir sig með góðum árangri. Það vantar þess vegna ekki hæfileikana í fjölskylduna eins og sést af þessari upptalningu. Ung og ástfangin Selma og Rúnar Freyr á góðri stundu árið 1999. Þau fóru að vera saman áriö áðurog eru nú gift og eiga saman soninn Gísla Björn. Verslóvæl og velgengni Þegar kom að því að velja sér framhaldsskóla varð Verslunarskóli íslands fyrir valinu hjá Selmu. Þar hefur löngum verið hefð fyrir til- komumiklum söngleikjum í tengsl- um við árshátíð skólans, svonefnt Nemendamót, en Selma sló þó ekki í gegn þar heldur sigraði hún söngvakeppni skólans, Verslóvælið. Fram að því hafði hún haft sig h'tið frammi og raunar tók hún þátt í keppninni fyrir tilviljun eftir að vin- kona hennar hafði skráð hana til leiks án hennar vitundar. Þar fór hún aftur á móti með sigur af hólmi og vann sér um leið keppnisrétt fyrir hönd síns skóla í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Fjölmargir þekktir söngvarar hafa einmitt hafið feril sinn þar, t.d. Sverrir Bergmann, Elíza, Birgitta Haukdal og Margrét Eir. Að lokinni vasklegri framgöngu í Verslunarskólanum var ekki aftur snúið hjá Selmu. Hún var ráðin til liðs við danshljómsveitina Fantasíu sem fáir muna kannski eftir í dag en sendi þó frá sér nokkrar plötur og lög á nokkrum safndiskum á árun- um 1995-96. Árið 1995 var Selma svo t . f ' J Meiktilraunir Selma fékk samning erlendis en ekki gekk sem skyldi að koma henni að f hinum harða heimi poppsins. fengin til að fara með hlutverk Rosaliu þegar West Side Story var sett upp í Þjóðleikhúsinu. Síðan þá hefur Selma verið áberandi í tónlist- ar- og leikhúshfi landsmanna auk þess sem hún stjórnaði sjónvarps- þætti fyrir ungt fólk á RÚV um tíma. Selma hefur komið fram í fjölda leik- rita og söngleikja s.s. Ávaxtakörf- unni, Rocky Horror Show, Latabæ, Sirkus Skara skrípó, Dirty Dancing og síðast en ekki síst Grease þar sem hún lék aðalhlutverkið á móti göml- um samnemenda sínum úr Versló, Rúnari Frey Gíslasyni. Selma og Rúnar felldu saman hugi þegar verið var að æfa fýrir sýninguna og í dag eru þau eitt helsta stjörnupar ís- lands og eiga saman soninn Gísla Björn sem fæddist í desember árið 2002. Frægð og fjölmiðlafár Hápunkturinn á söngferli Selmu ffarn að Eurovisionkeppninni í kvöld hlýtur samt að hafa verið keppnin í Jerúsalem í ísrael árið 1999 þar sem hún haftiaði í öðru sæti, sem er jafnframt besti árangur íslands í keppninni. Selma vakti mikla hrifningu bæði fjölmiðla og almennings það árið. í kjölfar þess sýndu fjölmargir erlendir plötu- og útgáfurisar henni mikinn áhuga. Að lokum fékk hún samning við Uni- versal-útgáfuna ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni sem hún hafði lengi unnið með að tónhst en hann samdi meðal annars lagið All Out of Luck sem Selma söng í ísrael. „Ég var mjög htið stressuð og leið bara rosavel þegar ég var að fara inn í salinn. Reyndar kom örhtih fiðring- ur þegar maður gekk upp tröppurn- ar á sviðinu. En um leið og ég kom inn í salinn voru móttökumar mjög hlýjar. Fólk gargaði og klappaði: „Selma, Selma!" Þetta vom ekki ís- lendingar. Þá hvarf allt stress rétt áður en lagið byijaði. Það var alveg frábært," rifjaði Selma upp við blaðamann DV þegar hún kom heim eftir vel heppnaða ferð árið 1999. „Þetta var rosalega skemmtileg og viðburðarík ferð. Samt sem áður mjög erfið. Við fengum gríðarlega athygh fjölmiðla. Það tók á mann. Eg var í ljósmyndatökum, sjónvarps-, útvarps- og blaðaviðtölum alveg frá því ég lenti og þangað til ég fór. Eftir keppnina var móttaka. Þá komst ég ekki einu sinni úr anddyrinu og inn í partíið. Ég stóð þarna í klukkutíma í stanslausum viðtölum. Þá var klukk- an orðin þrjú um nóttina og tími til kominn að fara upp á herbergi og pakka niður. Ég missti því alveg af veislunni," sagði Selma við sama tækifæri þannig að álagið hefur ver- ið mikið. Þessi fýrsta Eurovision- ferð hennar gaf henni þó mikla og dýrmæta reynslu sem hefur eflaust nýst henni vel í keppninni að þessu sinni þótt ekki hafi allt farið á besta veg að lokum. Erlendur áhugi Eins og áður kom ffarn fékk Selma útgáfusamning upp á þrjár plötur hjá útibúi Universal-útgáf- unnar í Svíþjóð í kjölfar velgengn- innar í Eurovision. Fyrsta plata Selmu kom svo út hér á landi fyrir jóhn 1999 og bar hún titilinn íam og var unnin ásamt Þorvaldi Bjarna. „Ég hef alltaf haft skoðanir á því hvernig lögin eiga að vera sem ég syng og ég myndi gjarnan vilja gera meira sjálf þegar ég hef öðlast meira sjálfstraust. Það má eiginlega segja að ég sé í læri hjá þeim sem ég vinn með, því ég hef enga tónlistar- menntun sjálf," sagði Selma á sínum tíma um samstarfið við Þorvald Bjarna. Þau hafa, eins og áður hefur komið fram, starfað mikið saman með góðum árangri. Þorvaldur Bjarni samdi til að mynda lagið Ifl Had Your Love sem Selma söng í Úkraínu á fimmtudaginn ásamt Vigni Snæ úr írafári og þá hafa leiðir Þorvaldar og Selmu einnig legið saman í Idolinu. Þau eru þess vegna nánir samstarfsfélagar sem hafa um við Universal því að lokum rift þar sem hann stóð ekki undir vænt- ingum. „Við fengum samning og það gekk mjög vel fyrstu sex mánuðina. Við gerðum myndband og kláruðum diskinn en eins og vill verða með flesta íslenska hstamenn sem komist hafa á samning erlendis þá vorum við ekki gefin út á réttum tíma og popp úreldist mjög snemma. Við vorum búin að bíða í eitt ár og þá riftum við samningnum því við sáum ekki ástæðu til að halda þessu alltaf haldið vinskapinn þrátt fyrir að viðurkenna að þau séu bæði svolidar frekjur. Þorvaldur hefur til að mynda viðurkennt í viðtölum að hafa stundum rifist við Selmu um hvernig lögin eigi að vera enda þykir hún stundum vera svolítil díva, svona eins og poppdrottningum sæmir. „Það er oft merki um það að maður sé farinn að þekkja mann- eskjuna vel, þegar maður treystir henni fýrir því að smárifrildi hafi ekki áhrif á vináttuna. Þá þorir mað- ur líka að vera miklu harðari, það er kannski ekki sanngjarnt en það er samt þannig," sagði Þorvaldur Bjami í viðtali árið 2000. „Það koma oft upp hlutir þar sem við erum ósammála og deilum. Við erum bæði mjög hörð og við höfum rekist á veggi, þá er yfirleitt fenginn þriðji aðih til þess að gefa sitt álit. Við höfum alltaf komist að niður- stöðu en stundum hefur það bara tekið svolítinn tíma. Við erum bæði þverhausar," sagði Selma við sama tækifæri en margir af þeim sem þekkja hana vel segja hana mjög ákveðna án þess þó að vera hrein- ræktaða frekju. Hún veit hvað hún vih og er ekki hrædd við að sækjast eftir því. Illa gekk í útlandinu Á aldamótaárinu 2000 kom önn- ur plata Selmu út en ekki gekk sem skyldi að koma tónlist hennar og Þorvaldar að í hinum stóra alþjóð- lega poppheimi. Nóg var af kven- kyns poppstjömum á borð við Brit- ney Spears, Kylie Minogue, Christ- inu Aguhera og Pink sem tröllriðu öhu um þetta leyti. Var samningn- áfram," sagði Selma í viðtali við DV árið 2002 þegar meikdraumurinn var úti. Þegar það var ljóst ákváðu hún og Rúnar Freyr að eignast barn og fæddist þeim sonurinn Gísli Björn í byrjun desember það árið. „Mér h'st óskaplega vel á það," sagði Selma í viðtali við DV skömmu áður en hún eignaðist soninn. „Þetta var aht planað og skipulagt þannig að ég er thbúin tíl að takast á við þetta. Mér hefúr eiginlega aldrei Uðið betur ef ég á að segja alveg eins og er. Ég hef aldrei verið frjórri og fékk Selma líka annað tækifæri tU að leggja heiminn að fótum sér. Hún var valin sem fuUtrúi íslands tU að syngja í Eurovision í ár og þótt það hafi ekki gengið sem skyldi komst hún klakklaust frá atriðinu og má vera stolt af framgöngu sinni. Selma hafði þó aUtaf varann á þótt flestir hér heima teldu það ömggt mál að hún færi áfram í úrshtakeppnina enda bar spám saman um það. „Það er gaman að vera spáð svona ofarlega. Það er náttúrulega skemmtUegra að fara út með byr undir vængjunum, frekar en að ahir veðji á að maður grúttapi. Þetta er samt yfirleitt mjög óáreiðanlegt, hefur mér fundist, þannig að ég tek ekki mjög mikið mark á þessu. Ég hef náttúrulega fylgst dálítíð með Eurovision síðustu árin og oft er lög- um spáð háum sætum sem komust svo ekkert hátt. Eins em lög sem vinna kannski sem var spáð sætum mjög neðarlega," sagði Selma fyrr í vikunni og í ljós kom að hún hafði hárrétt fyrir sér. Lögum sem spáð hafði verið ofarlega duttu út og lögin sem vom talin lökust komust sum hver áfram. Björt framtíð Ef tU vUl var það Selmu sjálfri fyr- ir bestu að komast ekki áfram í úr- slitakeppnina að þessu sinni. Álagið var mikið á henni að þessu sinni þar sem fjölmiðlafárið hafði aðeins auk- ist frá því síðast. Þar fyrir utan var hún að taka þátt í annað skipti í keppninni og ekki var það tU að minnka athyglina sem henni var sýnd. Með þátttöku sinni í Eurovision og tónleikahaldi úti í heimi þegar verið var að reyna að koma henni á ffamfæri á erlendri grundu hefur Selma fengið að kynn- ast hinum harða poppheimi. Þetta er eitthvað sem er ekki fyrir aha af hamingjusamari en á þessari með- göngu og þetta hefur opnað alger- lega nýjan heim fyrir mér. Fyrir mér er þetta skref í áttina að því að verða fuhorðin og mér fannst ég verða korfa þegar ég áttaði mig á því að ég væri að fara að eignast bam. Mér finnst ég hafa ótrúlega orku tU að takast á við aUa skapaða hluti. Ég mæU með þessu." Selma hafði á þessum tíma- punkti verið í sviðsljósinu á íslandi í nokkur ár en dró sig á þessum tíma- punkti aðeins frá því. Hún hefur þó áfram viðriðin dans, leUdist og söng því hún hefur m.a. haldið áfram að semja dansa, syngja inn á plötur og gegna aUs kyns störfum sem hafa meira verið á bak við tjöldin. Hún hefur t.d. verið Eurovisionförum síðustu ára innan handar hvað hreyfingar á sviðinu og dans varðar og það sama hefur hún gert fýrir keppendur í Idolinu á Stöð 2. Nýtt tækifæri Undanfarið hefur hins vegar meira farið að bera á Selmu í sviðs- ljósinu á nýjan leik. Hún hefur verið að taka þátt í leikritum og söngleikj- um og kom meðal annars að upp- setningunni á Rómeó og Júlíu fyrir skemmstu auk þess að syngja í Hár- inu síðasta sumar. Fyrir skemmstu Veglegar móttökur Selma fékk að vonum mikla athygli í kjölfarið á velgengninni 1999. Hér sést hún hlaðin blómum við komuna til landsins. lýsingum hennar að dæma. „Eg sá hvað maður þarf að vera ofboðslega tilbúinn fyrir svona. Það eru svo margir sem reyna að toga í þig og reyna að stjórna þér. Maður þarf að hafa mjög skýra sýn á það hvað maður ætlar að gera og hvem- ig, því allir em tilbúnir að segja þér hvemig þú átt að haga þér. Þetta fannst mér erfitt en ég náði ekki að kynnast neinum leiðinlegum hlið- um. Ég sá hins vegar hvað það er erfitt að koma sér áfram erlendis og þetta var mikið andlegt álag. Það em allir að reyna að græða og þú verður að halda þér á jörðinni og hafa þitt á hreinu. Ef ég geri þetta aftur verð ég ömgglega mun harðari og ég mun gera ýmislegt öðmvísi," sagði Selma um erlenda poppbransann í viðtali við DV á sínum tí'ma. Draumurinn um heimsfrægð hlýtur að teljast fyrir bí hjá Selmu þar sem ekki gekk betur en raun bar vitni í vikunni. Selma hefur þó að nægu að snúa héma heima. Hún er enn ein eftirsóttasta leik- og söngkona lands- ins og nú mun henni gefast tími til að sinna því sem hún hefur margsinnis sagt að henni þyki skemmtilegast. En það er að eyða góðum stundum heima hjá sér í faðmi fjölskyldunnar eða í góðra vina hópi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.