Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 27
DV Helgarblað LAUGARDACUR 21.MAÍ2005 27 I Síðustu jólin Kolbrún segir að HildurMaría hafi litið út fyrir að vera algjör- iega heilbrigð þegar hún fseddist en hún hafi byrjað að fá krampa þegar hún var aðeins nokkurra mán- aðagömul. að fá að tala við fdlk sem veit um hvað maður er að tala því ég held að foreldr- ar annarra bama geri sér ekki endilega grein fyrir því sem maður upplifir. Foreldramir sem við kynntust á spítal- anum hringdu strax í okkur og buðu okkur að koma inn í félagsskap for- eldra sem eiga böm með heilkennið og fæddust á svipuðum tíma. Við höldum ennþá hópinn og svo stendur Féiag áhugafólks um Downs- heilkenni einnig fyrir mörgu skemmti- legu enda er það frábært." Kveið skólagöngu Daníels Kolbrún og Bjöm em bæði uppalin á Seyðisfirði og fluttu aftur heim frá Reykjavík fýrir rúmu ári síðan. Hún segir þau hafa tekið þá ákvörðun í skyndi þegar hún hafi séð auglýst starf sem henni leist vel á. Hún náði þó að klára nám í bókasafns- og upplýsinga- fræði við Háskóla íslands en starfar nú hjá bæjarskrifstofunni á Seyðisfirði en Bjöm er véfsmiður. „Þetta er ein af þessum skyndiákvörðunum sem maður tekur í lífinu og heppnast vel," segir Kolbrún um flutninginn. Dam'el mun klára fýrsta árið í grunnskólanum og að Kolbrúnar sögn gengur honum mjög vel. Velgengin kom henni samt ekki á óvart enda var honum afar vel teláð af bæjarbúum og skólayfirvöldum. „Ég kveið alltaf skólagöngu hans og því finnst mér gott að vera á svona litlum stað. Hér er allt svo nálægt manni og maður þekkir skólastjórann í staðinn fýrir að vita kannski bara nafrúð hans." Eins og mörg böm með Downs- heilkenni hefur Darnel átt við málörðugleika að stríða en hann notar tákn með tali sem honum hefur tekist að tileinka sér auk þess sem hann seg- ir nokkur orð. Allt starfsfólk skólans var sent á námskeið í táknum með tali svo hann getur átt samskipti bæði við kennara og nemendur. „Þetta er allt að koma og hann er ósköp duglegur. Hann fékk strax stuðning á leikskólan- um hjá konu sem er leikskólasérkenn- ari sem flutti svo með honum í skól- ann. Ég var búin að gæla við þá hug- mynd en þorði ekki að ýta of mikið á það svo ég var mjög ánægð þegar mér var tilkynnt að hún myndi hjálpa hon- um áffam. í skólanum héma em þremur bekkjum kennt saman svo 30 nemendur hafa tvo kennara fyrir utan stuðningsaðila Dam'els. Þetta kerfi hentar honum mjög vel enda eins og það hafi verið hannað fýrir hann svo þetta gæti ekki verið betra. Dam'el hef- ur alltaf verið líkamlega hrausttrr og ég man að hann tók armbeygjur þegar hann var sjö mánaða. Hann er nú hraustur en hefur þó tekið lyf við vanvirkum skjaldkirtli sem er nokkuð algengt á meðal fólks með Downs- heilkennið en er ekkert sem hrjáir hann. Ég þakka styrk hans ungbama- sundinu sem ég fór með harm í þegar hann var fjögurra mánaða en þar blómstraði hann alvfeg og var farinn að ganga með eins árs og eins og hálfs árs var hann farinn að ganga einn og óstuddur." Kveinkar sér ekki Kolbrún segir að Dam'el eigi sína vini í bekknum þótt hann eigi kannski ekki einhvem einn besta vin. Bömin í hverfinu komi reglulega og spyrji um hann og hún segist þess viss að þau séu ekki með neina uppgerð, þeim þyki virkilega vænt um hann. Þrátt fyrir að hafa reynt margt og upplifað mikið leyfir Kolbrún sér aldrei að vorkenna sjálfri sér og hún hefur enga löngun að vita um vorkunn annarra. Hún var ekki nema 22 ára þegar Hildur María fæddist og þótt veikindi bamanna hljóti að hafa tekið sinn toll kveinkar hún sér ekki. „Hildur María var þriggja ára þegar Dam'el fæddist og þá tók við góður tfrni hjá henni. Hennar erfiðasti tími var fyrsta eina og hálfa árið en eftir það vomm við aðeins öðm hvom uppi á spítala en það er ekkert miðað við að þurfa að búa þar allan sólarhringinn. Ég var mest heima fýrst um sinn enda er lítið hægt að vinna þegar maður býr á spít- ala. Þegar maður hugsar til baka gerir maður sér kannski betur grein fýrir hversu erfitt þetta var, maður var alltaf á þönum en þetta var samt góður tími. Hildur var tveggja ára þegar hún byrj- aði í dagvistun á Lyngási og síðan fór hún í Safamýrarskóla og það létti mik- ið undir með okkur þó að maður hafi alltaf verið á þeytingi með Daníel til og frá sjúkraþjálfara og iðjuþjálfara en hann byrjaði svo á leikskóla eins og hálfs árs.“ Mikilvægt að fá andlega aðstoð Kolbrún segir að þótt afar fært fólk hafi starfað á bamadeildinni þá hafi engin andleg aðstoð boðist foreldrum á þeim tíma þegar Hildur María fædd- ist. Þegar hún var orðin tveggja ára var sjúkrahúsprestur hins vegar kominn á Landspítalann sem Kolbrún segir hafa hjálpað þeim mikið. „Ingileif Malm- berg hefur alveg bjargað andlegri heilsu okkar og hefur verið í sambandi við okkur í gegnum árin og er ennþá. Hún sá meðal annars um minningar- athöfnina þegar Hildur María lést og hafði eftirlit með okkur fýrsta árið á eftir." Sjónarhóll, ráðgjafamiðstöð fólks sem lætur sér hag langveikra og fatlaðra bama varða, var ekki til þegar þau vom að byrja en nú er ekkert eðli- legra en að fýrstu skref foreldra séu að leita til samtakanna til að fá að vita hvert þau eigi að snúa sér næst. Samstíga í erfiðleikunum Aðspurð segir hún þessa erfiðu reynslu hafa styrkt samband þeirra Björns og að þau standi sterkari fýrir vikið. „í rauninni þjappaði þetta okk- ur meira saman. An þess að ræða það sérstaklega urðum við samstíga í erf- iðleikunum og við lærðum fljótt að skipta með okkur verkum og svefni. Systir mín flutti líka í borgina og reyndist okkur vel og var meðal ann- ars stuðningsfjölskylda Hildar Maríu og tók hana í sex daga í mánuði auk þess sem vinafólk mömmu og pabba vom stuðningsfjölskylda Dam'els. Starfsfólkið á Barnadeild Hringsins hefur einnig reynst okkur afar vel sem og allir sem komu að Hildi Maríu á Lyngási og í Safamýrarskóla. Þetta er alveg einstakt fólk sem hefur helgað h'f sitt þessu. Enginn er eyland og við áttum líka vini sem hjálpuðu okkur mikið og bróðir hans Bjössa kynntist meira að segja konunni sinni á spítal- anum svo það var margt gott sem kom út úr þessu. Það er samt ekki spurning að svona lífsreynsla þroskar mann og líklega á þann hátt sem maður hefði annars ekki fengið að kynnast. Við höfum fengið að upplifa ótrúlega hluti sem breyta manni. Nú kvartar maður minna yfir ómerkileg- um hlutum eins og peningum og öðru veraldlegu. í dag veit ég hvað skiptir máh í h'finu og er það mikil- vægasta og dýrmætasta." indiana@dv.is I Tómarúm ífjöl- skyldunni Hildur María lést fyrir tveimurárum. Skýr og dug 1 legur strákur I Kolbrún og fjöl- I skylda eru I I nánu sambandi I viö foreldra ann- larra barna sem I eru með Downs- Iheilkenni.Hérer Danlel með I Örnu Dís og Gló- dlsi vinkonum sínum. Gaman í skólanum Eins og mörg börn með Downs-heilkenni hefur Danlel átt við málörðug- | leika að strlða en hann notar tákn með talisem honum hefur tekist að til- einka sér auk þess sem hann segir nokkur orð. Flottir fettgar Jg þakka styrk hans ungbarnasund- inu sem ég fór með hann I þegar hann var fjögurra mánaða en þar blómstraði hann alveg og var farinn að ganga með eins árs og eins og hálfs árs var hann farinn I að ganga einn og óstudd- I ur,“ segir Kolbrún. Daníel „Ég er ánægð \meðDaníeleinsog hann erogégheldað konur viti ekki alveg I hvað þær eru að gera | þegar þær fara íþessar rannsóknir. Þetta erað verða meira að hefð- bundinni skoðun og ég 'hetdað fólk geri sér ekki grein fyrir að það er ver- ið að leita að einhverju sérstöku. Mæðginin Kol- brún og Daníel á góðristundu. DV-myndir Úr einkasafni en myndirnar af allri fjölskyldunni og myndin af mædginunum voru teknar af Hreini Hreinssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.