Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21.MAI2005 Fréttir DV Alcan rekur fimm Trúnaðarráð starfs- manna álvers ISAL/Alcan í Straumsvík hefur samþykkt ályktun þar sem uppsögn- um fimm starfsmanna er mótmælt harðlega. í álykt- uninni kemur fram að um sé að ræða tilefnislausar uppsagnir starfsmanna með langan og farsælan starfsferil. Sá sem lengst hafði unnið hjá ISAL hafði verið þar í 30 ár. Það er sér- staklega gagnrýnt í ályktun- inni að starfsmönnunum hafi verið vísað fyrirvara- laust af vinnustað og engar ástæður gefnar þótt eftir þeim hafi verið leitað. Kennaraverk- fall bætir árs- reikning Ársreikningar Garða- bæjar fyrir árið 2004 voru samþykktir í bæjarstjórn nýverið. Fram kom að veltufé af rekstri hefði verið um 460 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 349 milljónum. í bók- un minnihluta bæjarstjórn- ar var bættri rekstrarniður- stöðu fagnað og bent á að sjö vikna kennaraverkfall vægi þarna þungt. Bæjar- stjóri bókaði að ársreikn- ingurinn endurspeglaði sterka stöðu sjóðsins og einnig að framkvæmdir á vegum bæjarins hefðu ver- ið innan fjárhagsáætlana. Óskiljanlegur ósigur í söng- keppni Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, galt af- hroð í söngkeppni gegn Björgólfi Jóhannssyni, for- stjóra Síldarverksmiðjunn- ar hf., í þættinum íslandi í bítið á fimmtudagsmorgun. Gísli söng lagið Fertugs- brag, sem er írskt lag en Gísli samdi sjálfur textann. Enda þótt Akurnesingum hafi þótt bæjarstjórinn sýna betri takta en forstjór- inn, kusu þó aðeins 26% áhorfenda Gísla. Gísli þykir lagviss mjög en ekki virtist það duga I þetta skiptið. Rauðarárstíg 20 á fimmta tímanum í gær vegna bruna í risíbúð. Mikinn reyk lagði upp úr þaki hússins og um nærliggjandi götur. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman og fylgdist með slökkvistörfum. „Við vorum á leiðinni út Jóhannsson, deildarstjóri hjá þegar við heyrðum smelli og dynki uppi á lofti. Konan mín bað mig um að athuga þetta því enginn átti að vera þarna því eigandinn notar þetta bara sem geymslu. Það var eins og verið væri að kasta stólum til og frá," segir Rafn Bjarnason íbúi á Rauðarárstíg 20. Stuttu síðar bankaði slökkviliðið uppá hjá þeim og bað þau um að yfirgefa húsið tafarlaust þar sem kviknað væri í. Fékk sjokk „Ég fékk algjört sjokk og hljóp bara í næsta galla og út,“ segir eiginkona Rafns, Svan- hildur Jónsdóttir. Rafn og Svanhildur, sem búa beint fyr- ir neðan risíbúðina þar sem eldurinn kom upp, komu heim á fimmtudag eftir þriggja vikna dvöl á Spáni og ljóst er að þau þurfa að fara aftur af heimili sínu. Þau voru ekki viss um hvar þau myndu eyða nóttinni en þau eiga góða vini og vandamenn sem þau geta leit- að til. „Ég er bara fegnust því að þetta gerðist ekki að nóttu til, því þá er ekkert víst að mað- ur hefði vaknað," segir Svan- hildur. Þegar blaðamaður ræddi við hjónin var ekki enn orðið ljóst hvort, og þá hve, miklar skemmdir hefðu orðið á íbúð þeirra. Aðstæður erfiðar Tilkynning um eld I risíbúð- inni kom frá vegfarendum kl. 16.36, aðeins nokkrum mínút- um áður en Rafn og Svanhildur urðu vör við lætin. Mikinn reyk lagði upp úr þaki hússins og eldtungur sáust teygja sig út um þakglugga. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kaUað á stað- inn og þurfti að kalla út auka- mannskap til að manna slökkvistöðvarnar. Jón Friðrik slökkviliðinu, sagði að ekki væri óttast um að fólk væri fast inni í húsinu, en þó væru reykkafarar að leita af sér allan grun. „Aðstæður fyrir reykkaf- ara voru mjög slæmar í upp- hafi, mikill reykur og hiti. Eftir að við náðum að opna þak- gluggana varð þetta þolan- legra," sagði Jón Friðrik. íbúðir við hliðina voru tæmdar til að gæta fyllsta öryggis, en slökkvi- liðið taldi fólk þó ekki í hættu og sagðist hafa tök á eldinum. Eldsupptök eru ókunn. „Ég er bara fegn- ust að þetta gerð- ist ekki að nóttu til því þá er ekkert víst að maður hefði vaknað“ Eigandinn vissi ekki um brunann Eigandi risíbúðarinnar, Ágúst Heiðar Sigurðsson, hafði ekki heyrt af brunanum þegar blaðamaður DV náði í hann klukkan 18.00, tæpum einum og hálfum tíma eftir að slökkvilið kom á staðinn. Hann var mjög hissa á að lögregl- an hefði ekki enn verið búin að láta hann vita. Hann staðfesti að eng- inn hefði verið í íbúðinni, hún væri eingöngu notuð sem geymsla. Ljóst er að þetta er mikil áfall fyrir Ágúst þar sem öll hans búslóð var geymd í risinu. johann@dv.is Rannsakað hvort þrjár stúlkur séu fórnarlömb mansals Lögreglan með sólarhringsvakt yfir kínverskum stúlkum Kínversku stúlkurnar þrjár sem komu hingað til lands í byrjun vik- unnar eru í stöðugri gæslu lögreglu á gistiheimili í Keflavík. Meintur fylgdarmaður gistir fangageymslur á Skólavörðustígnum meðan fimmta aðilanum, ungum manni, er haldið aðskildum ffá stúlkunum þremur á gistiheimilinu. ,Ætli þeim líði ekki bara vel hérna,“ segir Svala Sveinsdóttir, eig- andi B&B Guesthouse í Keflavlk. Hún segist lífið skipta sér af gestun- um sem eru í stöðugri gæslu lögregl- unnar. „Því minna sem maður veit, því betra,“ segir hún. Jóhann Benediktsson, sýslumað- ur á Keflavíkurflugvelli, segir málið í rannsókn en nú sé unnið „undir" yf- irborðinu. „Meðan rannsóknin er í gangi erum við með vakt yfir stúlk- unum á gistiheimilinu. Stráknum sem var með þeim er haldið í öðrum enda gistiheimilisins, aðskildum frá hinum, vegna rannsóknarhags- rnuna." Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug- „Þaö liggur alltafmikiö á/segir Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grenivík.„Maö- urætlar alltafaö gera meira en maöur kemstyfir. Erí140 prósent vinnu og þarflíka að sinna fjölskyldu og áhugamálum. Til dæmis um helgina ætlar saumaklúbburinn sem égeriá Snæfellsnes. Svo liggur á aö geta opnaö sundlauging hér á Grenivík. Þaö er verk númer eitt. Erum aö byggja búningsklefa.Ætluðum að vera búin að opna en það tókst ekki. Opnum vonandiekkisíöar en lO.júii." B&B Guesthouse Lögreglumaöur gætir Klnverja I Keflavlk. velli komst á snoðir um málið þegar hópurinn millilenti hér með ólögleg vegabréf. Kínversku stúlkurnar segj- ast í dag vera undir átján ára aldri en ekki er útilokað að það sé leið þeirra til að forðast ákæru vegna skjalafals. DV hefur heimildir fyrir því að rann- sókn lögreglunnar beinist einnig að þeim þætti málsins. simon@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.