Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 21.MAÍ2005 Menning DV Oddný Eir Ævarsdóttir Forfallinn safn- ari ýmissa hluta og áhugamanneskja um brúðuleikhús og katakombur, aödáandi Chaplins, Derrida, Milans Kundera og Hönnuh Arendt. DV-mynd Teitur Fimm sýni úr lífi safnara Um þessar mundir standa yfír safnaradagar í Gerðubergi. Vin- sældir sýninga á einkasöfnum úr fórum almennings vakti mikla at- hygli í fyrra en i ár er úrvalið fjöl- breyttara. I tengslum við sýnlng- una eru ýmsar uppákomur: Oddný Eir Ævarsdóttir, heimspek- ingur og mannfræðingur mun fíytja fyrirlestur á morgun i Gerðu- bergi kl. 15 sem hún nefnir Þrá, innhvörf, endurnýjun, losti og dauði: Fimm sýni úr lífi safnara. I fyrirlestri sínum leitast Oddný að greina söfnun i Ijósi listsköpunar. Hún rannsakar mun á þrá til að lifa i safnheimi og þrá til að búa til listheim. Hún telur að þær eigi það sameiginlegt að lýsa lostatengsl- um við heiminn, sem sífellt þarfað endurnýja. Takistþað ekki verði þráin að þráhyggju og leiði til innri dauða. Þessar liku þrár verða þvi ekki lagðar að jöfnu. Oddný sendi frá sér safn hugleið- inga í fyrra sem kenndar voru við kryppuna. Hún hefur í vor staðið fyrir sýningum í New York ásamt bróður sínum Ugga, en þau reka handtöskufyrirtækið Apaflösu. Hefur það staðið fyrir sýninga- haldi í New York, Guðrún móðir þeirra reið á vaðið en önnur var Hrafnhildur Arnardóttir. I vændum eru sýningar Roni Horn, Margrétar H. Blöndal, Katrínar Sigurðardótt- ur, Unu Dóru Copley og Huldu Stefánsdóttur. Sýningarsalur þeirra Ævarsbarna, Dandruffs Place, er tilhúsa við 500 Driggs Avenue, Apt. 404 i Brooklyn. Um aktívitet Apaflösu má lesa á: www.apaflasa.org. Godzilla Klukkan 16 að loknum fyrirlestri Oddnýjar verður gestum boðiðíbíó en sýnd verður myndin Godzilla, Mothra, King Ghidorah: Giant monsters all out attack (2001). Leikstjóri er Shusu- ke Kaneko. Hið fræga japanska skrimsli átti 50 ára afmæli á sið- asta ári en á sýningunni Stefnu- mót við safnara II má sjá brot úr safni Ómars Arnar Haukssonar sem safnar japönskum smáfígúr- um og risaófreskjum. Spunninn norrænn djass Á sunnudagskvöld hljómar nor- rænn djass í Norræna húsinu. Þá heldur djasssveitin Nordic Kollektív tónleika í Norræna húsinu og hefj- ast þeir kl. 20. Tónleikamir eru hlutí af tónleikaferð þeirra félaga um Skandinavíu og Holland. Tónlistarmennimir sem skipa Nordic Kollektív eru allir þekktir fyrir tónlist sína á alþjóðlegum grundvelii og leika jöfhum höndum með eigin hljómsveitum og tónlist- armönnum víða um heim. Þeir hafa m.a. leikið með Trygve Seim, Ron Mclure, Chick Corea, Bobby Hug- hes, Jimmy Knepper, Raoul Björkenheim og mörgum öðrum. Þá eru þeir ekki minna þekktír hver í sínu heimalandi en þar hafa þeir skapað sér gott rygtí með staifi á ólíkum vettvangi. Þannig er alla- vega með okkar mann í bandinu, Kjartan Valdimars- son pí- anista sem hefur marga nótuna slegið við ýmis tæki- færi. Meðlimir hópsins eru Esa Pietilá sem leikur á saxófón, KjartanValde- marsson á píanó, Markku Ounask- ari á trommur, Mathias Eicke á trompet og Uffe Krokfors á bassa. Tónlistin sem Nordic Kollektív þyk- ir hafa sterkan, norrænan blæ og byggir á verkum allra meðlima sveitarinnar og sameiginlegum spuna. í næstu viku hefst Reykjavik Shorts & Docs-hátíðin sem verður að þessu sinni haldin í Tjarnarbíói við Tjarnargötu. Það er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin en þar gefst kostur á að sjá úrval stutt- og heimildamynda, bæði frá íslandi, Norð- urlöndunum og víðar að. Gamla íshúsið við Tjörnina hefur margt reynt eins og hitt ishúsið andspænis því sem | seinna hýsti Glaumbæ. Þessi gömlu íshús setja sinn svip á umhverfi tjarnarinnar og haf, yfir sér sígildan stíl og þokka. fíeykjavik Slwrls & fím vil Ijíim Það var heldur dauft yfir hátíða- haldi í borginni þegar ráðist var í að halda hátíðina í fyrsta sinn. Kvik- myndahátíðin í Reykjavík var komin í þrot og dreifingaraðilar efndu ein- ungis stopult til sýninga á myndum sem féllu utan við almenna efiiisval kvikmyndahúsanna. Upphafið má rekja til samtaka fiamleiðenda heimildamynda sem hafa á sfnum vegum samtök á nor- rænum grundvelli. Filmkontakt Nord rekur dreifingarskrifstofu í Kaup- mannahöfn sem heldur úti kynning- arstarfi á kvikmyndahátíðum og gagnabanka um norrænar stutt- og heimildamyndir. Stofnunin er einn þeirra aðila sem halda úti fimm- borgahátíðinni, Nordisk Panorama, sem hér var haldin í haust við gríðar- góðar undirtektir. Hún fer á milli landa og til að tryggja kynningu á þeim heimildamyndum sem helstar þykja ár hvert er útbúinn pakki sem fer í dreifingu á hinum Norður- löndunum. Ný heimkynni -Tjarnarbíó Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í Norræna húsinu en hefiír síðan átt skjól í Regnboganum eða Háskóla- bíói. Þar til í ár. Hvorugt húsanna treysti sér til að hýsa hátíðina og var forrystumönnum hennar tilkynnt það með litlum fyrirvara. Var þá grip- ið til þess ráðs að fá Tjamarbíó lánað hjá menntamálanefnd Reykjavíkur en Sjálfstæðu leikhúsin hafa haft hús- ið til nota um árabil. Tjamarbíó var á árunum frá 1948 til 1960 eitt stærsta kvikmyndahús bæjarins. Það var reist sem íshús á þeim tíma þegar ís var sóttur á Tjöm- ina til að ísa fisk og var þekkt sem Norðdalsíshús. Við stríðslokin keypti Háskólinn húsið og tók til við að reka þar kvikmyndahús sem var forveri Háskólabíós. Var húsið þá innréttað og tók 350 gesti í sæti. Fyrsta myndin sem þar var frumsýnd var Hamlet með Lawrence Olivier í aðalhlutverki og var það fyrsta myndin sem var textuð hér á landi eftir tíma þöglu myndanna. Hana sá 40 þúsund gestir sem var sögulegt hámark á þeim tíma. Fjalakötturinn Þegar Háskólabíó var risið 1961 var húsið selt Reykjavíkurborg. Um tíma stóð til að rífa það og nálæg hús. Átti að rísa þar æskulýðshöll. Fallið var frá þeim áætlunum en Æskulýðs- ráð hafði húsið til umráða um langt skeið. Þar störfuðu frjálsir leikhópar og er Gríma þeirra þekktust. Af og til var það notað til kvikmyndasýninga, einkum íslenskra framleiðenda. Þar settist síðan Kvikmyndaklúbbur framhaldsskólanna að undir stjóm Friðriks Þórs og breyttíst á áttunda áratugnum í Fjalaköttinn. Aftur kvikmyndahús Húsið var síðan leigt til Háskólans og þegar borgin tók við því vom gerð- ar á því gagngerar endurbætur. Það tekur nú 250 áhorfendur í sæti. Tak- mörkuð nýting sjálfstæðu leik- hópanna á húsinu síðustu misseri eft- ir og að þeir fara ffekar með sýningar sínar í Borgarleikhús, Austurbæjar- bíó, Gamla Bíó og Loftkastalann vek- ur þá spumingu hvort hússins bíði enn nýtt hlutverk og þá sem kvik- myndahúss. Kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst á miðvikudag og stendur ffam á sunnudag. Vefúr hennar er shortsdocs.info. Þá verða sýningar lika í Hellusundi í kvik- myndahúsi Vilhjálms Knudsen. Tónlistarhátíð íTíbrá Þeir félagar Kristinn Sigmunds- son og Jónas Ingimimdarson buðu upp á nýja efnisskrá sem þeir munu brátt flytja á tónleikaferð um Norð- urlönd. Fyrir hlé fluttu þeir nokkur af gömlu fslensku sönglögunum. Meðal þeirra var Kveld eftír Bjama Böðvarsson, eitthvert besta lag á ís- landi. En það var ekld sérlega vel sungið. Það hljómaði of rútínulega. Lög Sigfúsar Einarssonar voru hins vegar lífi gædd. Og viti menn! Var ekki leið- inlegasta lag íj heimi, Sprett- ur eftir Svein- bjöm I yndni |,eirra félaga og dellumarkari flæddi yfír alla bakka og þaö var engu lika en þarna væru Litli og Stóri að sprella. DV mynd GVA Sveinbjömsson, bara þannig flutt að það var ekki aðeins þolanlegt heldur beinlínis athyglisvert. Bikarinn eftír Eyþór Stefánsson var of tilfinningalega fylltur í flutn- ingum en tvö lög eftir Jón Leifs vom einstaklega vel flutt. Fjögur lög eftír Schubert komu all vel ÚL Kvöldlokkan fræga var skilmerklega sungin en skortí alla töfra. Hið sama er að segja um Bréfadúfuna. Þeim félögum tókst aftur á mótí að gæða lífi lögin Aufenthalt og hiö fræga Der Wanderer við ljóð eftír Schmidt frá Lýbekku. Eftir hlé Hátíðartónleikar Krist- ins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundar- heyrðust sönglög frá okkar tíð. Og þau vom flest miklu betri en gömlu íslensku lögin fyrir hlé. Ekki síst hið frábæra lag Ég er brott frá þér bemska eftír Gtmnar Reyni Sveins- son og hið magnþragna Lauffall eft- ir Hjálmar H. Ragnarsson. 011 vom íslensku lögin prýðilega sungin og leikin og var ekki laust viö að heyranlegt væri hvað flytjendun- um fyndist þau vera flottari músik en gamla jukldð. Tvær ópemaríur komu svo loks eins og skrattinn úr sauðaleggnum á efnisskránni. Eitt fór verulega í hinar traustu taugar gagnrýnandans. Það var þessi eilífi nómalestur Krístins. Get- ur söngvari sem kann utanað heilu óperuhlutverkin á útíendum mál- um ekki sungið þessa íslensku smá- muni utanbókar líka? Þegar aukalögin byxjuðu breytt- ist kvöldið í fyrsta flokks kabarett. Fyndni þeirra félaga og dellumark- arí flæddi yfir alla bakka og það var engu líka en þama væm Litli og Stóri að sprella. Ætli þeir ærslist lfka sonar. Efnisskrá: íslensk sönglög og aríur eftir Beethoven og Wagner. Salurinn 13.maí. Tónlist svona á tónleikunum á Norður- löndunum? Er þetta ekki bara eitt- hvað nervösitet? Að lokum er ekki hægt annað en lofa og prísa þennan einstæða Sal í Kópavogi og 'þá starfsemi sem þar fer fram. Salurum er eins og lifandi manneskja. Hljómburðurinn er hvergi alveg eins þar sem setíð er og hann breytist eftír tónleikum. Hann er alltaf nýr og ferskur. Húsandinn er líka einstaklega vinalegur og hlý- legur en samt menningarlegur með afbrígðum. Menning er ekki eitthvað sem er voða ffnt og virðulegt. Menning er það sem er einstaklega blátt áfram og satt. SiguiömÞói GuÖjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.