Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 21.MAÍ2005 23 an pening, eyddi aldrei neinu á sumrin og hýran dugði manni vet- urinn eftir í skólanum," bendir hann á og segir að skólafélagarnir hafi almennt ekki þénað svona vel. Steig á of margar tær svo undan sveið Eftir menntó kom ekkert annað til greina en lögfræðin en Sveinn Andri segir að það hafi fyrst og fremst verið genetisk ákvörðun sem tekin hafi verið án umhugsun- ar. Þar var sama félagsmálastússið á honum en Sveinn Andri var Vökumaður og sat í stúdentaráði. Síðar varð hann formaður ráðsins og fór að láta til sín taka í pólitík- inni. Framinn þar blasti við hon- um. Ungur maður sem ekki fór alltaf troðnar slóðir og lét til sín taka. Um tíma ein helsta vonar- stjarna Sjálfstæðisflokksins. En margt fer öðruvísi en ætíað er og það átti ekki fyrir Sveini Andra að liggja að vinna sig til áhrifa þar. ,Ætli ég hafi ekki stigið á of margar tær á þeirri leið. Mönnum finnst það ekki þægilegt og vilja þannig fólk í burtu áður en þeir meiða sig illilega," segir lögmaður- inn og brosir út í annað. Hann ját- ar að það hafi verið vonbrigði að tapa illilega í prófkjörsbaráttu 1994 eftir að hafa setið í fjögur ár í borg- arstjórn fyrir flokkinn. „Það er nú annað hvort. Hver vill tapa? En ég jafnaði mig fljótt og sneri mér að öðru. í eðli mínu er ég hreinn og beinn, segi mína meiningu og geng beint til verks. Það finnst sumum óþægilegt," segir hann og svarar í gemsann í tíunda skiptið á tæpri klukkustund. „Ég er upptekinn, má ég ekki hringja á eftir?" Kveður og hverfur átta ár aftur í tímann. Hefur ekki efni á að vera í stjórnmálum „Þegar ljóst var að ég hafði tap- að mjög illa og veru minni í borg- arstjórn var lokið þýddi ekki að leggjast í vorkunn. Það var nóg framundan og ég fór að vinna á lögmannsstofu Asgeirs Thorodd- sen en þangað keypti ég mig síðar inn og við stofnuðum meðal ann- ars Intrum. Það var nóg að starfa og ég var fljótur að koma mér í annan gír. Eg sakna ekki stjórn- málanna nú. Ég hefði heldur ekki efni á að vera í pólitík en það er bæði mikil vinna og illa borguð," segir hann og hlær. Bætír síðan við að oft hafi eigi að síður verið gam- an að vinna að þeim málum sem hann hafði á sinni könnu. Mogginn mótaði skoðanir við eídhúsborðið Pólitískar skoðanir Sveins Andra mótuðust við eldhúsborðið heima. Morgunblaðið var sá áhrifavaldur. „Pabbi var sam- vinnumaður og Elín stjúpa mín var krati eins og allt hennar fólk. Það hefur augljóslega ekki mótað mín- ar skoðanir. Ég var ekki hár í loft- inu þegar ég beið Moggans með óþreyju og sat síðan og las hann spjaldanna á milli. Tíminn var einnig keypmr en hann höfðaði ekki til mín. Forvitnin var að drepa mig og ég þurfti allt að vita. Drakk í mig fréttir og annað efni,“ rifjar hann upp og bendir á að kannski hafi Styrmir Gunnarsson, sem mægður var inn í fjölskyldu Elínar, haft eitthvað með það að gera. „Pólitísk vitund jókst síðan þegar ég var kominn í MR og var að fullu útsprungin í Háskólanum og vita- skuld vinnunni á Morgunblaðinu," bætir hann hlæjandi við. Talar hollensku við burðardýr Undanfarin ár hefur Sveinn Andri rekið eigin stofu ásamt fleiri lögmönnum og hefur haft nóg fyrir stafni. Hann hefur tekið að sér mál sem vakið hafa mikla athygli og er þar skemmst að minnast líkfundar- málsins sem vakti gífurlega athygli. Þá leita fíkniefnainnflytjendur mik- ið til hans og að sama skapi hefur verið fylgst náið með þeim. Hann staðhæfir að ekki neitt eitt valdi því. Það hafi aðeins atvikast þannig. „Það skýtur hálfskökku við, því í lögfræðinni hafði ég ekki mik- inn áhuga á refisrétti og það var lakasta fagið mitt í lagadeildinni. Ég ætíaði mér alls ekki að taka þessi mál að mér fram yfir önnur. En eitt leiðir af öðru og mikið af þessum fíkniefiium er flutt inn frá Hollandi. Það hefur aukist að fengin séu burðardýr þaðan til að flytja eitur- lyfin inn í landið og þá er kallað á mig vegna kunnáttu minnar í hol- lensku," segir Sveinn Andri og út- skýrir að hann hafi verið í námi í landinu og lært tungumálið. Fór ekki í nám til að slugsa Það er sjaldgæft að menn nái að læra hollenskuna þrátt fyrir nám þar en Sveinn Andri fór til Hollands eftir menntaskóla ákveðinn í að ein- beita sér að því að læra málið vel. „Ég var í fullu námi og gaf ekkert eft- ir. Bað vini mína að tala við mig á hollensku, leiðrétta mig ef ég talaði rangt og horfði mikið á sjónvarp. Eg var ekki þarna til að slugsa en það er mjög auðvelt að koma heim eftir nám í Hollandi án þess að tala tungumálið. Þeir eru svo miklir málamenn og eru ekki í vanda með að bregða fyrir sig enskunni og flestir tala hana mjög vel," útskýrir hann. Enda sýndi hann þegar hann kom til baka að í þeim efnum var hann ekki spor- göngumaður annarra fremur en svo oft áður. „Það hefur oft komið sér vel í lögmannsstarfinu," segir hann og bregður hlæjandi fyrir sig nokkrum setningum á málinu með ekta kroghljóði sem oft reynist mönnum erfitt að ná tökum á. Dómstóll götunnar virkur Sveinn Andri hefur ekki aðeins staðið í réttarsalnum og varið fíkniefnasala. Mál sem í hugum manna eru mikil réttíætismál hef- ur hann tekið að sér og farið fram af hörku, ákveðinn í að sýna fram á sakleysi skjólstæðingsins. Þannig var með mál dagföðurins í Kópa- vogi sem ákærður var fyrir að hrista barn sem hann gætti til dauða. „Það var eitt þessara „high profile“-mála sem almenningur fylgdist með og tók afstöðu til. Það er nefnilega þannig að hér á landi eins og víða eru tveir dómstól- ar. Hinn eiginlegi dómstóll sem kveður upp úrskurð byggðan á þeim gögnum sem liggja fyrir og menn verða að hlýta. Og svo er það dómstóll götunnar. Sá dómur sem kveðinn er þar upp skiptir miklu máli, á annan hátt þó. Það leyndi sér ekki að þar var maðurinn sýkn- aður og ég fann að fólk vildi réttlæti. Það kom því ekkert annað til greina en fara með það alla leið," útskýrir Sveinn Andri en mannréttinda- dómstóllinn í Strassburg úrskurð- aði fyrir skömmu að íslenska rikið skyldi taka málið til skoðunar. í því felst sú viðurkenning að dómsmeðferð hafi verið ábótavant. Sveinn Andri bendir einnig á að maðurinn hafi haldið stíft fram sak- leysi sínu auk þess sem gögn sýndu fram á að að öllum lfldndum hefði barnið látist af öðrum völdum. Gamall blaðamaður sem kann á fjölmiðlaO Sveinn Andri er einn þeirra lög- manna sem eru í góðu sambandi við fjölmiðla. Hann kann að nýta sér þá og gerir það óspart, blaða- mönnum til hinnar mestu ánægju. Hann segir að lfldega sé það hans eigin reynsla sem ráði þar nokkru um en Sveinn Andri var blaðamað- ur á Morgunblaðinu í mörg ár á meðan hann stundaði nám í laga- deildinni. „Það er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að oftast er mun betra að ræða af hreinskilni við blaðamenn. Þeir, eins og al- menningur, eiga rétt á að vita gang mála og ég veit ekki hvers vegna ég ætti að vera í feluleik. Ég hef aldrei skilið þegar kollegar mínir tala um að blaðamenn séu á eftir þeim og það sé enginn friður! Þeir eru að vinna sín störf við að upplýsa al- menning um gang mála og það er algjörlega út í hött að vera með einhvern feluleik enda engum til góða," segir hann ákafur og hristir höfuðið. Sveinn Andri minnist áranna í blaðamennskunni með ánægju. Hann þekkir þá tilfinningu að skúbba og það kikk sem menn fá þegar mikið er að gerast og stór- viðburðir verða. „Ég var í innlend- um fréttum öll árin og fékk að koma víða við. Þar lærði ég það grundvallaratriði að greina hismið frá kjarnanum en það hefur komið sér afskaplega vel í lögmannsstarf- inu. Blaðmennskan vflckar lflca sjóndeildarhringinn og gerir mann hæfari til að takast á við lífið. Ég bý að því að hafa unnið með færu fólki sem var mjög faglegt í sínum störfum og af því lærði ég vinnu- brögðin," segir hann og fer á dálít- ið flug þegar hann talar um þetta gamla starf sitt. Viðhorfin breyttust Sveinn Andri játar að lög- mennskan sé ekki síður skemmti- leg. Að fá sakborning sýknaðan sé alveg sérstök tilfinning. „Það er lflca ótrúlega gaman að verða vitni að því þegar menn taka sig á og breyta lífi sínu eftir að þeir koma úr fangelsi. En í kringum þetta er líka mikill harmur. Foreldrar, börn og makar sem vita ekki sitt rjúk- andi ráð og ganga í gegnum þetta erfiða ferli. Lögmenn eru milliliðir og eru því oft í miklu sambandi við aðstandendur. Það reynir á. Oft eru menn djúpt sokknir í neyslu og það er öllum erfitt. En þegar maður kynnist þessum mönnum sem hefur orðið á og far- ið út af brautinni reynast þeir flest- ir prýðismenn. Þannig hafa viðhorf mín breyst mjög á þessum árum en í hugum margra eru þeir sem halda sér ekki innan ramma lag- anna óforbetranlegir glæpamenn og eiga ekki neitt gott skilið. Það lýsir mikilli skammsýni og van- þekkingu að hugsa þannig," segir Sveinn alvarlega. Vinátta við sakborninga Hann játar að löng og náin sam- skipti við sakborninga leiði stund- um til vináttu þegar fram líði stundir. „Ég á nokkra ágæta kunn- ingja og vini úr hópi fyrrverandi af- brotamanna. Og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst mörgum þess- ara manna en einn eða tveir hafa skírt börnin sín eftir mér. Fátt gefur meira en að verða vitni að því að menn ná sér á strik og vita að maður hafi kannski átt einhvern þátt í þeirri umbreytingu. Menn sem lenda í afbrotum eru jafn fjölbreytilegir og aðrir; í hópi kollega minna í lögmannastétt er alveg hægt að finna jafn miklar eða meiri mannleysur og skíthæla en meðal skjólstæðinga minna," segir Sveinn Andri ákveðinn. En veit hann hvort menn eru sekir eða saklausir þegar hann fer með mál þeirra fyrir dóm? Jú, reynslan hefur kennt honum hvenær menn segja satt eða ósatt. Hann bendir á að oftast neiti menn í byrjun. Sumir eigi erfitt með að viðurkenna að bullið sem þeir beri á borð sé tóm steypa. „Þetta tekur ákveðinn tíma. Það er mannlegt að verja sig og menn halda í lygina. Smátt og smátt létta þeir á samviskunni og undantekn- ingarlaust líður þeim miklu betur á eftir. Þeim léttir. Aðrir halda út yfir gröf og dauða í sögu sem þeir hafa bruggað en oftast nær sér maður í gegnum það. Enn aðrir segja lög- manni sínum ýmislegt sem þeir segja ekki lögreglunni og þá er ekki annað en týna það til sem getur orðið þeim til málsbóta en við höldum að sjálfsögðu trúnað við skjólstæðinga okkar," útskýrir Sveinn Andri áður en hann svarar einu sinni enn í farsímann og lofar að koma fljótlega. Það er farið að líða að kvöldi. Heima bíða börnin fjögur, kona og hundur. Hvort íiann getur gengið með tfldna í friði eftir Ægisíðunni eða kysst börnin góða nótt er hann ekki viss um. Það gæti einhver sem ætlar að græða komið með kvöld- vélinni frá Amsterdam úttroðinn af kókaíni. Þá verður Sveinn Andri hugsanlega að bregðast við. En öllu líklegra er að hann fái frið þetta fimmtudagskvöld á heimili sínu í Vesturbænum. En það er ekkert gefið í þessu starfi. Því hefur hann kynnst. bergljot@dv.is „Það er líka ótrúlega gaman að verða vitni að þvíþegar menn taka sig á og breyta lífi sínu eftir að þeir koma úr fangelsi. En í kringum þetta er líka mikill harmur. Foreldrar, börn og makar sem vita ekki sitt rjúkandi ráð og ganga í gegnum þetta erfiða ferli. Lögmaðurinn sem glæpamennirnir treysta Hann átti síst von á aö lögmennska h ans astti eftir að felast í að verja glæpa- menn. Sú varð raunin og hann er meira en sáttur við hvernig mál hafa þróast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.