Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 21.MAÍ2005 Helgarblað DV Díana dregilHnn Díönudúkkan misheppnuð Breskur almenningur gaf háar fjárhæðir til minningar og til að halda áfram góðgerða- starfsemi Díönu prinsessu en nú, átta árum eftir dauða hennar, sætir minningarsjóð- urinn harðri gagnrýni fyrir að hafa eytt milljónum punda í vitleysu. Aðaldeitúefnið snýst um dúkku sem gerð var f eftir- mynd prinsessunnar. Dúkkan leiddi hins vegar til deilumála í Bandaríkjunum svo sjóðurinn varð að eyða hundruð- um punda ( málskostnað. „Það er sorg- legt til þess að hugsa að prinsessan tengist einhverju sem telst misheppnað," segir talsmaður sjóðsins. Of veikurtil hátíðahalda Haraldur Noregskonungur var of veikburða til að fagna þjóðhátíðardeg- inum með fjölskyldunni. Þjóðhátíðardagur Nor- egs er 17.maí en Harald- ur mætti ekki á svalir hall- arinnar líkt og hefðin gerir ráð fýrir. Þetta er f fýrsta skiptið í 35 ár sem konung- ur landsins hefur misst af skrúð- göngu barn- anna en Hákon krónprins tók við skyldum föður síns. Hinn 68 ára konungur er að jafna sig eftir tvær hjarta- aðgerðir. Þrátt fýrir að vera út- skrifaður af sjúkrahúsinu er hann undir vökulu eftirliti lækna. Bílalest konungs- fjölskyld- unnar tafði slorska lögreglan hefur sætt harðri gagnrýni síðan hún stöðvaði sjúkrabíl svo bílalest konungsfjöl- skyldunnar auk japönsku keisarafjöl- skyldunnar gæti ekið áfram óáreitt. Sjúkrabíllinn var að svara útkalli þar sem barn hafði fallið af kletti.Til allrar lukku var U barnið ekki alvarlega slasað en sjúkrabíllinn tafðist f meira en tvær mínútur vegna atviksins. Akihito keisari og Michiko keisaraynja, Sonja drottning og Hákon krón- prins voru að koma til baka úr heimsókn á meðferðarheimili þegar atvikið átti sér stað. Albert krýndur i juli Albert prinsí Mónakó verður krýndur fursti rík- isins þann 12.júlí næstkomandi en dagurinn verður héðan f frá launað- ur frfdagur. Sorgartfmanum, sem fjölskyldan tekur til að syrgja Rainier fursta, verður þá nýlokið. Rainier lést 6. aprfl, þá 81 árs að aldri, en hann hafði ríkt yfir smárfkinu síðan 1949. Albert, sem er 47 ára, tók tafarlaust við stjórnartaumunum en fær ekkl krúnuna fýrr en 12.júlí. Hátíðahöld munu verða á götum úti og er ætl- ast til að allir (búar Mónakós taki þátt (skemmtuninni. Masako á :batavegi Talsmaður japönsku krón- prinsessunnar segir Masako vera hægt og rólega að jafna sig eftír veikindin. Masako dró sig til baka frá opinberum skyldum sfnum fýrir um 18 mánuðum til að jafna sig af þunglyndi sem virtist vera til komið vegna álagsins sem fýlgdi krúnunni. „Krónprinsessan virðist vera á bata- , vegi," sagði talsmaðurinn. Prinsess- an hefur verið meira áberandi síð- ustu tvær vikurnar og mætti meðal annars f fimmtugsafmæli Barna- deildar Sameinuðu þjóðanna (Jap- an f byrjun mánaðarins. Notuð í raun- .veruleikaþátt Mary krónprinsessa Dana hefur hvergi slakað á f opinberum skyld- um sfnum þrátt fýrir nýlegar fréttir þess efnis að hún beri barn undir belti. Ástralir hafa tekið upp raun- veruleikaþátt byggðan á prinsess- unni. Framleiðendur eru nú I leit að venjulegum stúlkum sem þeir vilja breyta í al- vöru prinsessur undir stjórn fyrrum bryta Dfönu prinsessu, Paul Burrell.Stelpunum yerður kennt hvernig þær eiga að bera sig,tala og gangaeinsog f t prinsessum sæmir. Harry prins hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Tekið var á móti honum í Sandhurst-herskólann með mikilli viðhöfn en eftir stutta athöfn var hon- um kastað í djúpu laugina. Vitni sögðu prinsinn greinilega ekki í góðu líkamlegu formi og á Harry á hættu að detta úr náminu nema hann taki sig á. „Karl hefur loksins gert sér grein fyrir hversu yfir sig hrif- inn Harry er af þessari stelpu." Harry prins Prinsinn hefur eytt siðustu tveimur árum í að djamma en nú er nýtttíma- bilflífihans hafið. Harry prins mun eyða helgi með kærustunni á sveitaheimili konungsfjöl- skyldunnar er hann fær sitt fyrsta frí um mánaðamótin en hann hóf nám í herskól- anum í Sandhurst á mánudaginn. Chelsy Davy, sem er 19 ára, hefur fengið leyfi Karls krónprins til að eyða helginni með kærastanum. „Karl hefur loksins gert sér grein fýrir hversu yfir sig hrifinn Harry er af þessari stelpu. Hann hafði haft áhyggjur af því að prinsinn myndi hætta við skóla- gönguna þar sem hann var alltaf vælandi um hversu mikið hann myndi sakna hennar. Því ætlar pabbi hans að verðlauna hann fýrir dugnaðinn með því að leyfa þeim að hittast," sagði félagi prinsins. Harry og Chelsy sem kemur frá Zimbabwe hafa verið saman í meira en ár. Skólafélagar hans segja prinsinn hafa sent henni mörg ástarbréf í tölvupósti en hann fær afnot af tölvu í kortér á dag í skólan- um. Harry hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Áður en hann byijaði í skólanum ætlaði hann heldur betur að lyfta sér upp með félögunum en kvöldið endaði með árekstri. Til allrar hamingju slasaðist þó eng- inn. Á mánudaginn mætti hann í skólann með þvílíkri viðhöfn en var síðan klæddur í æfingagalla og kastað f djúpu laugina. Vitni sögðu prinsinn greinilega illa á sig kominn líkamlega eftir djamm og djúserí sfðustu mánuðina. Ekki hefur mannorð Harrys batnað eftir að kennarinn sem hefur sakað hann um svindl er aftur kominn af stað með ásakan- irnar og virðist hafa pottþétt sönnun- argögn. Harry og félagar hans í Sand- hurst munu gangast undir próf á næstu mánuðum þar sem hinum aumustu verð- ur úthýst. Harry komst inn í skólann á lág- markseinkunnum og með svindli ef mark er takandi á kennaranum svo hann á í hættu að detta úr náminu ef hann stendur sig ekki nógu vel í prófinu. Letizia, Mary og Mette-Marit eiga allar von Barnalán í evrópsku konungstjolskyldunum Krónprins Fehpe og eiginkona hans Letizia eiga von á erfingja, spænsku þjóðinni til mikillar ánægju. Hjónakornin tilkynntu stóru fréttinar á sunnudaginn síð- asta er þau dvöldu í Palma á eyj- unni Mallorka. Letizia krón- prinsessa er komin þijá mánuði á leið og leit glæsilega út líkt og vanalega. „Ég er með morgunó- gleði og allt þetta leiðinlega sem fylgir jafnskemmtilegum hlut og meðgöngu," sagði prinsessan á fréttamannafundi. Felipe gat ekki dulið gleði sína. „Við erum í skýj- unum yfir þessu fyrsta barni okk- ar,“ sagði hann við fréttamenn. „Mér er alveg sama hvort þetta verður stelpa eða strákur. Mér mun þykja alveg jafn vænt um það.“ Fjölmiðlar notuðu tækifærið og spurðu hjónakornin hvort ekki væri kominn tími til að breyta lög- um landsins á þann veg að stúlkur geti einnig erft krúnuna. Felipe sagðist litlar áhyggjur hafa af mál- inu enda nógur tími til að spá í það. Mary krónprinsessa Dana og Mette-Marit krónprinsessa Noregs eiga báðar von á sér svo prinsess- umar em allar voðalega sam- taka í þessu. Letizia Glæsileg að vanda og ber nú barn krónprins Spánar undir belti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.