Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1950, Qupperneq 13

Freyr - 01.03.1950, Qupperneq 13
FRE YR 63 stálið að vera blandað öðrum málmi, svo að sýrur fóðursins tæri það ekki á stuttum tíma. Um skeið voru stálturnar notaðir nokkuð í Þýzkalandi og Póllandi, en þeir entust illa og reyndust því dýrir í notkun. Turnar úr öðrum málmum hafa og verið reyndir — um þessar mundir turnar úr alumíníum. Þá þarf að styrkja mjög og torvelt reynist að útiloka spennu þá er myndast við snertingu málmsins og sýra eða málma þeirra, sem í fóðrinu eru og uppleysast í jurtasafanum. Um framtíð þeirra skal engu spáð. Gleraða stálturna er nú verið að reyna vestanhafs. Steinturnar. Minnst hefir verið á turna, hlaðna úr steinum, en ekki má búast við að þeir eigi framtíð hér á landi, þó að annarsstaðar hafi náð nokkurri útbreiðslu. Hinsvegar má gera ráð fyrir, að turn- byggingar úr steinsteypu, eigi framtíð hér. Við notum yfirleitt innlent efni til bygginga, svo sem mögulegt er. Og ef hér verður byggð cementsverksmiðja, er ekki að efa, að sú framtíð verður tryggð um leið. Steinturninn er betri og nokkru dýr- ari en timburturn, en í gjaldeyri er hann ódýrari. Og þegar fengin er til aðstoðar við bygginguna hin fullkomnasta aðferð, sem ennþá er þekkt og tekin í notkun við slíkar byggingaframkvæmdir, þá má gera ráð fyrir, að á þessum vettvangi verði rudd braut til bættrar fóðurverkunar hér á landi. Vel gerður steinturn, járnbentur í samræmi við þrýsting fóðursins hið innra og hamfarir náttúruafla, sem stundum geysa ægileg og ólm, er traust bygging og varanleg, sem þarfnast lítils árlegs við- halds, aðeins að strokið sé kalki innan- vert á veggi, en það viðhald kostar smá- muni og sáralitla fyrirhöfn. Sumarið 1949 voru fyrstu turnarnir úr steinsteypu reistir hér á landi, með hinni svonefndu „concreto-aðferð,“ (hét áður prometo-aðferð). Aðferð þessi á uppruna sinn í Svíþjóð; var byrjað að nota hana þar árið 1946 en nú hefir notkunarleyfi aðferðarinnar verið selt til nokkurra landa, Fyrsti steinsteypti votheysturninn hér á landi var byggður í Oljúfurholti í Olfusi, í ágúst 19í9. Hann er 5 m í þvermál og I j m hár, eða 275 m að rúmmáli og rúmar 36.000 fóðureiningar a. m. k. eða 20 kýrfóður. þar á meðal til bæði Suður- og Norður- Ameríku, en þar er hún tekin til meðferð- ar um þessar mundir. Steypt er í stálmót- um, og er það ekkert nýtt. Uppfinningin felst í sjálfvirkum lyftiútbúnaði, þannig fyrir komið, að mótin lyftast fyrir véla- krafti jafnóðum og steypt er. Uppfinning þessi er til orðin vegna tilmæla sænskra búnaðarfélaga og landbúnaðarráðuneytis- ins sænska, en hana á verkfræðingur að nefni Emrik Lindman. Maður þessi er víð- frægur uppfinningamaður, á yfir 20 „pat- ent“ skrásett, sum vítt um heim, einkum þau er snerta hergagnaiðnað. Hér voru steyptir 9 turnar meö aðferð þessari síðastliðið sumar. Aðferðinni hefir Vilhjálmur Guðmundsson, verkfræðingur,

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.