Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1950, Qupperneq 21

Freyr - 01.03.1950, Qupperneq 21
FRE YR 71 verða svampkenndar. í hlýrri geymslu rotna þær. Kjarnarotnun getur orsakast af bór- vöntun og getur byrjað allsnemma í görð- unum. Ef veikin er skæð rotnar rófan öll innan, verður dökk, blaut, þefill og ónýt með öllu. Sjá mynd III. Bórvöntun er al- þekkt fyrirbrigði víða um lönd. Verður veik- in jafnan skæðust í þurrkasumrum, eiknum í sendinni eða kalkborinni jörð. Búfjárá- burður og foraráburður draga heldur úr veikinni. Sömuleiðis stækja = ammoníum- súlfat. En kalk og kalkköfnunarefni auka hættuna á bórskorti. ★ Varnir: Helzta varnarráðið er að bera á bórax að vorinu. Af bóraxinu þarf mjög lít- Bórvöntun. I. Lengdarsneið af gulrófu. 11. Þversneið af gulrófu. ið, aðeins um 15 kg á ha. Nauðsynlegt er að bóraxið dreifist sem jafnast. Er auðveldast að blanda því vandlega saman við tilbúna áburðinn (súperfosfat, kalí eða saltpétur) og dreifa því svo þannig með áburðinum. Ef ekki er notaður tilbúinn áburður, dugar vel að blanda bóraxinu í sand, svo að það dreifist sem jafnast (2 gr á fermetra). Næg- ir venjulega að bera bóraxið á annað hvort ár. Verði vart bórvöntunar þegar líður á sum- arið, lánast oft vel að leysa bórax upp í vatni og vökva síðan með blöndunni. 20 kg bórax leyst upp í 100 1 vatns, nægir á einn ha. Bóraxduftið gerir síður gagn svo seint, og sízt ef þurrkar ganga. Of mikið bór getur skemmt jurtirnar. Bórax hefir reynst lækna bórvöntun (ef rétt er að farið) bæði hér á landi og erlendis. Þess vegna ættu þeir, sem varir hafa orðið við bórvöntun í görðum sín- um að útvega sér bórax fyrir vorið og bera það svo d með tilbúna áburðinum í vor. Bórax mun fást hjá Áburðarverzlun ríkis- ins. Bórvöntunar hefir ekki mikið orðið vart hér á landi í öðrum jurtum en rófum. Geta skal samt þess, að í gróðurhúsum hefir stundum borið á bórskorti í tómatjurtum, III. Bórskortur í gulrófu. Rófan er blaut og rotnuð tnnan.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.