Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Síða 24

Freyr - 01.03.1950, Síða 24
74 PRE YR .4 Stekkjarjlötum í Eyjafirði var fyrsti steinturninn byggður norðanlamjs, með concretóaðferð. vegna þeirra, sem bóndinn þarf að svara. Þessa pósta ber þó vitanlega að reikna með, en þeir eru hátt metnir ef reiknað er með kr. 700 í gjaldeyri á turn af nefndri stærð og 2000 krónur vegna þessa til útgjalda fyr- ir bóndann. (Aflvél og annar tækniútbún- aður ekki talinn hér, hann kemur í stað vinnu en ekki í stað efnis). Að sjálfsögðu ber að taka tillit til þessara útgjalda, bæði vegna þjóðfélagsins (gjald- eyrir) og bóndans (bein útgjöld). Að óat- huguðu máli er það segin saga, að stálmót, með tilheyrandi tækniútbúnaði muni vera hagkvæm í notkun fyrir íslendinga úr því að skógauðugar þjóðir telja notkun þeirra mikinn vinning, en þar kostar timbrið smá- muni miðað við það er hér gerist. Þegar tekið er tillit til nefndra talna í mótakostnaði og þeim bætt við efniskostn- að, sem í dæmum er sýnt, verður niðurstað- an þessi: Gjald- Verð d eyris- sölustað þörf hér Kr. Kr. Efni í votheysturn 2.068 6.110 Hluti í mótakostnaði 700 2.000 Samtals kr. 2.768 8 610 I turni: kostnaður á kýrfóður . . 261 783 I gryfjum: kostnaður á kýrfóður. . 467 1.220 Tölurnar þurfa ekki skýringa með. Efnis- kostnaðurinn er samanlagt því nær tvöfalt meiri þegar byggja skal margar hlöður iitl- ar í stað einnar stórrar. Um kostnaðinn, við byggingu turnanna, er að segja, að áætlanir, sem gerðar voru haustið 1948, sýndu, að 12 m turn, 4 m í þvermál, mundi kosta fullger 18—19 þús- und krónur. Reynslan sýnir á Norðurlöndum, að turnar af þessari stærð kosta þar kr. 10.000, þ. e. sívalningurinn um 9.000 og þak og stokkur tæplega 1.000 krónur. Reynslan hér sýndi í sumar, að 12y2 met- ers hár turn, 4 m í þvermál, kostar um 17 þúsund krónur, og er þá framlag heimilis, vinna og fæðiskostnaður reiknað um 3000 krónur. Þetta sýnir, að hér hefir bolurinn verið byggður fyrir sem næst tvöfalt fleiri krón- ur en hjá grannþjóðum okkar og má það telja vel sloppið, því almennt mun kaup og annað vera þrefalt dýrara hér en þar. Eftir er þá stokkur og þak, en með sama verðhlutfali ætti það að kosta 2.000 krónur. Er þá turn af nefndri stærð kominn upp á um 19 þúsund kr. eða um 1.700 krónur fyrir hvert kýrfóður. í 14 m háum turnum, 5 m í þvermál, var kostnaðurinn samtals um 1.300 kr. fyrir hvert kýrfóður. Nemur kostnaður þessi mjög álíka upp- hæð og tilsvarandi fóðurrými kostar í þurrheyshlöðum, samkvæmt tölum þeim, er Teiknistofa landbúnaðarins fær hvað- anæfa af landinu. Grannþjóðir okkar telja, að votheys- hlaðan megi kosta a. m. k. 1 y2 sinnum meira fyrir hvert kýrfóður en í þurrheys-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.