Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1950, Side 26

Freyr - 01.03.1950, Side 26
78 FRE YR Húsmæðra- þáltur Á LÖNGUMÝRl I öndverðum ágústmánuði, á síðastliðnu sumri, kom ég í Skagafjörð. Þar hefi ég oft áð- ur komið og dvalið, þó að langt sé síðan. En ég hefi aldrei komið að Löngumýri fyrri en í þetta sinn og gaf sú heimsókn mér tilefni til að festa á blað nokkur atriði, sem greind eru í eftirfarandi línum. Þegar komið er að Varmahlíð, þar sem kross- götur eru og víðsýni um hið fagra og frjósama hérað, getur að líta á láglendinu, til vinstri við veginn yfir Hólminn, reisulegar byggingar. fyrst og fremst langhús með kvisti móti vestri, en að baki því stórhýsi mikið, langtum stærra en algengt er í sveit, og miðað er við venjuleg- an búskap. Það leynir sér ekki, að þarna, mitt á hinu frjósama og víðáttumikla flatlendi, hlýtur að vera unnið eitthvað það, sem gerir kröfu til nokkurs húsrúms. Sú er og raunin á. Sögur fóru fyrrum af því, að á Löngumýri væri gott að búa, jörðin víðlend, nóg gras og beit góð. Þar mun líka hafa verið búið all stórt réttað í. Það er því gefið, að gj aldeyrisþörf- in, vegna tækniútbúnaðar við fyllingu hárra votheyshlaða, verður minni en vegna súg- þurrkunar, miðað við sama fóðurmagn. Eftir er þá að líta á vinning þann, sem er við votheysverkun, samanborið við aðr- ar aðferðir, og tel ég alls ekki þann vinnusparnað, sem verða kann við votheys- verkunina. Á hinni víðfrægu tilraunastöð, Belts- ville, í Bandaríkjunum, hafa tilraunir og rannsóknir sýnt hve mikið þurrefni, pró- tein og karótín, varð til fóðrunar af á- kveðnu magni af grasi, en hlutfallstölurn- ar voru þessar: Þurrefni Prótein Karótín grasi við slátt il fóðurs: 100 100 100 Vothey 83 85 34 Súgþurrkað hey .... 81 75 12 Vallþurrkað hey .... 75 69 3 Við tilraunir á Norðurlöndum hafa menn fengið niðurstöður sem segja, að fóðurgild- isrýrnun grassins sé 35—40%, þegar verk- að er sem þurrhey, 22—27%, þegar verkað er sem vothey í gryfjum, en 15—18% verk- að sem vothey í turnum, Samkvæmt því ættu 24.000 fóðureiningar grængresis að verða 8,5 kýrfóður út úr þurrheyshlöðu, 10 kýrfóður úr votheys- gryfjum, en 10,9 kýrfóður úr turni, Er þá gildistapið í turni reiknað 18%. Þetta getur hver sem vill umreiknað í krónur þegar gangverð fóðursins er þekkt og 1.800 fóðureiningar eru ætlaðar í hverju kýrfóðri. G.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.