Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 27

Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 27
FRE YR 77 um langt skeið. Og það er auðsætt að þar er eitthvað um að vera þann dag í dag. Þar sjást þó fáar kýr á beit og annar búsmali ekki nema hross úti á Eylendi. Víst er jörðin nytjuð að nokkru en sú starf- semi, sem þar er sérstaklega áberandi þessi ár- in, eru byggingaframkvæmdir og svo skólahald. Já, þarna er skóli — húsmæðraskóli. Frá veginum yfir Hólminn er verið að leggja upphleyptan veg heim að Löngumýri. Gömlu troðningarnir voru orðnir svo grafnir því að síðustu árin hefir verið fjölförult heim að Löngumýri, svo að nauðsynlegt þótti að byggja veg þangað. Á síðasta sumri var flóð einu sinni það mikið, að sums staðar var vatnsdýpið á miðjar síður hestum þeim, sem fluttu fólkið til samkomu, er þar var efnt til. En daginn sem ég kom þarna komst bíllinn ekki heim að bænum sökum þess, að jarðýtan hafði rutt til svo að eigi var ökufært og ég naut aðstoðar ýtustjóranna, hinna ötulu bræðra á Dýrfinna- stöðum, til þess að ná á áfangastað. Ég hitti þarna fyrirmannlegan öldung fyrst- an manna. Jóhann á Löngumýri hefir búið þar um áratugi við mikla rausn, en er nú hættur búsforráðum. Ekki verður það séð af hinu frá- lega fasi hans, eða andlegu atgjörvi, að hann sé nú yfir áttrætt kominn. En það er hann eigi að síður. Þessi kempulegi öldungur býður mig velkom- inn að garði og talið berst fljótlega að viðburð- um dagsins, að ræktun lands og 'iýðs, að bygg- ingum og búskap og hinu og þessu eins og gengur. Það er auðfundið, að hugur hans fylgir fram- taki þar á staðnum þó að hjarta hans hafi eigi lengur þrótt til að knýja blóðið um æðar líkam- ans við erfiðisverk. Þess vegna hlýtur hann að lúta veldi elli kerlingar og sinna færri líkam- legum störfum en hann gjarnan vildi. En and- inn er á ferð og flugi, hugurinn er við það, sem þarna er verið að framkvæma, og það er í rauninni ekkert lítilræði. „Það er nú ekki ég sem stend í stórræðunum hérna, heldur er það hún Ingibjörg mín,“ segir Jóhann, og það leyn- ir sér ekki að fremur mun hann hvetja en letja til athafna þeirra, sem þar eru gerðar á Löngu- mýri. ★ Ingibjörg — núverandi húsmóðir og skóla- stýra á Löngumýri — er dóttir þessa kempu- lega öldungs. Það er ekki búreksturinn, sem einkennir athafnirnar á þessari miklu jörð í dag, heldur er það stofnun sú, sem þar er starf- rækt, húsmæðraskólinn, sem Ingibjörg hefir sett á fót og rekur nú hinn fimmta vetur. Þessu merkilega framtaki einstaklings er á- stæða til að kynnast nánar. Ég hefi ögn um það frétt en sjón er sögu ríkari. Skólinn starf- ar að vísu ekki um þetta leyti árs, en unnið er að endurbótum og fullkomnun þeirra húsa- kynna, sem byrjað var að reisa hér árið 1944 og haldið hefir verið áfram við síðan. Ingibjörg Jóhannsdóttir var búin að stunda kennslu og stjórn skóla áður en hún hóf starf- ið á föðurleifð sinni. Á Staðarfelli í Dölum tók hún við stjórn húsmæðraskólans árið 1937 og var þar þangað til 1944 á hverjum vetri. Sum- arið 1940 hafði hún þar barnaheimili, en næstu sumur starfrækti hún það heima á Löngumýri. Þar var húsakostur rúmbetri en venjulega er á sveitaheimilum og því var vel tekið að safna þangað barnahóp um sumarmánuðina. En haustið 1944 fór Ingibjörg ekki að Stað- arfelli heldur hóf byggingaframkvæmdir heima og byrjaði skólahald þar næsta vetur. Kom þá fljótt í ljós, að þörf var á meiri húsakynnum, því að fleiri vildu þangað komast en hægt var að veita rúm. Það þarf áræði og það hlýtur að vera meira en meðalkvenmaður, sem á eigin spýtur, á eig- in ábyrgð, ræðst 1 að byggja stórt skólahús og hefja skólahald í stærri stíl. En þetta gerði Ingibjörg. Síðan hefir hún verið að byggja og haft skólahald á veturna, já, eiginlega bæði sumar og vetur, því að skólinn á Löngumýri starfar 9 mánuði á ári. Þar er raflýsing frá eigin orkuveri — olíumótor. Þar er enn verið að byggja og móta og lagfæra. Það tekur sinn tíma að skapa heilan skóla — stóran skóla — á eigin ábyrgð og eigin reikning, þegar efnin eru takmörkuð. Á sjálfu skólahúsinu var byrjað árið 1947. Nú er það allt tekið í notkun. Það er tvær hæðir og svo rishæð. Á neðri hæðinni eru kennslu- stofur og anddyri. Á næstu hæð eru herbergi nemenda, en þakhæðin er ekki innréttuð enn. Hugmynd Ingibjargar er að skapa þar húsa- kynni með einkennum íslenzkrar baðstofu, þar

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.