Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 25
f DV myndatökur vel lifi „Mikilvægt er að vanda valið vel þegar panta á ljósmyndara til að „frysta" minningar frá brúðkaupsdeg- inum,“ útskýrir Harpa Hrund ljós- myndari aðspurð um góð ráð þegar hugað er að myndatökunni á sjálfan brúðkaupsdaginn. „Brúðarkjóllinn fer inn í fataskáp eða er skilað á kjólaleiguna, förðun og hárgreiðsla tekin niður, maturinn að- eins orðið að minningu, vínið drukk- ið, skreytingar teknar niður og blómin fölna. Það eina sem efúr er frá degin- um em ijósmyndir sem verða skoðað- ar aftur og aftur,“ segir Harpa Hrund. „Ég mæli með að fólk skoði mis- munandi ljósmyndastofur og iinni þann ljósmyndara sem hentar því best. Ljósmyndarar em aliir með sinn persónulega stíl og skemmtilegast er að verðandi hjón velji þann ljós- myndara sem er með svipaðan stfl og smekk á myndum og þau sjálf. Það reynist alltaf vel að skoða sýnishom af myndum hjá ljósmyndurum til að sjá stflinn," segir hún. „Einnig skiptir mjög miklu máli hvernig fólki h'ður í návist ljósmynd- arans," segir Harpa Hrund sem hefur vissulega reynsluna af brúðkaupum. „Gott er að bera saman hvað er innifalið, t.d. frágang og hvort gengið er frá myndunum í albúm eða í kartoni, hvaða stærð af myndum, hvemig albúmin líta út og hvort stækkun sé innifalin. Einnig ættí að kanna hversu margar myndir og hvaða stærð. Og hvort það kosti auka- lega að taka myndir úti og hvaða verð er á eftirpöntunum," útskýrir hún því að mörgu er að huga fyrir svo mikfl- vægan dag í lífi fólks. „Ef fólk vill láta taka myndir af sér Harpa Hrund Njálsdóttir Ijósmyndari Heldur úti vefsvæðinu Harpahrund.is og veit hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að brúðkaupum. úti í náttúrunni þá er gott að vera með hugmynd um hvar og athuga hvort ljósmyndarinn taki myndir úti. Einnig er gott að vera búinn að gera upp hug sinn hvort fólk vilji svart-hvítar, brún- tónaðar eða litmyndir. Það er mjög vinsælt að blanda því öllu saman. Ákveða þarf hvort á að taka mynd- imar fyrir eða eftir athöfrúna," segir Harpa Hrund um myndatökur í kirkj- unni. „Það hentar sumum betur að taka myndimar fyrir athöfri, þá er hægt að mæta í veisluna fyrr. Aðrir vilja koma eftir athöfrúna, finnst það meiri stemning að koma nýgift og enn í skýjunum eftir athöfnina. Ef verðandi brúðhjón panta ljós- myndara í brúðkaupsveisluna, þá er gaman að nota tækifærið og láta taka fjölskyldumyndir. Loksins em allir á sama stað á sama tíma og svo er gott er að útbúa lista íyrir ljósmyndarann og veislustjórann þar sem búið er að raða niður hverjir eigi að vera saman á mynd," segir hún einlæg. .Annars er fyrst og fremst mikil- vægast að njóta dagsins," segir Harpa Hrund eirflæg og kveður með bros á vör. Nú hafa vindar haustsins tekið að blása og eins gott að láta sér ekki verða kalt. Mörgum þykir leitt að skipta út sum- arjökkunum en eins og sést á þessum myndum er engin ástæða til að óttast. Góðar kápur halda nefnilega ekki aðeins á manni hita heldur geta þær verið mikið augnayndi. ------------------ Svöl samsetning Þessi smarta múndering vakti mikla athygii á tísku- sýningu Chanelsem haldin var í Shanghai fyrirstuttu og ekki að ástæðulausu. Þá allt virðist! raun koma sitt úr hverri áttinni verður heiidar- myndin gifuriega svöiþó maður þurfi eftil vill að vera sérstök týpa tii að bera hana. Cameron ávallt flott | Cameron Diaz hefur löngum þótt lunkin við að klæða sig þó hún taki fremur látlaus föt framyfir þau íburðar- meiri. Þessi glæsilega sam- setning er gott dæmi um stil hennar. Fatieg, látlaus kápan nýtursin vel við skærlitaða skóna og mynda afar gellu- iega heiidarmynd. HEFURÐU TIHÁ /YRIR HEILSUNA? Ný 8 vikna námskeið hefjast S.september nk. m k *'■ ‘ÐHUSIÐ SlÆLTAR STELPUR kl. 07.30 og 19.35 mán mid og f< MÖMMUMORGNAR kl. 09.45 þri og fim StÍGÐU SKREFIÐ kl. 16.15 og 19.35 mánmiðogfös í FORM EFTIR 50 kl. 17.20 þri og fim og 11.30 laug ÁFRÓ nÁmskeið kl. 18.30 þri og fim MeðgÖNGUJÓGA kl. 20.40 mán og mið ETRUNARHUSIÐ Töffarár í takt I ÁFRÓ NÁMSKEIÐ SPORTHUSIÐ Bmm—IIMm—m 2 n ÞREKHUSIÐ Stælt/ Skráning er hafin í síma 561 5100 og með tölvupósti; simi@isf.is Ikort oqnu x /jstöóvar BAÐHÚSro BETRUNARHÚSIÐ SPORTHÚSH) ÞREKIIÚSIÐ .. /T’ - ICELAND S P Á & FITNESS SÍMI 561 5100 WWW.ISF.IS Kápan er að minnsta kosti augnayndi Þó Camilla Parker-Bowles, eða hertogaynjan afCorn- wail eins og hún kallast nú, verði seint talin augnayndi má með sanni segja að þessiyndislega hvíta kápa bjargi því sem bjargað verður en hún sást í henni fyrir skömmu við hlið síns ektamanns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.