Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Síða 31
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 31
Hitler réðist inn í Pólland
Ur bloggheimum
Slæmir mótmælendur
„...erþetta nú ekki orðið gottþegar
styttan afJóni Sigurðssyni.Ai-
þingishúsið við Austurvöll og
nú Stjórnarráðshúsið og ís-
lenski fáninn verða fyrir
barðinu á þessum mótmæl-
um?Ætli ég sé einn um þá
skoðun að þá sé kjánaskapur mót-
mælenda farinn að hitta þá sjálfa fyr-
ir?"
Björn Ingi Hrafnsson á bjorningi.is
Góður draumur
„Á leiðinni heim keypti ég samt hengi-
rúm, rautt að lit. Þetta er sko buinn að
vera draumur minn lengi, að eiga
hengirúm og ég ætla að hengja
það í bjálkana fram í stofu.
Það er svona rauðröndótt
og geðveikt töff. Þarætla ég
svo að liggja og liggja og
njóta lífsins og hafa nokkra
Pablo-a til að bera í mig kokk-
teilana. hehehe in my dreams."
Rósa stef. rosastef.cjb.cc/
Góð stund
Á föstudaginn sagði ég frá
því er ég ætlaði að
skreppa í verslunarleið-
angurí höfuðborgina, en
sneri við vegna umferðar.
Nú er ég búinn að stein-
gleyma hvað ég ætlaði að kaupa. Ef-
laust hefur það ekki verið neitt merki-
iegt.
Atli Týr Ægisson atli.askja.org/
Góð hugmynd
Menningarnótt: Hvernig væri að
leggja þetta Menningarkjaftæði niður
þarsem rlistinn erdauður.
Guðmundur Björnsson gvend-
ur.blogspot.com/
Góðgjöf
„AAAHHH núerég söddi!!!
Úff! Einhver góður maður í
krikjunni gafokkur þetta
líka fína grill, svona sem
hallar og fitan afmatnum
tekur bara í einhvern bakka,
Ágúst eldaði svínakjöt, flott-
arsneiðar, ekkert bein eða
fita og kostað heilar500 krón-
ur!"
Kolbrún Berglind Grétarsdóttir
skrifar frá Bandarikjunum á
www.agust.org
Snemma dags árið 1939 réðust
Þjóðverjar inn í Pólland. Árásin kom
eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Engin stríðsyfirlýsing hafði verið
gefin út.
í dagsbirtingu fóru þýskir skrið-
drekar, landgönguliðar og stór-
skotalið inn fyrir landamæri Pól-
lands frá nokkrum stöðum. Herirnir
voru fimm með einni og hálfri
milljón hermanna. Pólverjar áttu
sér ekki viðreisnar von. Klukkan níu
hófst loftárás á höfuðborgina Var-
sjá.
Sendiherrar Bretlands og Frakk-
lands í Berlín funduðu með þýska
utanríkisráðherranum von Ribben-
trop í Berlín. Tilkynntu honum að ef
Þjóðverjar drægju sig ekki út úr Pól-
landi myndu Bretar og Frakkar
koma Pólverjum til hjálpar. Hann
sagðist skila því til Hitlers. Neville
Chamberlain, • forsætisráðherra
Breta, fundaði með George kon-
ungi. Roosevelt Bandaríkjaforseti
hvatti Evrópuþjóðir tU að hlífa
óbreyttum borgurum við loftárás-
um. Tveimur dögum seinna lýstu
Bretar og Frakkar yfir stríði við
Þýskaland.
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.isog láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar,
Alll ol léleg Ibiiii
Ásgeii Grímsson hestamaðui
hiingdi: Ég skU ekki af hverju hinir
háu herrar sem stjóma landinu gera
ekki eitthvað í launum leikskóla-
kennara. Ég las í DV að ung stúlka á
Aktu taktu er með hærri laun en
starfsmaður á leikskóla. Er þetta
eðlUegt ástand? Ég spyr...
Lesendur
Svo var þessi maður í Byggt og
búið í viðtali í gær. Sagðist hafa hætt
á frístundaheimili því hann var bara
með 30 þúsund krónur í laun á mán-
uði. Ég skU vel að hann hætti. Sjálfur
stekk ég ekki á bak ótamdar hryssu
nema að fá annað eins borgað. Það
tekur á að temja þær.
Mér finnst þjóðþrifamál að tekið
sé á lægstu launum þessa stétta.
Annars mun enginn vUja sinna þess-
um störfum. Og hvert ætlum við þá
að fara með börnin okkar? Sjálfur
ólst ég upp með lykU um hálsinn, gat
ekki stólað á neinn nema sjálfan mig
og var ánægður ef ég komst í kvöld-
mat einhvers staðar í blokkarhverf-
í dag eigum við að geta boðið
æskunni betri kjör.
Ömurlegt reykingabann
Kristhm skrifar. Ég vona að ís-
lendingar api aldrei eftir fmm og
Norðmönnum. Undirritaður var ný-
lega í Osló og um kvöldið kíkti ég á
stóra ölkrá sem ég hef áður komið á
og ávaUt troðfullt og glaumur og
gleði en nú á laugardagskveldi var
þunnt skipaður
bekkurinn. Svo
ég stoppaði stutt
og ræddi aðeins
við dyravörð sem
sagði að stutt
væri í að staðn-
um yrði lokað, því í miðri viku væri
hálf tómt. Út af reykingabanninu.
Er þetta það sem Framsóknar-
þingkonur og kommaþingkona
Faekmar vUja? Að legga atvinnu-
starfsemi í rúst?
Ég held að Framsókn ætti að fá
Alfreð Þorsteinsson í framboð á
þing, en ekki konur sem vilja rústa
atvinnustarfsemi og útiloka alla sem
reykja að sækja árshátíðir, þorra-
blót, ættarmót eða annað. Það á
aldrei að mismuna fólki, hvort sem
það reykir eða ekki. Upphaf þessara
ofsókna gegn reykingafólki koma frá
öfgasamtökum Greenpeace eða
öðrum álíka óþverra samtökum.
Haldið til haqa
Leiðrétting
f DV í fyrradag var fjallað um
mál Kristínar ísfeld og móður
hennar, Regínu L. Rist. Nafn
Kristínar misritaðist í greininni
og leiðréttist það hér með.
Frjálshyggjumaðurinn segir
flðhald
markaðarins
Múrinn spyr: ,,[U]mönnunar- og
fræðslustörf á íslandi eru allt of h'tils
metin og Ula launuð og því þarf að
breyta...VUjum við ekki að henni séu
búin mannsæmandi kjör?" Þar sem
þessi spuming kemur af ritinu Múr-
inn má ætla að spyrUl hafi eftirfarandi
svar á reiðum höndum: Ríkið á að rífa
enn meira fé úr vösum þeirra sem
ekki vinna umönnunar- og ff æðslu-
störf svo þeir sem vinni slík störf geti
hækkað í tekjum. Þetta er a.m.k. hin
kunnuglega þula þeirra sem vUja að
ríkisvaldið sé sem stærst og frekast.
Hin augljósa og raunverulega
lausn er aftur á
móti gjöróllk.
Vinstrimenn
þurfaaðlæraað
munur er á milli
þess að ríkið
íjánnagni eitt-
hvað og að ríkið veiti það. Ef íslenskir
vinstrimenn munu einhvem tímann
feta í fótspor skoðanabræðra sinna á
meginlandi Evrópu og læra að skUja
þama á milli, er jafnvel hætt við að
þeir detti inn á lausn ofanrædds
vandamáis, sem er vitaskuld einka-
væðing umönnunar- og fræðslustofn-
ana ríkisins.
Stjómendur allra stofhana hafa
eitt að markmiði þegar þeir mæta til
vinnu: Að hámarka þjónustu, tryggja
gæði og halda skjólstæðingum sínum
sem ánægðustum fyrir sem minnst
fé. TU að tryggja að stjómendur fái
svigrúm til að vinna sína vinnu þarf
að veita þeim aðhald markaðarins og
neytandans. TU að koma því áleiðis
þaif að einkavæða. Hins vegar er ekki
þar með sagt að ríkið hætti að fjár-
magna þjónustuna. Það er önnur
saga (og styttri).
Þeir bestu í Counterstrike
„Draumur minn er að aflétta
þeirri bölvun sem hvílir yfir tölvu-
leikjunum. Almenningsálitið telur
að þeir sem stundi þá séu vonlaus-
ir lúsablesar með gleraugu við
skjáinn. Staðreyndin er aftur á
móti að við emm bara venjulegir
og heUbrigðir. Pössum til dæmis
mjög vel upp á að spUa ekki of mik-
ið. Það veit ekki á gott," segir Helgi
Mikael Magnússon, einn for-
sprakka Icegaming-hópsins. Hóp-
urinn heldur utan til Englands í
dag tU að taka þátt í einu af virtustu
tölvuleUcjamótum heims, CPL, og
spUar þar Counterstrike-tölvuleik-
inn.
„Þetta er hluti af Cyper Pro-
fessional League-mótaröðinni.
Okkar heimsmeistaramót. Við
erum meðal tíu bestu liða Evrópu,
en komumst sjaldan út að keppa.
Hin liðin búa að styrktaraðUum á
borð við Intel. Þess vegna fömm
við eiginlega bara tU Bretlands eða
Danmerkur en Dominos og Tölvu-
virkni styrkja okkur," segir Helgi.
Icegaming-hópurinn sem fer út
að keppa telur alls sjö manns. Jó-
hann Líndal (zombie), Friðrik
Kristjánsson (entex), Birgir Ágústs-
son (sPiKe), Ingólfur Pálsson
(blibb) og Gunnar Ormslev (Dyna-
Mo) keppa, en Helgi og Þórður
Þorsteinsson sjá um að allt gangi
vel fyrir sig.
„Icegaming telur annars um
fimmtíu manns. Við emm meðal
fremstu liða landsins í öllum
helstu tölvuleikjunum. Við bind-
um miklar vonir við mótið um
helgina. Ég vonast eftir topp tíu. Ef
við floppum segir það okkur
„Staðreyndin er aftur
á móti að við erum
bara venjulegir og
heilbrigðir. Pössum til
dæmis mjög vel upp á
að spila ekki ofmikið.
Það veit ekki á gott."
hvar ísland stendur í þessum
tölvuleikjaheimi, sem er miklu
stærri en fólk grunar."
Helai Mikael Magnusson er einn forsprakka lcegaming-hópsins, sem heldur til
EnatendsMag tUað taka þátt í Counterstrike-móti með ferustu tolvuleikja-
sp,trum heims Hann stofnaði hópinn fyrir nokkrum árum en (honum eru