Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Qupperneq 27
DV Bilar
MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 27
Hestöfl
(fékkst ekki uppgefið)
■................
Aksturseiginleikar MMC Outlander eru einstakir
Skýringin er undirvagn sem byggir á tækni og reynsiu sem
hefur skilað Mitsubishi glæsilegum árangri I rallkeppnum.
sEOIBSO
garjeppinn á markaðnum
ÚrOílOO km hraða:
7,7 sek
Vélarstærð:
2,4 LITRflR
Vetrardekk Eru yfirleitt alltafmeð
mynstur sem hægt er að negla.
EKKIOF ÞUNG
VETRARDEKK
1. Flest vetrardekk eru
með stefnuvirkt munstur.
Það þýðlr að ekki er sama
hvoru megln undir bíl
dekkið er. Á hliö slíkra
dekkja er merking, ör scm
sýnir akstursstefnuna.
2. Vetrardekk eru yfirleitt
alltaf með munstur sem
hægt er að negla.
3. Mjúk vetrardekk með
skornum flipum í munstri
mynda grip á svipaðan hátt
og þegar spilastokki er
flett Minni þörf er fyrir
nagla sé sóli vetrardekks
með flipaskorið takka-
mynstur.
4. Gæði vetrardekkja má
oft greina á þyngd þeirra.
Létt dekk eru vandaðri en
þung af sömu stærð. Akst-
urseiginleikar bfls, veggrip
og öryggi er meira séu
dekkin létt.
5. Þung dekk auka fjaðr-
andi þunga hjóls. Því
þyngri sem dekk eru því
erfiðara á dempari með að
halda því í stöðugri snert-
ingu við yfirborð vegar.
6. Því þyngra sem hjól er
því meiri eru neikvæð
áhrif þess á fjöðrun og
hreyfingar bfls.
7. Þung dekk er erfiðara að
jafnvægja en létt og meiri
hætta er á titringi frá
þungum dekkjum en létt-
um.
8. Of mikill loftþrýstingur í
vetrardekki getur minnkað
veggrip þess í snjó og
hálku um meira en 50%.
9. Tjara sem nagladekk rífa
upp og losnar úr malbiki
festist í munstri dekkja og
getur minnkað veggrip
þeirra verulega. Tjöruna
má fjarlæga með því að
bursta sólann uppúr
terpentínu.
10. Sé ekið á meira en 100
km hraða á nagladekkjum
má gera ráð fyrir að nagl-
arnir losni og ending
dekkjanna minnki veru-
lega.
11. Eðlileg ending vandaðri
vetrardekkja er 60-80 þús-
und km. Réttur loftþrýst-
ingur og eftirlit með loft-
þrýstingi er öruggasta
tryggingin fyrir því að dekk
endist eðlilega.
12. Sóluð vetrardekk eru
gömul, notuð dekk með
endurbyggðu munstri.
13. Séu negld dekk undir
bfl skulu þau vera á öllurn
fjórum hjólum.
14. Á sama ási skulu vera
dekk af sömu stærð og
gerð/tegund.
leoemm.com
Þægilegri
Outlander er þægilegri en margir
fólksbflar. Þótt bfllinn sé ekki stór um
sig, reyndar er hann með minni borg-
arjeppum að fyrirferð, er innra rýmið
ágætt en mest munar þó um að sest er
inn í Outlander en ekki upp í eða ofan
í hann; setuhæð ffamstólanna er 65,5
sm. Ég hafði áður reynsluekið bein-
skiptum og sjálfskipmm Outlander
með 2 lítra vélinni en hún er 136 hö við
6500 sm og þá séð sérstaka ástæðu til
að nefna að hávaxinn maður (190 sm)
getur látið fara vel um sig í aftursæti
bflsins, höfuðrými er nægt og einnig
fótarými, jafnvel þótt framstóllinn sé í
öftustu stöðu. Það eru ekki margir bfl-
ar sem geta státað af þessu.
Sætin eru áberandi betri í Outland-
er en hingað til hafa verið í MMC-
fólksbflum. Outlander Turbo er með
vandaða leðurklædda innréttingu. Bfl-
stjórastóllinn er með hæðarstflhngu
og í báðum stólum er bólstraður
smðningur við mjóhrygg. Færsla
framstólanna er það mikfl að hún,
ásamt haUastfllingu stýrishjólsins, ger-
ir það að verkum að hver sem er, án
tiUits tfl hæðar, á að geta fundið þægi-
lega stöðu.
Meira lagt í innréttinguna
f Turbo-bflnum er meira lagt í inn-
réttinguna þótt það sé aðaUega í útlit-
inu. Mælaborðið er dálítið öðru vísi en
maður á að venjast; stflhreint en með
aUt sem þarf og á réttum stöðum, m.a.
stórir, skýrir mælar. Rafknúnar rúður,
rafúttök, geymsluhólf, haldarar, lesljós
og ljós í svissnum auk rafhitaðra stóla
em á meðal staðalbúnaðar sem er
merkilega mikfll miðað við verð bflsins
sem er frá 2,5 mkr (LS). Stór kostur við
Outlander er að aftursætið (40/60) má
feUa fram án þess að eiga þurfi við
hnakkapúðana. Á bflnum er sterkur
þakrekki sem er meira en bara til að
sýnast.
Farangursrými er 690 lítrar og
flutningsrými með sætin feUd er 1706
htrar (sambærflegar tölur hjá Honda
CRV em 949/2039 htrar). Flutnings-
gólfið er ekki slétt aUa leið. Hæð upp á
það er 76 sm. VarahjóUð er í hólfi und-
ir gólfhlera en ekki aftan á afturhleran-
um eins og er á borgarjeppum af eldri
hönnun. Fyrir bragðið opnast aftur-
hlerinn upp, sem er kostur.
Sterkbyggður
Athygli vekur hve MMC Outlander
er efnismikfll og sterkbyggður bfll. Eig-
in þyngd hans er rúmlega 1.500 kg
(Turbo 1.580 kg). í akstri er snerilstyrk-
ur bflsins áberandi. Sjálfstæð fjöðmn
að framan er með gormatumum en að
aftan em gormar og hjólfesting með
liðörmum framan við hjólið. Þessi
fjöðrun, sítengt fjórhjóladrifið með
sjáUvirkri aflmiðlun, sem tryggir fuUt
veggrip við mismunandi aðstæður og
álag, skapa einstaka aksturseiginleika
sem jafriframt henta sérstaklega vel ís-
lenskum aðstæðum, m.a. með af-
burða stöðugleika í akstri, ekki síst á
malarvegi - jafnvel vondum. Outland-
er fjaðrar eins og fóUcsbfll og er mýkri
ferðabfll en ætla mætti þegar akst-
urseiginleikar hans em hafðir í huga.
Outlander Turbo er nokkm stinnari á
fjöðrunum og haUar minna í beygjum.
Hann er þó hvorki harður né hastur á
malarvegi.
Svakalegt tæki
Túrbó-vélin er aflminni útgáfa af 2
lítra keppnisvéhnni í Lancer Evo VIII;
16 ventía með tvo ofanáliggjandi
kambása. Óneitanlega veltir maður
því fyrir sér hvort tfltölulega ódýr bfll
af þessari stærð ráði við 200 hestafla
vél, viðbragð sem mæhst 7,7 sek frá
kyrrstöðu í 100 km/klst og 220 km há-
markshraða. Hámarkstog vélarinnar
er 314 Nm, eða næstum tvöfalt tog
staðalvélarinnar, enda finnst það á
kröftugu „sparkinu" sé inngöfinni
beitt. Frá því er skemmst að segja að
Outlander Turbo klikkar ekki f þessu
efni. Sterk bygging bílsins kemur hér
að fifllum notum, ekki síst snerilstyrk-
urinn sem, ásamt sítengdu fjórhjóla-
drifinu, gefur Outíander þetta maka-
lausa veggrip og þar af leiðandi stöð-
ugleika sem er aðdáunarverður.
Eins og áður hefur komið fram tel
ég Outíander vera skemmtflegasta
borgaijeppann á markaðnum um
þessar mundir. Outlander Turbo er
enn skemmtilegri og þolir í því efni
samanburð við dýrari BMW X3 og X5:
Þetta er svakalegt tæki.
Öryggismál
Outlander Turbo vegur 1.580 kg
(eigin þyngd). Yfirbygging er úr
galvanhúðuðu stáh. Árekstrarvöm er
MMC RISE, sérformuð kmmpusvæði í
fram- og afturenda sem draga úr áhrif-
um höggs. f bflnum em öryggispúðar
ffam í og til hliðanna. Láréttir styrktar-
bitar em innan í hurðunum. Bremsu-
kerfið er tvískipt með hjálparátaki; 10"
diskar. Bílbeltin em með innbyggðri
sjálfvirkri skotstrekkingu við högg.
Búnaðurinn er jafnframt með sjálf-
virkri slökun sem virkar ákveðinn tíma
í strekkingarferlinu tfl að vama því að
beltin valdi áverka. Því má geta hér að
Lancer Sedan, sem er með sama hjói-
botn og Outlander, fékk hæstu ein-
kunn í árekstrarþolprófi IIHS í Banda-
rikjunum og viðurkenningu sem ör-
uggasti „smábíllinn" á bandaríska
markaðnum).
leoemm.com
Subaru-jeppi á ísiandi
Ingvar Helgason hefur hafið sölu á Subaru B9 Tribeca-jeppan-
um. Bíllinn er smíðaður í samstarfi Subaru og Saab undir yfirum-
sjón General Motors. Bflnum er ætlað að keppa við sportjeppa á
borð við Volkswagen Touareg og BMWX5. Tribeca-jeppinn er sjö
manna, búinn 3 lítra vél og skilar 250 hestöflum. Bfllinn er hlað-
inn nútímalegum aukabúnaði með leðuráklæði á sætum og raf-
drifinni sóllúgu. Verðið á
Tribeca-jeppanum er
4.750.000 krónur.
Avensis fjölskyldubíll ársins
Bílabláðið „What Car" hefur út-
nefnt Toyota Avensis fjölskyldubíi
ársins. Bfllinn sem um er aö ræða
er með 2,0 lítra dísilvél. Hann þyk-
ir einstaklega ódýr í rekstri með
góða aksturseiginleika auk þess
sem öryggisbúnaður er til fyrir-
myndar.
„Vindviðnámsstuðull Outlander er 0,43 og er lægri efekkilægstur hjá þessari
gerð bíla. Vind- og veghljóð áberandi lítið."
Reynsluakstur