Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2005, Qupperneq 31
DV Lífiö MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 2005 3 7 Síðastliðinn mánudag lauk „extreme makeoveri“ hjá Villa WRX og hefur hann breyst til hins betra kappinn. Orðinn sjóðandi heitur og sætur og kominn á fast með Hér & nú-stúlku. Nú er Gillzenegger farinn að leita að nýju viðfangsefni sem á að vera stúlka að þessu sinni. fyrib vilt þú breytast? Þetta gerði Gillzenegger fyrir Villa WRX og nú ihugar hann að finna sér konu. Gillzenegger Hann er flottur kallinn og kann sitt fag. „Þetta verður mjög líkt því sem Villi fékk," segir Egill Gillzenegger sem leitar nú að stúlku sem hann ætlar að umbreyta. í síðustu viku lauk hann við listaverkið Villa WRX sem byrjaði í vor sem rauðhærður hreinn sveinn og „white trash"- hnakki. í sumarlok var hann orðimi einn heitasti gaur bæjarins og byij- aður með Hér & nú-stúlku, en þess má tii gamans geta að Hér & nú- stúlkur eru oftar en ekki sagðar sæt- ari en Séð & heyrt-stúlkur. Allur pakkinn Gillzeneggerinn segist hvergi banginn við að taka að sér kven- kynsverkefni. „Þó að sérgrein mín sé að taka að mér litla, rauðhærða hnakka þá get ég alveg tekið stelpur líka," segir Gillzenegger, sem jafiian er kallaður Neggerinn. GiUzenegger ætlar að bjóða þessari heppnu dömu upp á allt sem Villi WRX fékk og jafnvel rúmlega það. Ef Villi væri á lausu væri hægt að bjóða upp á nótt með honum en svo er víst ekki. Hins vegar er líklegt að kona sem hefur gengið í gegnum prógramm hjá Gillzenegger þurfi ekki að hafa áhyggjur af karlamálum og komist færri að en vilja. Tískan og tanið og allt saman Stúlkan sem verður fyrir valinu verður tekin í gegn í ræktinni en það er ekki það eina sem verður tekið í gegn. Enda vita þeir sem íylgdust með Villa WRX í sumar að hann lærði mun meira en að borða hollt. og lyfta lóðum. „Hárgreiðslan verður tekin hjá Robba Carter. Svo er það auðvitað gymmið, klipping og ljós," segir Gillzenegger og bætir við. „Svo er það ímyndin. Það þarf að taka hana í gegn og ég mun Iáta Geir Ólafs kenna stelpunni róman- tíska framkomu og PartíHanz mun kenna partíframkomu. Þessir menn geta kennt konum rétt eins og körl- um," segir Gillzenegger. Líklegast verður farið eitthvað inn á kvenlegri þætti í makeoverinu eins og förðun og aðrar Iíkamssnyrtingar. Sendið inn umsókn Nú þurfa konur að spyija sig að því hvort þær vilji sitja heima og safna spiki og sökkva sér í svart- nætti óheilbrigðs lífsmáta eða rísa upp úr sófanum og umbreyta sér. Þetta makeover snýst ekki einungis um að eltast við staðalímyndir heldur fyrst og fremst að stúlkan sem verður í makeoverinu verði ánægð með sjálfa sig, og verði heit pfa. Allt í senn. Ertu ekki í formi? Ertu á lausu? Ertu kríthvít? Ertu með asnalegt hár? Ertu óróman- tísk? Ertu rangstæð? Ertu að vinna í innréttingadeildinni í IKEA (ekki nauðsynlegt þött Villi WRX hafi unnið þar í byijun makeovers)? Ertu tilbúin til þess að verða gella „Þó að sérgrein mín sé að taka að mér litíaf rauðhærða hnakka þá get ég alveg tekið stelpur lika." og komast VIP inn á alla skemmti- staði? Þá skaltu senda tölvupóst á makeovei@dv.is sem á að innihalda: Nafii umsækjanda Aldur (Enginn of gamall) Áhugamál Markmið Mynd af umsækjanda Gillzenegger mun svo skoða umsóknimar og kamia hvort honum h'tist eitthvað á blikuna. Þú gætir orðið heppin. soli@dv.is Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona er 33 ára í dag. „Þessari konu er eðlis- lægt að sýna kærleika í verki. Á þessu stigi hef- ur hún náð að uppfylla óskir sínar og kýs um þessarmundirað njóta stundarinnar meðal fólksins sem hún elskar," seg- ir í stjörnuspá hennar. Vatnsberinn(2o./an.-?8.fefcr.) Orka þln er kjarni tilveru þinn- ar og því er mikilvaegt að þú lærir að veita henni eingöngu jákvæða útrás. Notaðu innsæi þitt næstu daga og vik- ur og skynjaðu sjálfið án eigingirnl og orkuútláta. Fískmir (19. febr.-20.mars) Hér birtast órjúfanleg tengsl. Þú upplifir um þessar mundir tilver- una með opið hjarta. Gjafir þlnar eru sannarlega einstakar og nauðsynlegar fyrir heildina. Hrúturinn 121. mrs-19. apnij Það er vissulega I lagi aö hugsa til þeirra mistaka sem þú hefur gert en aðeins ef þú reynir að ein- beita þér að því að læra af þeim. Rétt greining á hlutum fortíðar er hálf lækning. Ekki festast I fortíðinni. Nautið (20.aprll-20.mal) Þegar þú finnur fyrir öryggi afhjúpar þú þig en hér kemur fram að þú þarft að opna þig og rækta sjálfs- traust þitt mun betur. Áttaðu þig á dýpstu óskum þínum. Ivíbwmll Q1.mal-2ljúnl) Athafnasemi þín er án efa til staðar og þú bregst skjótt við þegar hjarta þitt leiðir þig hérna áfram. Þró- aðu góða færni til árangursríkra sam- skipta við fólkið þitt, kæri tvíburi. Krabbinn (22.^1-22.1010 Frelsiskennd einkennir hjarta þitt og þú ert trú/r tilfinningum þlnum en mættir ákveða hvað það er sem þú raunverulega vilt. LjÓnið (H.jill-22. dgúst) Hér ert þú spurð/ur hvort þú sért fús til að breyta. En hér birtist stökk I rétta átt þegar stjarna þín, Ijón- ið, er skoðuð. Hér kúvendir þú I raun hugsun þinni en hvernig eða af hverju kemur ekki fram. Þú birtist fullkomlega ánægð/ur. Meyjan (23. úgúst-22. sept.) Ekki hika við að stefna að yf- irburðum á því sviði sem þú hefur nú þegar valið þér. Vogin (23.sept.-23.okt.) Vikuna framundan ættir þú ekki að taka þig of alvarlega og minna sjálfiö á að vald snýst aðeins um hversu mikið vald öðrum finnst þú hafa. Sporðdrekinn (24.okt.-21.a0v.) Þú ert minnt/ur á þá staðreynd að þaö er ekki hægt að ná valdi á kærleikanum. Hann er einfaldlega leyfður. Bogmaðurinn(/znör.-/i.fc/ | | Þér er ráðlagt að hætta að vera móðg- unargjarn/-gjörn (á við dagana framundan). Efldu með þér léttlyndi. Steingeitin(?zte.-/9.;an.) Stærsta gjöf sem þú getur veitt þeim sem þú elskar er að þú opnir og bjóðir þig fullkomlega, mundu það vikuna framundan. Vertu meðvitaður/meðvituð um líðan þína og gefðu af þér. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.