Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005
Helgarblað DV
■ ónína býr í 300 fermetra
I glæsivillu í Stigahlíðinni,
I einni af fínni götum borgar-
I innar. Villan er metin á 100
m milljónir, í garðinum er
•^sundlaug og heimili hennar er
ríkmannlegt. Hún ekur um á
Lexus-jeppa og stundar dýrt nám í
viðskiptafræðum á Bifröst. Matar-
boðin hennar eru glæsileg og ekki
er til neins sparað. Gestir hennar
eru þekktir en þeirra á meðal eru
vel metnir stjómmálamenn, við-
skiptajöfrar, leikarar og fjölmiðla-
stjörnur. Hún ferðast reglulega til
útlanda, oftar en ætla mætti fyrir
konu í hennar stöðu og þeir sem
umgangast hana em sammála um
að ekki hafi þeir orðið þess varir að
hana skorti fé handa á milli. Jónína
Benediktsdóttir er hins vegar
gjaldþrota og hefur ekki verið í
launaðri vinnu í þrjú ár. Enginn
getur svarað hvaðan henni kemur
fé til að lifa dag frá degi og halda
uppi þeim standard sem hún lifir
við. Hana virðist ekki skorta neitt.
Jónína Benediktsdóttir er fædd
á Akureyri í mars 1957, dóttir hjón-
anna Ástu Þorkelsdóttur Ottesen
sjúkraliða og Benedilcts Ingvars
Helgasonar tónmenntakennara.
Fjölskyldan bjó á Húsavík en faðir
hennar var útibússtjóri Kaupfélags
Þingeyinga en móðir hennar starf-
aði á sjúkrahúsinu. Þeir sem
þekkja til segja foreldra hennar
hafa verið sómafólk en Ásta móðir
hennar lést þegar Jóm'na var lið-
lega tvítug.
Ágústu. Við áttum engan pening,
enda var ég ekki nema rúmlega tví-
tug. Við fómm af stað og fundum
húsnæði en vantaði pening til að
innrétta og gera klárt fyrir líkams-
rækt. Bankarnir vom ekki eins
opnir á þessum tíma og nú er og ég
held að við höfum ekki einu sinni
reynt að fá lán hjá þeim. Þess í stað
leituðum við til Húsasmiðjunnar
og þar treystu menn okkur og lán-
uðu allt efrii sem við þurftum,"
segir Ágústa og rifjar áffarn upp
þessi fyrstu ár: „Þetta var í kringum
1986 og áhugi manna á líkamsrækt
var fyrir alvöru farinn af stað,"
bendir hún á.
Ágústa ber Jónfnu í alla staði vel
söguna. „Hún er hörkudugleg,
skemmtileg og áræðin. Hún fær
hugmyndir sem öðmm þykja frá-
leitar og hrindir þeim í fram-
kvæmd. Hún reyndist mér vel í okk-
ar samstarfi en við vomm fyrst og
fremst viðskiptafélagar," segir hún
og bætir við að ekki sé neitt nema
gott um Jónínu að segja og gaman
hafi verið að starfa með henni.
Stúdíó Jónínu og Ágústu gekk
vel, þær unnu báðar af krafti í fyr-
irtækinu og ekki leið á löngu þar til
fyrirtækið fór að bera arð. Nokkm
áður hafði Jónína kynnst manni
sínum Stefáni Matthíassyni sem
þá var í námi í læknisfræði. Þau
giftu sig og eignuðust fljótlega sitt
fýrsta barn. Stefán átti eftir að full-
nema sig og það lá fyrir að þau
fæm utan. Hún seldi því Ágústu
sinn hlut, árið 1989, og hélt til Sví-
þjóðar með manni sínum sem
þangað fór í framhaldsnám. í við-
tali við Mannlíf snemma árs 1989,
þegar Jóm'na er á leið utan, segist
hún ætla í nám í fjölmiðlun þar í
landi. Af því varð hins vegar ekki
og líkamsræktarbransinn beið
hennar.
Flutti til Svíþjóðar
í Sviþjóð tók Jónína fljótt til
óspilltra málanna við undirbúning
að heilsuræktarstöð. Þau Stefán
bjuggu í Helsingjaborg og þar opn-
aði hún sína fyrstu stöð. Þær urðu
þrjár áður en yfir lauk. íslendingar
Um fáar konur er meira rætt þessa dagana en einmitt
Jónínu Benediktsdóttur. Flestir vita allt um andúð
hennar á Baugi, líkamsræktaráhugann og skoðanir
hennar á samskiptum kynjanna. En færri vita að
Jónína á tvö hjónabönd að baki, hvernig sambandi
hennar við Jóhannes í Bónus var raunverulega háttað
og hver vinur hennar síðustu mánuði hefur verið. Það
er líka mönnum ráðgáta hvernig Jónína framfleytir
sjálfri sér og kostar dýrt nám þar sem hún þiggur
hvergi laun. Sitt sýnist hverjum en hún ekur um á
dýrum Lexus og býr í lúxusvillu á besta stað 1 borg-
inni. DV talaði við fjöldann allan af fólki sem þekkir
Jónínu vel. Hér á eftir fer sú mynd sem menn drógu
upp af henni, allt frá æsku til dagsins í dag.
Giftist fyrst átján ára
Ingibjörg Benediktsdóttir tann-
læknir, systir Jónínu, man helst at-
orkusemi og lífsgleði systur sinnar.
Hún hafi alltaf verið á fullu í hverju
því sem hún tók sér fyrir hendur.
„Jónína er átta árum eldri en ég
þannig að þegar ég fór að muna
eftir mér var hún komin á ung-
lingsár. Það var mikil] kraftur í
henni, hún spilaði handbolta með
Völsungum, lék á píanó og var
alltaf kát og flörug."
Eftir hefðbundið nám á Húsa-
vík fór Jónína til náms við Mennta-
skólann á ísafirði. Þar kynntist hún
Sveini Magnússyni kennara, syni
Magnúsar Torfa Ólafssonar fýrr-
verandi ráðherra. Þau giftust þegar
Jónína var aðeins átján ára gömul
en hann var fimm árum eldri.
Saman héldu þau til náms til
Vancouver í Kanada én færðu sig
síðan til Montreal þar sem Jónína
nam íþróttafræði við McGill-
háskóla og útskrifaðist 1981.
Eftir heimkomuna réðu þau sig
•?- ••.
norður í Reykjaskóla í Hrútafirði
og kenndu þar í tvo vetur. Hjóna-
bandið hélt hins vegar ekki og þau
skildu eftir árin tvö á Reykjum.
Jónína var veturinn eftir í Reykja-
vík og kenndi þar, meðal annars
við æfingadeild Kennaraskólans
og fór af stað með Æfingastöðina
Engihjalla sama vetur. Þar lágu
leiðir þeirrar Ágústu Johnson sam-
an en hún var einnig nýlega komin
„Hún ætlaði sér að
giftast Jóhannesi,
það fór aldrei á milli
mála, en ég held að
hann hafi ekki verið
á þeim buxunum.
Hann sá ekki sam-
band þeirra þannig
og hélt sér utan við
öll hennar viðskipti."
frá námi að utan í heilsu- og
íþróttafræðum. Þær sameinuðust
um að stofna fyrirtæki og haustið
1985 var fyrirtæki þeirra, Stúdíó
Jónínu ogÁgústu, farið að rúUa.
Hörkudugleg framkvæmda-
kona
Ágústa segir frá því í viðtali við
DV snemma á þessu ári hvernig
þær stöllur unnu að því: „Jónína
Benediktsdóttir var með líkams-
rækt í Engihjallanum og það varð
úr að við sameinuðum krafta okk-
ar og stofnuðum Stúdíó Jónínu og
Ungog
hress
Jónina
varð
snemma
áberandi
talsmaöur
hollrar
hreyfíngar.