Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Page 17
X3V Helgarblað
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 17
„Þau voru mjög ástfangin og ég held að
Jónína hafi fyllt upp í ákveðið tómarúm
sem var í lífi Jóhannesar á þessum tíma,
Hreinskilin og full af
réttlætiskennd
Jóhanna Klara, dóttir
hennar, hefur þau orð
um móður sína sem
hún segir bestu
mömmu í heimi.
■zA
«•
■ *
búsettir í Svíþjóð veittu Jónínu
fljótt athygli í fjölmiölum þar í
landi og furðuðu sig á hve stuttan
tíma það tók hana að fá þá til liðs
við sig. Þeir sem þekkja Jónínu
segjast ekki vera hissa á því; hún
viti nákvæmlega hvemig hún á að
nota sér fjölmiðla í eigin þágu.
Stöðvarnar í Svíþjóð gengu vel
og Jónína var meðal annars kjörin
atvinnurekandi ársins í Helsingja-
borg eitt árið. Það var því
erfið ákvörðun
hana að snúa aftur til
íslands frá vel
gengninni þar.
Ingibjörg systir
hennar segir að
í huga þeirra
hjóna hafi
það vegið
þyngra að
börnin
Jóhannes í Bónus Hann kom á
stöðina tilJónlnu og þar með hófst
samband sem margir halda fram að
hafí orðið til að hrinda afstað
atburðarás sem ekki sér enn fyrir
endann á.
þeirra fengju að alast upp í ís-
lensku samfélagi. En enginn veit
sína ævina fyrr en öll er og ekki er
víst að Jóm'na hefði hreyft sig langt
hefði hún vitað hvað beið hennar
hér á landi. Samfélagið sem hún
kaus að lifa í hefur hún haft sitt-
hvað við að athuga og ekki dregið
af sér í gagnrýni sinni á það.
Jónína ogJóhannesvoru
glæsilegt par
Eftir heimkomuna hófst Jónína
strax handa við undirbúning að
opnun nýrrar stöðvar; stöðvar sem
skyldi vera öðmvísi enn menn hér
áður þekktu. Hún opnaði því
Planet Pulse á Hótel Esju 1997.
Stöðin var glæsileg og þar var
lúxusinn meiri en menn áttu að
venjast, enda kostaði sitt að stunda
líkamsrækt þar. Þeir sem höfðu
búið erlendis skildu vel hvað Jón-
ína var að gera og hvaðan hug-
myndin var komin. Og hún virkaði
líka hér.
í Planet Pulse var Jóhannes
einn viðskiptavina og Jónína tók
vel á móti sínum kúnnum. Hjóna-
band þeirra beggja vom að enda-
mörkum komin. Haft er eftir vini
þeirra á þeim tíma að líklega hafi
samband þeirra orðið að veruleika
einmitt þess vegna. Jónfna hafi
verið rétt manneskja, á réttum
stað, á réttum tíma.
Ingibjörg, systir Jónínu, segir á
hinn bóginn að það hafi ekki leynst
neinum hve ánægð þau Jóhannes
og Jónína hafi verið. „Þau vom
mjög ástfangin og ég held að Jón-
ína hafi fyllt upp í ákveðið tóma-
rúm sem var í lífi Jóhannesar á
þessum tíma,“ segir Ingibjörg og
bætir við að þau Jóhannes hafi
verið glæsilegt par.
Sambandið ekki byggt á ást
Þeir sem umgengust þau Jó-
hcinnes og Jónínu á þessum tíma
em ekki allir sammála um að svo
hafi verið. Náinn vinur þeirra sem
DV ræddi við telur að samband
þeirra hafi ekki endilega verið
byggt á ást, heldur hafi kynni
m
fyrir
þeirra fremur gefið þeim færi á að
losna úr eigin hjónaböndum. Þau
hafi leyst það með þessum hætti.
Auk þess hafi Jóhannes drukkið
talsvert um þetta leyti og Jónína
hafi aðeins verið góður drykkju-
félagi.
Það kemur heim og saman við
að þau Jónfna vom talsvert út á
við, létu sig ekki vanta í samkvæmi
sem þau vom boðin í og vom
ósjaldan í útlöndum. Meðal
„Þeirsem umgengust
þau Jóhannes og Jón-
ínu á þessum tíma eru
ekki allir sammála um
að svo hafi verið. Ná-
inn vinur þeirra sem
DV ræddi við telur að
samband þeirra hafi
ekki endilega verið
byggt á ást, heldur
hafi kynni þeirra
fremur gefið þeim
færi á að losna úr
eigin hjónaböndum."
annars kynntist Jónína Jóni Gerald
vel á þessum tíma vegna tíðra
ferða þeirra í snekkjuna á Flórída.
Um svipað leyti keypti Jónína
glæsilega íbúð með útsýni til allra
átta í Bryggjuhverfinu. Hún inn-
réttaði hana fallega og þar hófu
þau búskap. Nokkru seinna keypti
Jóhannes hús á Akureyri og var
ekkert til sparað til að búa það sem
best úr garði. Jónína segir í viðtali
við Mannlíf skömmu eftir sam-
bandsslitin að hún hafi keypt hús-
ið með Jóhannesi og innréttað að
sínum smekk. Þar hafi þau átt ynd-
islegar stundir sem hún tregi mjög.
Heimildarmaður okkar segir hins
vegar að Jóhannes hafi frá fyrstu
stundu átt húsið einn. Það hafi
aldrei komið til greina að Jónína
kæmi þar að.
Jónína er myndarleg húsmóðir
og Ingibjörg systir hennar segir að
hún sé mjög góður kokkur, eldi frá-
bæran mat og heimili hennar sé
alltaf glæsilegt, hvar sem hún búi.
Ætlaði að giftast Jóhannesi
Fljótlega eftir kynnin við
Jóhannes fór Jónína að
huga að því að færa út
kvíarnar. Hún keypti
nokkrar stöðvar og
breytti þeim í
Planet. Stöðvarnar
vom Planet City,
Planet Esja,
Planet Gym 80,
Planet Pump,
Planet Sport og
Planet Pulse
Heilsuskólinn.
Allt gekk eins
og best verður
á kosið hjá
henni og
glæsileg stöð í Austurstræti var í
undirbúningi. En stöðin varð um
leið hennar banabiti. Kostnaður
fór upp úr öllu valdi en heimildar-
menn DV telja að það hafi haft
áhrif að menn töldu að Jóhannes
stæði að baki henni og nægir pen-
ingar væm fyrir hendi. Því væri í
lagi að smyrja á alla vinnu. Aðrir
telja það alís ekki skýringuna, Jón-
ína hafi einfaldlega ekki reiknað
dæmið rétt eða talið að í lagi væri
að skuldsetja sig upp úr öllu valdi,
Jóhannes kæmi að því að borga
brúsann fýrir hana. Sjálf kenndi
Jónína Ingibjörgu Sólrúnu um
vegna þess að Austurstrætið var
sundurgrafið um það leyti sem
hún ætlaði að opna og það hafi
dregið úr gestakomum.
„Hún ætlaði sér að giftast Jó-
hannesi, það fór aldrei á milli
mála, en ég held að hann hafi ekki
verið á þeim buxunum. Hann sá
ekki samband þeirra þannig og
hélt sér utan við öll hennar við-
skipti," segir heimildarmaður okk-
ar og bætir við að þau Jóhannes og
Jónína hafi haft algjörlega aðskil-
inn fjárhag. Jóhannes hafi ekki
skipt sér af þvf sem hún var að gera
að öðm leyti en því að gefa henni
góð ráð.
Tók höfnuninni ekki
þegjandi
Annar heimildamaður okkar
sem hefur stundað viðskipti lengi
og þekkir vel til í viðskiptaheimin-
um segir að ef eitthvað hafi verið,
þá hafi Jónína grætt á að vera í
sambandi við Jóhannes. „Hún fékk
fyrirgreiðslu sem hún hefði aldrei
fengið nema vegna þess að bank-
inn taldi Jóhannes vera fjárhags-
lega að baki henni. Hún notfærði
sér líka óspart vini hans og þeir
vom tilbúnir að greiða götu henn-
ar þess vegna. Jónína Benedikts-
dóttir getur engum um kennt
hvemig fór, nema sjálfri sér,“ segir
þessi maður.
Samband þeirra Jóhannesar
varði aðeins um tvö ár. Jóhannes
virðist ekki hafa blandað henni
mikið inn í fjölskyldumál sín eða
kynnt hana fyrir sínu fólki nema að
takmörkuðu leyti. Enda hefur
Jónína sjálf sagt að hún þekki Jón
Ásgeir, son Jóhannesar, ekki neitt.
Seint á árinu 2001. fór að fjara
undan sambandi Jónínu og Jó-
hannesar en heimildarmaður okk-
ar segir að það hafi tekið nokkurn
tíma að renna sitt skeið á enda.
Jónína tók því illa; var ekki tilbúin
að taka þeirri höfhun þegjandi eins
og komið hefur á daginn.
Gjaldþrot blasti við
Jónína lenti í miklum fjárhags-
legum erfiðleikum vegna líkams-
rætarstöðva sinna og réri lífróður
til að bjarga þeim, en án árangurs.
Svo fór að ekki blasti annað við en
gjaldþrot, sem Jónínu tókst ekki að
afstýra og varð hún síðar lýst gjald-
þrota.
Eftir sambandsslitin við Jó-
hannes og gjaldþrotið virðast hafa
orðið miklar breytingar á h'fi Jón-
ínu. Það er í raun ekki skrýtið því í
fyrsta sinn frá átján ára aldri var
Jóm'na ein og ekki í sambandi. Hún
var iðin við að halda boð heima hjá
sér og ófeimin við að bjóða þekkt-
um einstaklingum sem hún þekkti
lítið sem ekki neitt. Meðal þeirra
voru Ingibjörg Sólrún og Stefán
Jón Hafstein með mökum, eins og
greint hefur verið frá. Þá fór Jóm'na
að umgangast talsvert gamla vini
og kunningja frá æskuárunum á
Húsavík en í þeim hópi voru Arn-
þrúður Karlsdóttir, Sólveig Hákon-
ardóttir, móttökustjóri á 101
hóteli, og Bryndís Torfadóttir, um-
boðsmaður SAS á íslandi.
Bryndís segist ekki geta sagt
neitt nema gott eitt um Jónínu.
„Við þekktumst ekki nema af af-
spurn heima á Húsavík enda er ég
mörgum árum eldri en Jónína.
Hún bauð okkur hins vegar öhum
saman í mat á heimUi sitt og eftir
það hittumst við oft, skemmtum
okkur og spjöUuðum. Það leyndi
sér ekki að Jónína var sár og bitur
eftir sambúðarslitin við Jóhannes
og þau voru henni erfið. En Jóm'na
er mikið hörkutól, afskaplega dríf-
andi og skemmtUeg ef sá gáUinn er
á henni," segir Bryndís og neitar
ekki að líklega eigi Jónína tíl að
vera dálítið fljótfær.
Framhaldá
næstusíðu
Styrmir Gunnarsson ritstjóri
Morgunblaðsins og fyrrverandi
ástmaður Jónfnu Jónina hefur ekki
aðeins átt ísambandi við Styrmi eftir
að slitnaði upp úr hjá þeim Jóhannesi,
heldur koma fleiri nafntogaðir menn
þar við sögu. Það staðfestu fleiri en
einn viðmælenda sem leitað var til við
vinnslu þessarar Nærmyndar.