Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Síða 27
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2005 27 viss um að ég myndi aldrei snúa heim aftur, ekld einu sinni liðið lík,“ segir hún og brosir þó að sannarlega hafi henni ekki verið hlátur í huga þá. í kuldalegum bæ sem byggði tilvist sína á því einu að þangað komu þeir sem ætluðu úr landi til Víemam, hófst þeirra hryllings ævintýri. „Við vorum ferlega þreyttar eftir langt ferðalag á holóttum vegum í lélegum langferða-' bfl, þegar við komum þangað. Við ætluðum að freista þess að ná annarri rútu þaðan yfir landamærin. Um leið og við komum á staðinn og vorum ekki einu sinni komnar út úr þessari þreyttu rútu sem við vorum búnar að ferðast með nógu lengi, stekkur mað- ur inn og spyr hve margir séu að fara yfir landamærin. Við gefum okkur ffam, héldum að hann væri þama starfsmaður. En það kom fljótt í ljós að það var hann alls ekki. Hann vildi hins vegar bjóða okkur far með sér í „mini van“, sem hann var á. Honum virtist vera það mikið kappsmál að fá okkur með en það var ekki spuming, það ætluðum við okkur ekki. Enda þótti okkur þetta í meira lagi spúkí. Nauðugar með smyglara yfir landamærin Við komum honum í skiining um það og fómm að miðasölunni til að kaupa okkur miða í rútuna. En þá tók sá ákafi undir sig stökk og var kominn inn fyrir í miðasölunni, talaði heil ósköp og útskýrði með handapati og látum. Það fór ekki milli mála að við vomm umræðuefnið. Það hefði því ekki átt að koma okkur á óvart að fá engan miða. Sama hvað við reyndum, nei, þeir hristu höfuðið því miður var uppselt og ekki hægt að fá far áfram, fýrr en guð má vita hvenær.“ Þórhildur rifjar upp að ekki hafi þeim litist á bfikuna. Þama vom greinilega samantekin ráð. „Það gengur flest fyrir mútum þama og besta fjárfesting manna er maður í lögreglubúning. Þannig komast menn nokkuð vel áfram. Það er að segja ef þeir eiga peninga." Þar sem þær Þórhildur og Mel- korka standa og horfa á eftir hálftómri rútunni sem þeim var sagt að uppselt væri í, dansar mannfígúran fyrir framan þær og er ákafri en nokkru sinni í að fá þær með sér. „Við sáum að við áttum ekki um neitt annað að velja en fara með honum. Þegar við erum að stíga upp í bílinn, koma fjór- ir aðrir vesturlandabúar að. Við vor- um fljótar að átta okkur og fengum þau tÚ að koma líka með, ætluðum að því fleiri sem við værum því öruggari værum við. Svo skröltum við af stað í bílnum sem var fullur af hrísgrjóna- pokum og einhveiju fleiru," rifjar Þór- hildur upp. Tvær töskur fullar af hvítu dufti Ferðin sóttist hægt því maðurinn gerði ekki annað en stoppa og feija í bílinn fleiri hrísgijónapoka. Skömmu áður en þau koma að vegabréfsskoð- uninni bætist annar maður við, rifjar Þórhildur upp. „Hann var með tvær stórar áltöskur. Okkur var ekki farið að Utast á blikuna. Bílstjórinn var ofsalega stressaður og við gátum ekki betur heyrt en þefr hnakkrifust um eitthvað sem varðaði töskumar. Ég var farin svima og beið bara eftir að eitthvað skelfílegt myndi gerast," ség- ir Þórhildur kfminn á svip enda fjarri öllum hættum í mjúkum sófa heima á íslandi. „Við landamæratékkið stoppar maðurinn og fer inn. Við sjáum að hann réttir seðlavöndul til tollvarð- anna og ailir em kampakátir." í bíln- um biðu krakkamir á meðan og í öll- um látunum sjá þau hvað áltöskumar hafa að geyma. „Hún var full af hvítu dufti í pokum og kom ekki á óvart. Ætli sumir hrísgrjónapokanna hafi ekki geymt eitthvað svipað. Sannleik- urinn rann upp fyrir okkur, við vorum skálkaskjól eiturlyfjasmyglara, og ef eitthvað myndi fara úrskeiðis væmm við í stórkostlegum vandræðum." Troðnir bílar af spangólandi hundum biðu dauðans Þórhildur riíjar upp fíðan sína þau fáu andartök sem þau biðu í bílnum við landamæraeftirlitið. Hrollurinn læðist niður bakið á henni þegar hún minnist andrúmsloftsins á staðnum. „Mitt í þessu byrjaði að hellirigna en það varð til þess að afft varð enn öm- urlegra og varpaði grámóskulegri birtu yfir þennan óaðlaðandi stað. Og það sem fyllti mælinn var þegar tveir bílar fullir af hundum sem spangól- uðu og vældu út í rigninguna stopp- uðu við hlið okkar," segir hún hikandi og þagnar. Er ekki viss um hvort hún á að segja meira, vitandi það að við- mælandi má ekkert aumt heyra um hunda. „Á ég að halda áfram," spyr hún og það þýðir ekki að víkjast und- an því. „Þeim var troðið... Nei, ekki troðið heldur pakkað svo mörgum saman að þeir gátu ekki hreyft sig. Þeir gátu ekki einu sinni hrunið niður en við og við kom einhver, opnaði eitthvert búrið og kastaði út hræi af minnstu hundunum sem höfðu troð- ist undir þeim stærri. Bara út í busk- ann; þessir menn voru ekki að velta því frekar fyrir sér. Þetta var óhugnan- legt," segir Þórhildur sem fann illa til með dýrunum sem spangólandi biðu þama dauðans en hún segist ekki vita hver tilgangurinn við að feija hundana yfir landamærin var. „Ég sagði a.m.k. við Melkorku að það kæmi ekki til greina að ég borðaði kjöt íVíemam," segirhún. Hótaði öllu illu og heimtaði peninga En aftur að eiturlyfjasmyglinu. „Já, ég hef ekki gleymt því en eftir taugastrekkjandi bið var okkur hleypt yffr landamærin og það var eins og létti yfir bílstjóranum: hann var hólp- inn - enda búin að múta ölfu ein- kennisklæddu sem hann hitti. Og við vonuðum bara að við værum hólpin líka. En við vorum enn föst í bíl með eiturlyfjasmyglurum í fjallahéraði í Víetnam, í hellirigningu og myrkri. Og svo fór hann að heimta af okkur pen- inga. Ég skildi aldrei almennilega hvað gerðist, en ein stelpan sem var með okkur í för reifst við hann á móti. Hann hótaði okkur öflu iilu, ætlaði að henda okkur út úr bílnum, en hætti svo við og þessi ferð dauðans hélt áfram." Og næstu tímar voru erfiðir. „í raun er alft í móðu, ég var svo skít- hrædd," segir Þórhildur. „En þetta endaði vel, sem betur fer," segir hún. „Ekkert fangelsi, ekkert ofbeldi og við vorum ekki einu sinni rænd. Hann var með hugann við eiturlyfin og mátti liklega ekki vera að því að hrella einhverja taugatrekkta túrista. Hann keyrði okkur meira að segja að rosa- lega firiu hóteli loksins þegar við mættum á áfangastað," segir Þórhild- ur og bætir við að þær stöllur eigi seint eftir að gleyma hve gott var að liggja lengi í volgu baði og sofa í mjúku rúmi. Hægt að venjast því að horfa í brostin augu betíandi barna Löndin sem þær Þórhildur og Melkorka heimsóttu em þekkt fyrir vændi. Þórhildur segist alls ekki hafa orðið vör við neitt slíkt í Taflandi enda hafi hún ekki heimsótt þannig staði. Eftir því sem sunnar dró urðu þær frekar varar við misnotkun á konum og bömum. „Skelfilegast er ástandið í Kambódíu en landið er þekkt fyrir að þangað hafa sótt vestrænir pedófílar í hópum. Þar hefur þeirra góssenland verið og þeir hafa óáreittir getað not- fært sér fátækt hörmung þeirra bama sem þar betla á götunum. Nú hefur hins vegar verið gert átak í því að vinna bug á því bamavændi sem þar hefrir verið stundað. Alþjóðleg sam- tök gegn bamavændi hafa hrundið af stað herferð og það má lesa á skiltum hvarvetna um landið. Mér skilst að það hafi skilað einhverjum árangri," segir hún og bendir á að bömin á göt- unni, illa til reika, svöng og fátæk hafi að öllum líkindum verið auðveld bráð fyrir þá níðinga sem þangað leituðu í þeim erindum. Þórhildur er ekki í vafa um að þessi ferð hafi haft mikil áhrif á hana. En stundum vom hlutimir erfiðir. Hún segir það hafa verið sérstaklega erfitt að horfa upp á fátækt og eymd sem hvarvetna blasti við. „Ótrúlegt en satt, það er hægt að venjast því að horfa í brostin augu berfættra betlandi bama. Því hefði ég ekki trúað nema reyna það en við hættum nánast að veita þeim athygli. Fyrst vomm við sjokkeraðar og mig langaði svo til að vera rík svo ég gæti látið eitthvað af hendi rakna. En það hefði verið eins og dropi í hafið og guð einn veit hvort þau hefðu notið þess sjálf að fá ein- hveija aura í lófann. Við kynntumst hins vegar lítilli telpu í Víetnam sem talaði dálitia ensku og áttum ofsalega skemmtilegt spjall við hana. Við fór- um með hana og gáfum henni að borða og ég hef aldrei hvorki fyrr né síðar séð nokkra manneskju taka eins hraustlega til matar sfns. Þá áttaði ég mig á það er einmitt það sem maður á að gera, gefa bömunum að borða í stað þess að rétta þeim aura. Maga- fyllina er ekki hægt að hirða af þeim," bendir hún á. Þórhildur hvetur allt ungt fólk sem á þess kost að fara í svona ferð. „Ég get lofað því að þeir sem það gera, koma ekki samir til baka. Eg sé ekki eftir einni krónu sem ég fór með í þetta ferðalag. Reyndar vom þær mun færri en ég hélt en ég hef ekki tekið það al- veg saman. En svona fljótt á litdð held ég að öll þessi ferð sem stóð yfir í tvo mánuði hafi kostað mig um 300 þús- und. Já, svona eins og hálfsmánaðar sólarlandaferð," segir hún með festu og af svipnum má ráða hvað Þórhildi Ólafsdóttur finnst um þá samlíkingu. bergljot@dv.iS íKambódíu fengum við okkur til dæmis pítsu á veitingastað og vor- um spurðar hvort ekki mætti bjóða okkur pítsuna „happy"! „Happy, hvað?"spurðum við og komumst fljótt að þvíað þá strá þeir grasi yfirhana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.