Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 Helgarblaö SV DV Helgarblað LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER2005 33 Birgir féllst á að hitta mig til að heiðra minningu Einars. Ég þekki Birgi ekki í sjón en hann segir að ég muni þekkja hann á hæðinni. „Ég er hátt í tveir metrar," segir hann mér í símann. „Ég býst ekki við að það verði margir svona háir menn á kaffihúsinu." Það reynist rétt. Ég þekki hann strax og veit svo ekkert hvað ég á að segja. Hvað segir maður við mann sem er nýbúinn að missa konuna sína og ætlar að hitta börnin sín til að minnast afmælis látins sonar og bróður? „Ég votta þér samúð mína og til hamingju með strákinn?" Það hljómar einhvern veginn fáránlega. En Birgir brosir og segir það bara fínt. „Við erum einmitt að minnast Einars og gerum það í gleði. Við erum þakklát fyrir þau 27 ár sem við fengum að hafa hann hjá okkur svo þetta er ekkert óviðeigandi." Nöturleg atburðarás Áður en Einar lést við þessar hörmulegu kringumstæður var fjöl- skylda Birgis dæmigerð íslensk fjöl- skylda sem undi glöð við sitt. „Við vorum ósköp venjuleg fjöl- skylda í Fossvoginum en kannski sérstök að því leyti að líf okkar gekk nánast algjörlega út á íþróttir," seg- ir Birgir. „Ég var í körfuboltanum og Aldís í handboltanum og við vorum bæði með íþróttir á heilanum. Ég var í í landsliðinu í körfubolta í 20 ár, spilaði fyrsta landsleik íslands áriðl959 og var svo með liðinu í 19 ár eftir það. Þegar ég hætti að spila fór ég að þjálfa eins og gengur." Birgir og Aldís byggðu sér hús í Fossvoginum þegar það hverfi var að byggjast upp. Þegar börnin fæddust hætti Aldís í boltanum, en hún var þó í félagsskap sem heitir KR-konur þar til hún lést. „Þessi íþróttaáhugi smitaðist auðvitað yfir á krakkana sem fóru öll í íþróttir," segir Birgir. „Einar náði þar bestum árangri og var orð- inn atvinnumaður í knattspyrnu í Noregi, en hann hafði líka verið í handbolta og körfubolta. Við vor- um samhent fjölskylda og það átti eftir að hjálpa okkur þegar áfallið dundi yfir.“ Birgir tekur sér málhvíld og sýp- ur á kaffinu. „Nú á ég sex barna- börn og þau sem eru orðin nógu stór eru í íþróttum. Lífið heldur áfram og ég er sko langt í frá einn,“ segir hann brosandi. „ Ég á yndis- lega fjölskyldu og mikið af góðum vinum sem er ómetanlegt." Hann segist þó syrgja Einar á hverjum degi og nú bætist við sorgin eftir lát eiginkonunnar. „Það er öðruvísi að missa son en eiginkonu," segir hann. „Hvort tveggja er ólýsan- lega sárt en það vekur upp ólfkar til- finningar. Krakkanir mínir eru líka að takast á við nýjar tilfinningar nú þegar mamma þeirra er dáin. Við reynum að standa saman og styrkja hvert annað en atburðrásin þegar Einar lést var svo nöturleg að það tekur mörg ár að vinna úr því.“ Mikils virði að Einar fannst Einar Örn Birgisson var myrtur 8. nóvember árið 2000. Hans var leitað í viku áður en lík hans fannst í gjótu suður með sjó. Fljótlega eftir að leit var hafin beindist grunur að viðskiptafélaga Einars, Atla Helga- syni, sem hafði síðastur manna átt við hann samskipti. Atli neitaði þó að vita nokkuð um ferðir Einars og tók virkan þátt í leitinni. Hann ját- aði á sjötta degi að hafa orðið Einari að bana og benti á hvar lík hans væri falið. Þá höfðu vinir og björg- unarsveitir ásamt lögreglu leitað Einars dag og nótt allan tímann. „Það hljómar kannski einkenni- lega,“ segir Birgir, „og ég veit ekki hvemig ég á að orða það, en þegar lögreglan hringdi klukkan sex að morgni til að láta vita að líkið hefði fundist var ég þakklátur. Þetta var ákveðinn léttir eftir leitina og spennuna sem á undan var gengin og mér fannst svo mikils virði að hann skyldi finnast. Nú getum við þó farið að gröfinni hans og hlúð að leiðinu og það skiptir miklu máli." V': Xú' .“MsS'Söí Grunaði Atla um græsku Daginn sem Einar hvarf hafði hann verið að tala við mömmu sína í símann þegar sambandið slitnaði skyndilega. Það heyrði svo enginn í honum eftir það sem var mjög óeðlilegt og ólflct Einari. „Við hjónin vomm í símasam- bandi við börnin okkar daglega og vissum strax að eitthvað var at- hugavert þegar hann hringdi ekki aftur og ekki náðist í hann í síma. Við fómm að leita um sexleytið og létum lögreglu vita að ekki væri allt með felldu. Mig gmnaði eiginlega strax að Atli vissi meira en hann lét uppi en mér datt þó ekki í hug að hann hefði framið verknaðinn. Við vissum að hann hafði verið í eitur- lyfjaneyslu og að Einar hafði verið varaður við þegar hann ákvað að fara í samstarf við hann en þeir höfðu opnað verslunina Gap nokkmm dögum áður. Ég þurfti að vera í sambandi við Atla þessa daga varðandi fyrirtækið og af því ég gmnaði hann um græsku var ég nánu sambandi við hann meðan leitin fór fram. Ég reyndi að pressa á hann með upplýsingar en hann sagðist ekkert vita og tók þátt í leit- inni og einnig bænastund sem var haldin meðan á leitinni stóð.“ „Hún var auðvitað ekki búin að jafna sig eftirþessa atburði þegar meinið greind- ist Það deyrhluti af manni þegar maður missir barnið sitt." inn, nýbúinn að kaupa íbúð og stofna fyrirtæki og mjög bjartsýnn á framtíðina. Ég vissi líka að hann myndi aldrei láta sig hverfa svona án þess að láta vita af sér.“ Birgir segist hafa skynjað það með sjálfum sér að Einar væri dá- inn, en hann ræddi það ekki við konuna sína sem hélt lengur í von- ina. „Ég var að mörgu leyti undir áfallið búinn þegar það kom og var byrjaður að taka út sorgina." Engin fyrirgefning Eftir að Atli hóf að afplána dóm- inn á Litla Hrauni hefur hann verið í fréttum þar sem hann er talsmað- ur fanga og hefur beitt sér í ýmsum réttlætismálum þeirra. Hvernig tekst fjölskylda Birgis á við það? „í hvert skipti sem ég heyri minnst á Atla hefiir það áhrif og kall- ar fram ákveðnar endurminningar. Ég vil helst ekki hugsa um hann eða vita af honum, hann er bara maður- inn sem gerði þetta. Hann er að vinna sér inn einhvem status þama fýrir austan, og er það ekki bara eðli- legt í því samfélagi sem hann er í? Menn reyna að koma sér eins vel og hafa það eins bærilegt og þeir geta í öllum kringumstæðum. Hann hefur auðvitað lögfræðimenntun og ég býst við að margir fangar vilji nýta sér það. En ég leita ekki sérstaklega ffétta af honum." Birgir segist ekki vera uppfullur af reiði og heift, en hann hefur heldur ekki fyrirgefið neitt. „Ég veit til dæmis ekki hvernig ég brygðist við ef ég mætti Atla á götu. Það er ekki þar með sagt að ég gerði neitt, en þetta em djúpar og sárar tilfinn- ingar sem fara ekkert. Svo geri ég mér auðvitað grein íyr- ir að hann á aðstandendur og að þetta hefur verið erfitt fýrir þá. En ég hef ekkert reynt að fyrirgefa og hef ekki endilega hugsað mér að gera það.“ Ætlaði aldrei að eignast hús Atla Eftir að Atli var sakfelldur fór Birgir í einkamál við hann vegna skulda. „Ég man að fólk var að velta ýmsu fyrir sér á þessum tíma og ein fyrirsögnin í einhveiju dagblaðinu var: „Foreldrar Einars vilja eignast raðhús Atla.“ Þetta var alrangt. Málið var að Atli hafði falsað undir- skrift Einars á allskonar pappíra. Hann hafði gert kaupmála við kon- una sína þegar þau giftu sig skömmu fýrir þessa atburði og þeg- ar hann lét lýsa sig gjaldþrota var ekkert hægt að hrófla við honum. Mér var þá ráðlagt að fara í einka- mál því mönnum fannst eðlilegt að þessum kaupmála væri rift og að hann greiddi sínar skuldir. Ég tap- aði því máli og það kostaði mig hátt á aðra milljón króna. Menn voru hins vegar mjög liprir og sann- gjarnir að fella niður skuldir með fölsuðum undirskriftum. Það er ekki rétt sem sumir segja að við höfum þurft að greiða skuldir fyrir Atla. Okkur voru reyndar dæmdar miska- og skaðabætur sem við höf- um aldrei séð frá honum, en pen- ingahliðin á þessu öllu skiptir minnstu máli.“ Birgi finnst ekki eðlilegt að nú þegar Atli hefur afplánað fimm ár sé hann hugsanlega langt kominn með að taka út sína refsingu. „Það er ekkert eðlilegt við það að héraðs- dómur eða Hæsíiréttur ákveði ára- fjölda sem menn eiga að sitja inni og svo sleppi þeir eftir tvo þriðju tímans. Það er kannski skiljanlegt að það sé einhver afsláttur ef menn haga sér vel, það þarf bara að meta hverju sinni. En það er ekki auðvelt fyrir mig að tjá mig um þessa hluti, fólk heldur að ég stjórnist af beiskju og reiði sem er ekki rétt." Dauðastríð Aldísar tók örfáa daga Eiginkona Birgis, Aldís Einars- dóttir, greindist með krabbamein í desember árið 2003. Birgir segist ekki vita hvort svona stór áföll á borð við morðið á Einari geti komið af stað einhverju ferli eins og krabbameini, en segist reyndar hafa heyrt þess getið. „Hún var auðvitað ekki búin að jafna sig eftir þessa atburði þegar meinið greindist. Það deyr hluti af manni þegar maður missir barnið sitt. Hún reyndist vera með krabba í maga, brisi og milta og var skorin og krabbinn ijarlægður. Læknarnir töldu að þeir hefðu komist fyrir meinið og hún átti í framhaldi af þessu góða sextán mánuði þrátt fyrir að hún missti auðvitað mikið þrek. í júní síðastliðnum veiktist hún aftur og var lögð inn á sjúkra- hús í rannsóknir. Rannsóknirnar tóku tvo daga en svo var strax ljóst hvert stefndi. Hún var látin eftir níu daga. Auðvitað héldum við í vonina en þetta var þess eðlis að hvoki lyf né uppskurðir gerðu meira gagn." Birgir segir að börnin og barna- börnin standi sig eins og hetjur, en í þeirra lífi hafi myndast stór eyða sem ekki verður fyllt. „Sorgin vegna mömmu þeirra og ömmu er náttúr- lega svo ný að þeim finnst í hvert skipti sem síminn hringir að það sé mamma þeirra. Þegar Einar dó var áfallhjálp kynnt fýrir okkur. Okkur fannst reyndar þá að við gætum unnið okkur í gegnum þetta í sam- einingu og það hefur gengið ágæt- lega. Ég býst við að við höldum því striki og styrkjum hvert annað. Svo má ekki heldur gleyma stórfjöl- skyldunni og vinunum því þar höf- um við alltaf haft mikinn stuðning.1' Leitað til miðla Aðspurður hvort Birgir sé trúað- ur segist hann hafa sína barnatrú. „Ég bið bænirnar mínar og trúi því að mæðginin séu sameinuð núna. Það er góð tilfinning og þau hvíla hlið við hlið í Fossvogskirkjugarði. Ég leitaði líka í miðla á tímabili. Þegar Einars var leitað höfðu miðl- ar hvaðanæva úr heiminum sam- band. Þeir hringdu meðal annars frá Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjun- um. Ég hafði aldrei trúað á neitt svona en þegar bamið manns er týnt reynir maður allt. Ef einhver hringir og segist vita hvar barnið er niðurkomið segir maður ekki „þetta er meira mglið" heldur hleypur af stað. Þessar ábendingar reyndust í flestum tilfellum ekki réttar þegar allt kom til alls. Eftir að Einar dó fómm við nokkrum sinn- um til miðils og mér fannst það merkileg upplifun. Það er bara eðli- legt að maður reyni allt til að ná sambandi og fá fréttir. Það er hluti af því að öðlast frið í sálinni." Birgir segist ekki vera reiður út í almættið en viðurkennir að stund- um hafi hann spurt hvers vegna. „Manni finnst þetta ósanngjarnt inngrip f lff ungs manns sem var að byija lífið og átti svo margt eftir. Það hefði verið öðmvísi ef hann hefði veikst og dáið. Jafn sárt en öðruvísi. Þá hefði ekki verið jafn mikið rúm fyrir reiðina. Nú finnst mér að að við höfum öll verið svikin um mörg ár með honum. Ég fékk góðar ráðlegg- ingar ffá presti sem benti mér á að láta ekki vondar hugsanir ná tökum á mér heldur að snúa þeim upp í hugsanir um skemmtilegar minn- ingar. Við eigum sem betur fer mik- ið af þeim og það er líka góð tilfinn- ing að við Einar áttum ekkert óupp- gert. Við vorum miklir vinir og félag- ar og alltaf sáttir." Reynir að forðast vondar hugsanir Birgi finnst hann hafa öðlast nýjan skilning á lífinu eftir að Einar dó. „Ég er æðrulausari og reyni meira að njóta líðandi stundar. Ég hefði viljað kunna að staldra meira við áður fyrr, en nú reyni ég að njóta barnanna minna, barnbarna og alls sem lífið hefur upp á að bjóða. Það er ýmislegt annað sem hefur breyst eins og það að ég get ekki lengur horft á glæpamyndir í sjónvarpinu. Allt sem tengist höf- uðhöggum fær á mig og ef ég les eða heyri um fólk sem fær höfuð- högg vekur það vondar tilfinningar. Ég er mjög viðkvæmur fyrir því þar sem Einar lést af höfuðhöggum. Maður veltir því fyrir sér hvort hann hafi látist við fyrsta, annað eða þriðja höggið af þeim fjórum sem honum voru veitt. Lflca hvort hann hafi verið á lífi í skottinu á bflnum eða eftir að Atli kom hon- um fyrir í gjótunni. Þetta eru vond- ar hugsanir sem er hættulegt að festast í svo ég reyni meðvitað að komast frá þeim og rifja upp góðu stundirnar. Ég á líka erfitt með að horfa á fótbolta og sérstaklega á leiki með Manchester United af því að Ruud van Nistelrooy er ekki ósvipaður Einari og minnir mig alltaf á hann. En við eigum minningar um yndislegan strák, sem var ljúfúr, glaðlyndur og hafði mikla útgeislun. Hann var líka einstaklega laginn með börn og elskaður í unglinga- starfi hjá Víkingi. Minningarnar em allar góðar og þær tekur enginn frá okkur." edda@dv.is Mörgum spurningum ósvarað Birgir segir að þrátt fýrir að nið- urstaða sé fengin í þessu sakamáli sé enn mörgum spumingum ósvarað. „Ég spyr mig spurninga eins og til dæmis hvort eiginkona Atla hafi vitað af morðinu allan tímann. Það fundust gögn heima hjá þeim hjón- um, eins og blóðugir skór og blóð- ugur bolur. Það þarf ekki að þýða að hún hafi vitað neitt en það er ýmislegt sem bendir til þess að fleiri en Atli hafi komið að þessu. Lögreglan taldi þó ekki að svo væri og fór ákveðna leið og ömgga til að ná fram sakfellingu." Þegar þrír dagar voru liðnir og ekkert hafði spurst til Einars segist Birgir hafa gefið upp vonina „Þá átti ég ekki von á að sjá hann lífs framar. Það er talað um að menn geti hugsanlega lifað f þrjá sólarhringa við kulda og erfiðar að- stæður og ég var allan tímann viss um að hann hefði ekki farið neitt sjálfviljugur. Það var svo margt spennandi að gerast í lífi Einars á þessum tíma.. Hann var ástfang- EinarÖrn Birgisson Einar hafði einstaklega gott iag á börnum og var visnæll í unglingastarfi Vikings. Hérerhann með frxnku sinni I nóvember á þessu ári eru liðin fimm ár frá því Einar Örn Birgisson var myrtur af við- skiptafélaga sínum, Atla Helgasyni. Atli af- plánar nú dóm í fangelsinu á Litla Hrauni, en hann var dæmdur til fangavistar 1 sextán ár. Fjölskylda Einars syrgir hann sárt en í júní síðastliðnum knúði sorgin enn og aftur dyra hjá fjölskyldunni þegar móðir Einars, Aldís G. Einardsóttir, lést úr krabbameini. Birgir Örn Birg- is, faðir Einars, og börn hans, ||Sl||||i !|| Birgir Svanur og Guðrún || Hulda, hittust í vikunni til að 1 minnast Einars. Það var dag- %xf| inn sem Einar hefði orðið 32 tveggja ára hefði hann lifað. Einar Orn og Birgir Ragnar Frændurnir voru miklir mátar en Einar lét sér alltaf sérstaklega annt um systkinabörn sin. Birgir Örn Birgirs UfBírgis hefur gjörbreyst á fimm árum. Fyrst misstihann son sinn við ömuriegar aðstæður oa nú ijúni lést eiginkona' í hans úr krabbameini. Einar Örn Birgis árið 1998 tinar var mynáarlegur og fallegur strákur. Hann var valirtn með fallegustu lærin iþætti hjá Valdísi Gunnars og hafði garnan af. /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.