Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Síða 34
34 LAUCARDAGUR 1. OKTÓBER 2005
Helgarblað DV
„Ég er mjög mikil matarkona og
held því mikið upp á ísskápmn,"
segir Aðaiheiður Ólafsdóttir söng-
kona. Heiða, eins og hún er kölluð,
segist hugsa mikð um mat og mat-
argerð. Hún vilji góðan „gourmet"
mat um helgar en sætti sig með
glöðu geði við fisk á virkum dögum.
„Ég hef mjög gaman af að borða og
borða nánast ailan mat. Um helgar
vil ég eitthvað rosalega gott og finnst
þá gaman að elda steikur með ægi-
legri ijómasósu en svo er ég líka
ofealega dugleg að elda kjúkling og
pasta. Ég er líka mikið fyrir fisk enda
kem ég úr sjávarþorpi þar sem fisk-
tu var reglulega á borðum," segir
Heiða og bætir við að fiskur sé enn
ofarlega á vinsældalistanum henn-
ar. „Soðni fiskurinn stendur alltaf
fyrir sínu en þar sem ég vinn á leik-
skóla fæ ég nóg af honum þar og er
ég þvf duglegri að brasa eitthvað við
fiskinn þegar ég er að elda hann
heima."
Heiða er ákveðin í að fylgjast
með Idolinu á Stöð 2 og segir til-
hugsunina um að geta setið
afelöppuð heima í stofu og fylgst
með afar góða. „Þetta var samt svo
gaman að ég væri alveg til í að gera
þetta aftur," segir hún brosandi.
Hún og kærastinn hennar eru tvö á
heimilinu. Hún segir að hann sjái
mikið um eldamennskuna og standi
sig afar vel í því. „Það er ekki það að
ég kunni það ekki eða hafi ekki gam-
an af því heldur hefur hann einnig
svogamanafþví," segirhúnogbæt-
ir við að kærastinn sé afar góður
kokkur.
Heiða segist lítil tækjakona þegar
kemur að eldhúsinu. Henni þykir
vænst um mynd af sér og bróður
sínum sem hangir á veggnum og var
tekin þegar þau systkinin vom lítil
og litlar krukkur sem amma hennar
málaði og gaf henni í jólagjöf. „Ég er
ekki tæknivædd og fylgist lítið með
nýjungunum sem em að gerast I
eldhúsinu enda er ég enn þá með
upprunalega ofiiinn sem var í hús-
inu þegar það var byggt. Hins vegar
langar mig í Kitchen Aid-vélina, hún
er efet á óskalistanum."
Þrátt fyrir að vilja góðan mat í
qómasósu segist Heiða hugsa um
hollustuna. „Eg reyni að hugsa um
það sem ég set ofan í mig. Það er
samt mjög erfitt þar sem mér finnst
matur svo ógeðslega góður. Ég
borða til dæmis mikið af grænmeti
en hins vegar minna af ávöxtum en
reyni að hafa salat með öllum mat."
Þegar hún er spurð hver uppá-
haldsmaturinn hennar sé hugsar
hún sig um og nefnir sfðan
jólamatinn. „Ég er svo mikið fyrir
mat að ég á erfitt með að velja á
milli," segir hún hlæjandi en bætir
við að hamborgarhryggurinn á jól-
unum sé alla vega ofarlega á listan-
um. „Ég er náttúrlega utan að landi
og finnst allur svona skrítinn matur
góður, eins og sigin grásleppa og
hákarl." Heiða segist þó láta duga
að borða þennan mat þegar hún
heimsækir fjölskylduna á Hólma-
vík. „Þetta er svona sparimatur,"
segir hún og bætir aðspurð við að
kærastinn hennar smakki líka.
„Hann er ótrúlegur og smakkar allt
enda þýðir ekkert að vera einhver
gikkur."
Indiana@dv.is
TBfBifíSfí
i.: ' liiv
Mikil kaffi-
kona Heiða
segist vera mikið
fyrir kaffí en tel-
ur sig pó geta lif-
að án þess.
Kíkt í ísskáp-
inn „Égermjög
mikil matarkona
og hugsa mikið
Fra ómmu Krukkurnar tvær eru i
miklu uppáhaldi hjá Heiðu en
amma hennar málaði þær og gaf
henni íjóiagjöf.
Einfalt Heiða
segist ekki vilja
skreyta heimili
sitt ofmikið.
Systkin „Þessi
myndafmérog
bróður minum
er i miklu uppá-
haldi hjá mér,"
segir Heiða og
bætir við að þau
séu líklega 4 og
7 ára á mynd-
H
mni.