Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Page 36
36 LAUGARDACUR 1. OKTÓBER 2005 Helgarblað DV Yngstu foreldrar Evrópu Louis prins í Lúxemborg hefur staðfest þær sögusagnir að hann sé að verða faðir. Kærasta prinsins, Tessy Anthony, er ófrísk af þeirra fyrsta barni en parið eraðeins 19 ára og því yngstu foreldrar evrópsku konungsfjöl- skyldnanna. Barnið er væntanlegt I heiminn í mars á næsta ári og mun gera Henri hertoga og eiginkonu hans, Maríu Teresu, að afa og ömmu í fyrsta skipti. Fjölskyldur unga parsins styðja þau í ákvörðuninni um að eiga barnið en að ganga ekki strax í hjónaband. Harry fékk smáaura Harry prins fékk afar lága upp- hæð af arfi drottingarmóðurinnar í tilefni 21. árs afmælis síns. Talið var að prinsinn fengi stóran skerfaf arfinum,allt upp í milljónir punda. Hann og Vilhjálmur hafa hins vegar aðeins fengið brot af upphæð-*'5 inni. Bræðurnir verða því að bfða dauðdaga föður síns til að geta komið höndum yfir fjármuni fjölskyldunn- ar. „Faðir þeirra vill ekki breyta þeim í ofdekraða glaumgosa og þar sem Harry er þekktur djammari taldi Karl að það væri best að hann fengi að- eins smáaura." Mætir í sjón- varpsviðtal Karl Bretaprins hefur samþykkt viðtal við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur. Breski ríkisarfinn hefur ekki birst í sjónvarpsviðtali síðan árið 1994 þegar hann viðurkenndi að hafa haldið fram hjá Díönu prinsessu með Camillu Parker-Bow- les, sem nú er konan hans. Málið vakti upp miklar deilur í Bretlandi og prinsinn sagðist aldrei myndu koma aftur í sjónvarpsviðtal en telur vfst að nú sé rétti tíminn kominn til að end- urtaka leikinn. Karl taldi örugg- ara að taia við Bandaríkjamenn þar sem þeir hefðu minni áhuga á að spjalla um Dfönu. Valdi sér 14. konuna Mswati konungur Swazilands hefur valið sér 17 ára stúlku sem sína 14,eiginkonu nokkrum vik- um eftir að hafa stjórnað her- ferð sem hvatti stúlkur til að bíða til 18 ára aldurs með að stunda kynlíf. Stúlkan hefur þegar hætt í skóla til að hefja undirbúning sinn sem eigin- kona kóngsins.Mswati hafði nýlega sett ný lög sem hindr- aði karlmenn í að stunda kyn- líf með ungum stúlkum og sektaði sjálfan sig um eina kú eft- ir að hafa brotið lög- in.Hann hefur nú lagt þau lög niður. Unglingará móti kon- ungstigninni í nýrri víðfangsmikilli könnun sem gerð var í Noregi kom fram að aðeins 13% unglinga þar f landi telja konungs- fjölskylduna mikilvæga.Könnunin náði til 41 þúsund nemenda og gaf til kynna að 16,3% vilja leggja konungstignina niður. „Konungsfjölskyldan skiptir mig nákvæmlega engu máli," sagði hinn 18 ára Thomas Hoy við fjölmiðla en svar hans er talið endurspegla skoðanir jafn- aldra hans. „Þau voru mikilvægari fyrr á tímum en í dag er þetta hugtak úrelt." Hjónaband á döfinni? Sænska pressan hefurfarið offari í fréttum varðandi væntanlegt brúð- kaup Viktoríu krónprinsessu og Daniels Westlings. Samkvæmt ónefndum heimildamanni innan sænsku hallarinnar verður brúð- kaupið haldið næsta sumar. „Að öllu óbreyttu aanga þau upp að altarinu f sumar."Talsmaður konungsfjöl- skyldunnar blæs hins vegar á sögu- sagnirnar. „Ég hef ekkert heyrt um neitt brúðkaup. EfViktoría hef- ur ákveðið að ganga í það heilaga þá mun hún láta fjölmiðla vita eins og hefðin gerir ráð fyrir." Fyrrverandi sambýlismaður Mette-Marit gefur út bók um ástarsamband þeirra. Maðurinn, sem vill ekki gefa upp nafn sitt, segist hafa verið trúlofaður prinsess- unni. Hann segir enn fremur að samband hennar við krónprins Noregs hafi ekki komið honum á óvart þar sem Mette-Marit fái allt sem hún ætli sér. Jun aldrei gleyma heml" Fyrrverandi sambýlismaður Mette-Marit, krónprinsessu Noregs, hefur talað opinberlega um ástarsam- band þeirra sem átti sér stað í kring- um 1990. Maðurinn, sem vill ekki gefa upp nafn sitt, mun gefa út bók um prinsessuna sem kemur út í næsta mánuði. Þar stendur meðal annars að hann muni aldrei gleyma Mette- Marit. Hinn 46 ára maður sem býr í Lil- leström skrifaði bókina í samráði við blaðamenn. Hann og Mette-Marit bjuggu saman í íbúð í bænum á með- an á sambandi þeirra stóð. „Ef ég fer út í búð þá starir hún á mig,“ sagði fyrrverandi kærasti prinsessunnar og vísaði þar í forsíður dagblaðanna sem krónprinsessan prýðir afar oft. „Ég get ekki annað en hugsað um hana því hún er allstaðar í kringum mig. Samt verð ég að halda áíf am með lífið og gera mér grein fýr- ir að okkur var ekki ætlað að vera saman." Maðurinn hitti Mette-Marit á vin- sælum skemmtistað í Osló. Hann og prinsessan, sem er 15 árum yngri en hann, fóru strax að vera saman og hófu fljótlega sambúð. Samkvæmt manninum voru þau trúlofúð og ætl- uðu sér alltaf að fara til Las Vegas til að láta pússa sig saman. „Við giftumst samt aldrei og ég ætla ekki að segja af hverju samband okkar slimaði enda hef ég aðeins frá góðu að segja varð- andi Mette-Marit. Hún er frábær." Maðurinn vildi ekki segja til um hvort hann hefði verið í einhverju sambandi við prinsessuna síðustu árin en vitað er að umræddur maður er ekki bamsfaðir hennar. Sonur hennar, Marius, er sonur annars manns sem krónprinsessan átti í stuttu ástarsambandi við. Hún var einstæð móðir þegar Hákon krón- prins féll fyrir henni. Þau eiga eina dóttur og eiga von á öðru bami í des- ember. Maðurinn frá Lilleström sagði samband Mette-Marit við krónprins Noregs ekki hafa komið sér á óvart. „Ég sá fýrst í blöðunum að hún hefði nælt í prinsinn. Ég þekki Mette- Marit og veit að hún fær það sem hún vill." [ Fjölskyldan Fyrrum sambýlis- maður Mette-Marit mun gefa út bók um samband þeirra. Hann segist aðeins hafa frá góðu um prinsessuna að segja. Haraldur konungur Menn kóngsins skrif- uðu Ginu til baka. Hin sjö ára Gina Holmen Berre kvartaði við Noregskonung yfir framferði afa sms. Fékk bréffrá kónginum Hin sjö ára Gina Holmen Berre varð svo reið yfir að afi hennar gæti ekki kom- ið í heimsókn að hún skrifaði Haraldi Noregskonungi bréf í von um hjálp. Stelpan og fjölskylda hennar vom himin- lifandi þegar svar barst til baka frá kon- unginum. „Konungurinn hlýtur að fá mörg bréf og það er virðingarvert að hann skuli taka sér tíma til að lesa þau,“ sagði faðir Ginu. „Það að hann tekur böm alvarlega sýnir einnig að hann er mikill mannvinur." Gina, sem býr í norður-Noregi, varð afar vonsvikin þegar afi hennar sveik hana um heimsókn. „Til kóngsins. Afi minn vill ekki gista hjá okkur. Getur þú hjálpað mér. Kveðja frá Ginu," stóð í bréf- inu. í svarinu sem hún fékk tii baka, sem var að vísu skrifað af skrifstofustjóra kon- ungsins sagði: „Hans hátign vill þakka þér íyrir bréfið en hann getur því miður ekki hjálpað þér í málinu." Afi Ginu hefur nú lofað henni að koma í heimsókn á næstu dögum. Gina Holmen Berre Hin sjö ára Gina varð svo reið við afa sinn að hún skrifaði konungin- um bréfí von um hjálp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.