Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Page 38
38 LAUGARDAGUR 1. OKJÓBER2005 Helgarblað DV Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Já. Hún er meö B.Sc. gráðu í rekstrarfræöum frá Háskólanum á Akur- eyri. Hún sér til þess að símaskráin okkar virki rétt enda er hún hluti af daglegu lífi okkar flestra. „Ég hef yfirumsjón með dagleg- um rekstri fyrirtækisins, frá fjár- málum yfir í markaðsmál og allt þar á milli," segir Sigríður Margrét brosandi aðspurð um starfið sem hún segir vera krefjandi, spennandi og gefandi. Símaskráin varð Já Símaskrá.is hefur tekið miklum breytingum. Hvernig stóð á því? „Já er nýtt fyrirtæki sem var stofnað utan um þekkta þjónustu, 118, 1811, Síma- skrána og vefinn fSpáðíSigríði Margréti Naut - fædd 6. maí 1976 Sigrlður er fæddur leiðtogi og ætti þar afleiðandi að vera meðvituð um hverjir samkeppnisaöilar hennar eru. Hún leitar sífellt leiða til að koma auga á þessa samkeppnisaðila tilað vera viss um að vera þarsem samkeppnin er. Leiðtogar hugsa sffellt um það að sigra og þeim hópi tilheyrir húnsvo sannarlega miðað viö stjörnu nautsins. Það skiptir miklu máli að hafa metn- að, sjá heiminn í jákvæðu Ijósi og koma auga á tækifærin. Það sem mér finnst samt skipta mestu máli er að gera sér grein fyrir því að fyrirtæki eru fólk og samvinna fólks er það sem skilar ár- angri." SAMANBUR Sigmundur Ernir er fiskur eins og kona hans Elín Sveinsdóttir. Þau njóta ómældrar ástar hvors annars og eru alltaf meðvituð um tilfinningar og þrár sínar sem veitir þeim háleit markmið. Syi saman á vit ástarinnar Hér er á ferðinni einstaklega fallegt og gott ástarsamband þar sem tveir fiskar synda saman á vit ástarinnar. Bæði þurfa þau á ómældri ást að halda og eru þeim kostum gædd að gleyma aldrei tilfinningum og þrám hvors annars. Miðað við stjömur þeirra, fiskana, hafa þau þróað með sér öfluga sjálfsímynd í sam bandinu og setja sér há- leit markmið. Sigmundur Emir Rúnarsson 06. mars 1961 Fiskur (19.feb - 20.mars) Elín Sveinsdóttir 25. febrúar 1963 Fiskur (19.feb - 20.mars) -siðfáguö -aðlaðandi -samvinnuþýð -yfírveguð -töfrandi -örlát - faiieg - rómantisk -móttækiieg -klár - listræn - uppfóstrandi simaskra.is," svarar hún og heldur áfram: „Það var stofnað til þess að skerpa fókusinn og veita viðskipta- vinum betri þjónustu i félagi þar sem aðaláherslan er á að veita upp- lýsingar í dagsins önn,“ útskýrir hún. Nafnið Já? „Þegar verið var að taka ákvörð- un um nýtt nafn á félaginu þá vild- um við að félagið fengi jákvætt, stutt og íslenskt nafn sem gæti vel tengst öllu því sem við gerum án þess þó að takmarka okkur ef við hugsum um framtíðarþróun," segir Sigríður og fræðir blaðamann um að á hverjum degi hringja tugir þús- unda fslendinga í 118. „Þess vegna urðum við að velja nafn sem er gott að nota við svörun. Það verður varla betra en „Já, góðan dag“,“ segir hún og bætir við eftir örstutta umhugsun: „Við trúum því jafn- framt að þessar breytingar komi til með að skila sér beint til viðskipta- vina í breiðara þjónustuframboði." Fjölskyldan raunveruleg hamingja Hvað gerir framkvæmdastjórinn fyrir utan starfið? „Ég er svo heppin að vinnan er mitt áhugamál," segir hún og brosir við tilhugsunina. „Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni finnst skemmti- legast. En ég á yndislegan mann og tvo unga syni sem ég eyði öllum mínum frítíma með. Þegar öllu er á „Það verður varla betra en „Já, góðan dag".Við trúumþví jafnframt að þessar breytingar komi til með að skila sér beint til viðskiptavina i breiðara þjónustu- framboði." botninn hvolft er það fjölskyldan sem færir manni raunverulega hamingju," segir Sigríður og blaða- maður jánkar til samþykkis. Sjá heiminn í jákvæðu Ijósi Talið berst að kynslóðinni sem tekur við og hvað hún ráðleggur verðandi framkvæmdastýrum. „Ungt fólk á að trúa á sjálft sig, fylgja sannfæringunni og leggja sig fram," segir hún og það er auðlesið að hún veit hvað þarf til að ná markmiðum lífsins. „Það skiptir miklu máli að hafa metnað, sjá heiminn í jákvæðu ljósi og koma auga á tækifærin. Það sem mér finnst samt skipta mestu máli er að gera sér grein fyrir því að fýrirtæki eru fólk og samvinna fólks er það sem skilar árangri." elly@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.