Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005
Fréttir DV
Mátti búa í
Reykjavík
Félagsmálaráðuneytið
hefur fellt úr gildi ákvörðun
sveitarstjórnar Dalabyggðar
frá apríl síðastliðnum um
að vísa Guðrúnu Jónu
Gunnarsdóttur úr stjórn-
inni. Þorsteinn Jónsson,
oddviti Dalabyggðar, lagði
fram tillöguna á sínum
tíma vegna þess að Guðrún
hafði flutt til Reykjavíkur
um stundarsakir til að
stunda þar nám en hún var
samþykkt með fimm at-
kvæðum gegn tveimur.
Guðrún mótmælti þegar í
stað og sagði samþykktina
bera vott um gróft einelti.
Guðrún er því á nýjan leik
komin í sveitarstjórn Dala-
byggðar.
Landsmenn
vilja völl í Mýri
Aðeins rúmlega fjórð-
ungur kjósenda er hlynntur
því að miðstöð innanlands-
flugs verði flutt frá Reykja-
vík til Keflavfkur samlcvæmt
Gallup-könnun sem Vega-
gerðin og Flugmálastjórn
létu gera. Sérstaklega mikil
andstaða er við flutningn-
um á landsbyggðinni þar
sem aðeins sjö prósent
voru hlynntir honum á
móti 38 prósentum á höf-
uðborgarsvæðinu. Á Akra-
nesi, Selfossi og í Reykja-
nesbæ, svokölluðum jaðar-
svæðum höfuðborgarsvæð-
isins, voru álfka margir
hlynntir flutningum og á
móti.
Ekið á litla
stúlku
Rúmlega tíu í gærdag
fékk lögreglan í Keflavík
tilkynningu um umferða-
slys á Suðurtúni í Keflavík
en gatan stendur við einn
af grunnskólum bæjarins,
Myllubakkaskóla. Bæði lög-
regla og sjúkralið fór á stað-
inn. í Ijós kom að tíu ára
stúlka á leið heim úr skól-
anum hafði hlaupið út á
götuna og lent á hlið
bifreiðar sem átti leið um
götuna. Stúlkan var flutt á
Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja til aðhlynningar þar
sem kom í ljós að hún var
fótbrotin. Að sögn lögreglu
var bílnum ekið á löglegum
hraða.
Fyrirtæki í eigu byggingaverktakans Engilberts Runólfssonar og félaga hyggur á
miklar framkvæmdir í miðborg Reykjavíkur þar sem fjöldi húsa verður jafnaður
við jörðu til að rýma fyrir nýrri verslunarmiðstöð. Hluti af Frakkastíg, Laugavegi
og Hverfisgötu hverfur með öllu með hækkandi sól.
Frakkastígsreiturinn sem
jafnaður verður við jörðu Eng
ilbert Runólfsson og félagar hafa
[ keypt upp fjölda húsa og þeirra
bíður ekkert annaðen niðurrif. Á
reitnum rís svo verslunarmiðstöð
semá eftir að breyta ásýnd mið-
bæjarins svo um munar.
Fyrirhugað er að jafna stóran
hluta af hjarta höfuðborgarinnar við
jörðu í vor og byggja þar upp versl-
unarmiðstöð og íbúðir. Það er at-
hafnamaðurinn Engilbert Runólfs-
son og félagar hans sem standa að
þessum framkvæmdum sem vafaiít-
ið eiga eftir að breyta ásýnd miðbæj-
arins og um leið særa hjörtu eldri
Reykvíkinga sem vilja muna borgina
sína eins og hún var.
„Þetta er komið til skipulagsyfir-
valda og nú er að sjá hvernig fer,"
segir Engilbert sem undanfarin
misseri hefur verið að kaupa upp
Þarna yrðu hágæða-
verslanir og íbúðir
sem vafalítið yrðu eft-
irsóttar afþeim sem
vilja búaþarsem
hjartað slær.
húseignir á reitnum sem afmarkast
af Klapparstíg og Laugavegi 41 og
Hverfisgötu 58.
„Þetta eru mörg hús en lóðin sem
við ætlum að byggja á er þrjú þús-
und fermetrar. I þessum húsum búa
nú leigjendur og þeir vita hvað til
stendur. Þeir flytja út strax og við
hefjum ffamkvæmdir," segir Engil-
bert og vonast til að það geti orðið
strax í vor eða snemmsumars.
Mini-mall
Hugmyndir Engilberts og félaga
ganga út á að reisa glæsilega versl-
unarmiðstöð, svokallað mini-mali,
á reitnum með íbúðum í bland. Slík
verslunarmiðstöð myndi gjörbreyta
ásýnd Laugavegarins og draga fólk á
svæðið í áður óþekktum mæli, reyn-
ist draumsýn Runólfs og félaga á
rökum reist. Þarna yrðu hágæða-
verslanir og íbúðir sem vafalítið
yrðu eftirsóttar af þeim sem vilja
búa þar sem hjartað slær.
Græddi á Skaganum
Engilbert Runólfsson kom undir
sig fótunum í byggingariðnaðinum
þegar hann reisti fjölbýlishús á
Akranesi en hefur síðan reist stór-
hýsi í Smárahverfinu; meðal annars
byggingarnar þar sem Avion Group
er nú til húsa. Með byggingu versl-
unarmiðstöðvarinnar á
Frakkastígsreitnum myndi
Engilbert stimpla sig inn
sem einn helsti áhrifa-
valdur á þróun miðbæj-
arins sem allt of lengi
hefur verið í lamasessi
og reynst h'tt samkeppn- Á,
ishæfúr við
Kringluna
og Smára-
lind.
Engilbert Runólfsson og frú á
góðri stund Gæti orðið einn
helsti áhrifavaldur á þróun mið-
borgarinnar sem allt of lengi hef-
ur þurft að lúta ilægra haldi fyrir
Kringlunni og Smáralind.
Rætist draumurinn?
„Hvernig sem fer þá eigum við
eftir að byggja á þessum reit. Von-
andi tekst okkur að fá hugmyndir
okkar samþykktar hjá
skipulagsyfirvöld-
um þvf allt þetta
höfum við hugs-
að mjög vel,"
segir Engil-
bert Run-
ólfsson.
„Ég er akkúrat með tak í bakinu I augnablikinu,"segir Jónina Kristín Berg Þórsness-
goði. „Enég kann ráð við því, lavenderjurtin er góð á bólgur og er einnig verkjadeyf-
andi. Ég er aromaþerapisti og nýti mér ilmkjarnaolíursem eru eimaðar úrjurtum.
Annars er allt gott að frétta eins og gengur í sveitinni. “
Martröð í Kastljósinu
Er mark takandi á draumum?
Þessu hefur Svarthöfði spurt sig að -
þegar skammdegið hellist yfir og
næturnar lengjast með hveijum deg-
inum. Af þeirri ástæðu brá Svart-
höfða þegar hann las fréttina um
manninn sem þurfti lögregluhjálp
vegna martraða íÁrbænum. Öp hans
og vein voru likust því að verið væri
að murka lífið úr saklausum kindum.
Nágrannamir töldu réttast að hringja
á lögregluna sem kom og vakti
manninn - í annað sinn í sama
mánuðinum vegna slæmra draum-
fara.
Sömu nótt villtist maður í annar-
Svarthöfði
legu ástandi inn í vitlausa íbúð í
Breiðholtinu. Lagðist upp í rúm smá-
bams þar sem móðirin fann hann
um morguninn. Svarthöfði er nokk-
uð viss um að martröð þess manns
hafi fyrst hafist þegar hann vaknaði.
Svarthöfða finnst íslenskt samfé-
lag á stundum ekki svo ólíkt mönn-
unum tveimur í Breiðholti og Árbæ.
Það hlýtur að vera martröð þegar Jón
H.B Snorrason sefur í vitlausu Baugs-
rúmi síðustu þrjú árin - í Kastljósinu
var líkt og hann hefði farið öfugu
megin fram úr; var ennþá að nudda
stírumar úr augunum.
Gaman.
Góður maður sagði eitt sinn við
Svarthöfða - stuttu eftir harðorðan
pistil: „Em þeir ekki orðnir svolítið
litlir? Stóm skandalamir?"
Svoleiðis em flest málin sem
koma upp. Svarthöfði hélt til dæmis
að Baugsmálið væri stór-
mál en á endanum snýst
þetta um
og sláttuvél. Svarthöfði hélt líka að
tölvupóstar Styrmis og Jóm'nu væri
stórmál - en hvað hefur breyst á
þessum tveimur vikum? Ekkert.
Eina stórmálið í þessari viku vom
tárin sem féllu niður hvarma Jóm'nu
Benediktsdóttur í Kastljósinu. Og
stóri skandallinn var hvemig klippt
var á táraflóðið í miðjum kh'ðum. En
svo má ekki gleyma -
þeir em oft litlir,
þessir stóm
skandalar.
Svarthöfði
Hvernig hefur þú það?