Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Qupperneq 27
DV Útivist & ferðalög MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 27 Hótel Djúpavík Hótelið þykir ákafíega fallegt en gistiaðstaðan er í gamla kvennabragganum. Pissað í nátturunni Karlmenn eiga mun auðveldara með að pissa úti i náttúrunni en konur. Það eina sem þeir þurfa að gera er að miða og skjóta. Það eru þó til nokkur ráö fyrir konur til að bæta verkið: Finndu stað þar sem þú getur setið. Settu tvo steina saman og miðaðu á milli þeirra. Með þessu ertu afslöppuð og stígvélin sleppa. Annað ráð er að finna rifu milli tveggja steina svo þú getur staðið og pissað á þægilegan máta. „Uppáhaldsborgin mfn er Edinborg," segir María Heba Þor- kelsdóttir leikkona. „Skotar eru ofsalega indælir og bjóða menn velkomna án þess að hafa fyrir þvf. Borgin er að auki sérstaklega falleg og töfrakennd og fyrir stelpur sem hafa gaman af að versla er hvergi eins gaman að versla og á Princess Street og koma út úr búðunum og hafa útsýni yfir Ed- inborgarkastala. Það er alveg ólýsanlegt og kemur þvi ekki á óvart að JK Rowling hafi fengið hugmyndina og skrifað fyrstu Harry Potter-bókina þarna. Það er eins og maður hafi dott- ið inn í töfraveröld þegar maður kemur þangað enda er þetta yndisleg borg sem er nærandi fyrir hjartað." m'm í Djúpavfk / þorpinu var á sínum tima lifíeg slldarvinnsla, fyrst í kringum 1917-1919 og siöar árið 1934. Verksmiðjan var rekm til ársins 1950 þegar halla fór undan fæti þangað til starfsemin hætti árið 1970. Draumaborgin mín m æð datta inn í töfraveröld r ;áÉBj „Fólk hélt ábyggilega að við værum eitthvað skn'tin til að byrja með en við höfum ekki enn gefist upp,“ segir Eva Sigurbjömsdóttir en hún og eiginmaður hennar Ás- bjöm Þorgilsson reka Hótel Djúpa- vík í Ámeshreppi. Hjónin hafa rek- ið hótelið í 20 ár en þorpið var þeg- ar farið í eyði þegar þau settust þar að. Borgarbarn flytur í sveitina „Þetta gerðist eiginlega bara og ég held að þetta hafi verið okkar ör- lög,“ segir Eva sem ólst upp á höfuðborgarsvæðinu. „Mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að enda á svona stað en eftir að ég kom hingað var ég tiltölulega fljót að finna hversu vel þetta átti við mig. Það var voðalega notalegt að vera með bömin h'til hér og vita að ekkert truflaði okkar samveru- stundir," segir Eva. Böm þeirra hafa þó öll flutt til Reykjavíkur en kíkja reglulega í heimsókn til foreldra sinna. Yndislegt að halda jóli Djúpuvík j Eva og Ásbjöm fóm fyrst til Djúpuvikur þar sem hann viidi skoða staðinn sem afi hans hafði búið á. „Sú heimsókn kveikti strax í honum og á endanum okkur öllum svo við tókum okkur til og fluttum úr Kópavoginum," segir Eva. Árið 1985 eyddi fjöjskyldan sínum fyrstu jólum á hótelinu en þá hafði hótel- ið verið starfrækt í eitt ár. „Eftir að hafa upplifað jólin hér varð ég al- gjörlega sátt áð setjast hér að því jólin á þessum stað var eitt af því yndilegasta sem ég hef upplifað, aflur þessi ffiður og ró og enn í dag finnst mér ég afar heppin að geta fengið að vera hér yfir jólin og ég veit að bömin mín em sammála." Eyðiþorpið orðið að sumar- bústaðabyggð í þorpinu var á sínum tíma lífleg síldarvinnsla, fyrst í kringum 1917-1919 og síðar árið 1934. Verk- smiðjan var rekin til ársins 1950 þegar halla fór undan fæti þangað til starfsemi var hætt árið 1970. öll húsin í þorpinu hafa verið gerð meira og minna upp og gegna nú hlutverki sumarbústaða, mörg hver í eigu fyrrverandi íbúa þorpsins. Hólmavlk er næsti þéttbýliskjami við Djúpuvík en þangað em 74 km. Á sumrin er því líf og fjör í Djúpuvík en á vetuma em Eva og Ásbjöm meira og minna ein. „Mér finnst alls ekkert drungalegt að hafa öll þessi auðu hús í kringum mig enda bara vinalegt að sjá ljós í sum- um gluggunum sem skilin hafa verið eftir," segir Eva og bætir við að hún hafi aldrei fundið fyrir inni- lokunarkennd á þessum stað sem margir myndu kalla hjara veraidar. Langir og erfiðir vetur Þegar hún er spurð hvort hún muni einhvem tímann flytja aftur suður hugsar hún sig um. „Ein- hvem tímann fannst mér ekki hægt að eldast á svona stað en ég ég held að ég hafi nú skipt um skoðun enda hafa samgöngumar yfir veturinn lagast heilmikið," segir Eva en bæt- ir aðspurð við að þótt það sé mjög mikið að gera á sumrin þá sé afar rólegt á vetuma. „Þetta er eiginlega bara spuming um viðhorf. Langir vetur geta farið flla með mann en við höfum lifað þetta hingað tfl og við gefúmst ekki upp.“ indiana@dv.is Stærstur hluti (búa Færeyja eru afkomendur víkinga sem settust þar á á 9. öld. Eyjarnar hafa verið undir stjórn Danmerkur síðan á 14. öld en fengu ákveðna sjálf- stjórn árið 1948. Stærsta hátíðin, Ólafsvaka, stendur í tvo daga á hverju ári þar sem öll þjóðin skemmtir sér. 1. Nafn: Faroe Islands, Færeyjar. 2. Höfuðborg: Þórshöfn. 3. Stærð: 1399 ferkílómetrar. 4. Staðsetning: (Norður-Evr- ópu. Eyjar á milli Noregs og (s- lands. 5. Sjálfstæðisbarátta: Heyrir undir konungsríkið Danmörku en fékk ákveðna sjálfstjórn árið 1948. 6. Veðurfar: Mildir vetur, svöl sumur. Þoka og vindur algengur. 7. Fólksfjöldi: 48.228. 8. Tungumál: Færeyska. 9. Aðal iðnaður: Fiskveiðar. 10. Atvinnuleysi: 1% árið 2000. Vérðlaunaðu Hundurinn þinn mun standa sig betur ef hann fær gómsæt verðlaun þegar hann stendur sig vel en ekki bara skammir fyrir óþægð. Taktu með pylsur í poka, hundarnir elska þær og vilja alltaf meira. Þegar hundurinn skilur að hann á möguleika á gómsætri pylsu reynir hann að standa sig ennbetur. Kyrr - Leitaðu - Kyrr Ekki láta hundinn þinn sækja bolta í hvert skipti sem þú kastar þegar þið emð að æfa. Láttu hundinn einstaka sinnum bíða á meðan þú sækir boltann. Hund- urinn verður að læra að bíða eftir skipun þinni. Fyigstu með augunum Fylgstu með augum hundsins því hann horfir í þá átt þaðan sem lyktin kemur. Ekki stíga á milli hundsins og fuglsins því þá mgl- arðu hann í rýminu og hundurinn týnir lyktinni. Pylsur leysa vandamálið Ef hundurinn þinn vill ekki sleppa bráðinni eftir að hafa sótt hana er gott ráð að plata hann með pylsum. Eft- ir nokkur skipti hefur hann lært að sleppa bráðinni um leið og hann kemur með hana til þín. Sestu! Haltu pylsu yfir höfði hvolps- ins og færðu hana aftur bakið á honum. Hvolpurinn mun elta hönd þína með nefinu og falla á rassinn. Segðu „sestu" um leið og hann hefúr sest niður og láttu hann fá nammið sitt. Endur- taktu nokkrum sinnum. Hvopurinn mun fljótlega skflja handarhreyfing- una og setjast. Slepptu honum ein- nm Ekki hlaupa af stað með hundinum í leit að fuglinum sem þú skaust niður. Bíddu á meðan hundurinn nær í bráðina. Þú getur ruglað hann í rýminu ef þú leitar með honum. Þjálfaðu veíðíhun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.