Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Qupperneq 24
-t 24 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 Sálin DV Saf nar fyrir fórnarlömb jarðaskjálftans Rauði kross íslands hefur hafið söfnun til stuðnings fórnarlömbum jarðskálftans i Pakistan. Þeirsem vilja gefa eittþúsund krónur til hjálparstarfsins geta hringt i 907 2020. Einnig er hægt að leggja fram fé af greiðslukorti á vefRauða krossins, www.redcross.is. Aðgerðir Rauða krossins til lengri tíma miða að þvíað aðstoða 50.000 fjölskyldur, eða um 250.000 manns, til næstu fjögurra mánaða. Fyrst og fremst er þörffyrir fjármagn til hjálpar- starfsins. Rauði krossinn hefur ákveðið að öll innkaup vegna hjálparstarfsins i Pakistan muni fara fram þar í landi. Varðveittu haminaiuna 1 Hffr Hvatningarorð eru vítamín fyrir sálina. Hamingjan er ekki eítthvað sem er langt f burtu og ósnertanlegt. ) < Hamingjan fer ekki eftir aðstæðum. Hamingjan er eitt það mikilvæg- asta I Iffinu. Hún kemur innan frá. Það eina sem þú þarft að gera er að ná f hana og njóta hennar. Hamingjan er alltaf til staðar en er oft falin undir hugsunum, þrám og hræðslu. RtiKt Hamingjan kemur innan frá. Þú stjórnar skapi þfnu. Þú getur skipt um skap. Við ákveðum sjálf hvort við séum hamingjusöm. Ef þú brosir veitir þú öðru fólki hamingju. Rólegur hugur er rétta leiðin að hamingju. Lfttu á björtu hliðarnar á lífinu og hamingjan verður þér hliðholl. Lærðu að hlæja og þú verður hamingjusamari. Gerðu eitthvað sem gleður þig á hverjum degi. Gleði er smitandi. Veldu þér hressa og hamingju- sama vini. Deildu hamingj- unni og þú verður enn ham- ingjusam- ari. Ánægjan kemur utan frá, ham- ingjan innan frá. Vonleysið er hræðsla Það er algengt að kon- ur og karlar fínni fyrir von- leysi eftir sam- bandsslit. Það er einfaldlega í eðli okkar að fara í gegnum sorgartímabii og þunglyndi eftir að hafa skiiið við maka og sér í lagi ef við elskum manneskjuna ennþá. Hins vegar munum við komast að því fljótlega að stór hluti vonleysisins sem við upp- lifum er aðeins hluti af hræðslu þar sem plön framtíðarinnar eru farið í hundana. Reyndu að ein- beita þér að styttri og einfaldari markmiðum. 'J Halló! Hvað er þetta sem maður er að heyra um að maður geti fítnað á því að horfa á sjónvarp? Ég skil ekki alveg hvernig hægt er að halda þessu fram. Sæl/sæll Það er í raun alveg rétt hjá þér að enginn verður feitur af því að horfa á sjón- varpið. Um er að ræða tengsl sjón- varpsáhorfs við offitu en ekki að áhorfið orsaki offituna og þar af leiðandi er sjónvarp ekki fitandi i sjálfu sér (enda ekki mikill sykur eða fita í glápinu). Nýleg rannsókn sem hefur vakið töluverða athygli bendir til þess að þeir sem horfðu meira á sjónvarp sem börn (meira en tvo tíma á dag), voru líklegri til að þjást af offitu sem fullorðnir. Til að skilja hvers konar tengsl er um að ræða eru nokkur atriði sem skipta máli. Það fyrsta sem ber að nefna er að þeir sem horfa mikið á sjónvarp og spila tölvuleiki eru mun lík- legri til að hreyfa sig minna en þeir sem horfa minna á sjónvarp. Þar af leiðandi myndi ég frekar hafa áhyggjur af barni sem horfir mikið á sjónvarp og hreyfir sig auk þess lítið heldur en barni sem horfir jafn mikið á sjónvarp en er auk þess mjög duglegt að hreyfa sig og jafn- vel tekur þátt í reglubundu íþrótta- starfi. Á sama tíma ber að varast að réttlæta mikið sjónvarpsgláp barns með því að það hreyfi sig mikið. Sjónvarpsgláp er vanahegðun sem getur með tímanum aukist á kostn- að annarra áhugamála. í dag er að- gengi að sjónvarpsefni mun meira en það var þegar flestir foreldrar voru böm sjálf og hættan er að við veltum þessu ekki alltaf mikið fyrir okkur. Sjónvarp getur auk þess virk- að sem góð „barnapía" sem verður ekki vandamál fyrr en einhverjum ámm seinna. Þar af leiðandi tel ég að allir foreldrar mættu gefa sér tíma til að velta þessum þáttum fyr- ir sér og setja einhver viðmið um sjónvarpsáhorf á heimilinu. Ekki er endilega nauðsynlegt að setja regl- ur, heldur frekar að vera sammála um ákveðin viðmið sem reynt er að haga sjónvarps- og tölvunotkun eft- ir. Hér hef ég aðallega rætt tengsl líkamsþyngdar og sjónvarpsáhorfs út frá börnum. Ef við skoðum tengslin út frá okkur fullorðna fólk- inu þá koma aðrir þættir inn í þar sem við stjórnum okkur sjálf og getum vanið okkur á ýmsan óvana tengdan sjónvarpsáhorfinu. Það fyrsta sem við getum nefnt sem er það sama og hjá börnunum er að þegar við horfum á sjónvarp erum við ekki að hreyfa okkur og auðveld- ara er að fara í sófann en líkams- ræktina. Eini staðurinn sem fólk er sennilega ekki að fitna og mögulega að léttast við sjónvarpsgláp er þegar það er á hlaupabrettinu í líkams- ræktinni með skjáinn fyrir framan sig. Annað sem mjög margir þekkja er matar- og nammivenjur okkar í tengslum við sjónvarpsgláp. Það eru margir of þungir sem geta rakið nokkur kíló til þess að hafa vanið sig á að borða nammi yfir sjónvarpinu. Þegar fólk hefur vanið sig á þetta kvöld eftir kvöld í jafnvel nokkur ár þá verða tengslin svo sterk á milli sjónvarpsglápsins og að borða nammi að það liggur við að besta leiðin til að hætta nammiátinu sé að hætta tímabundið að horfa á sjón- varp. Kannski væri reyndar besta aðferðin að mæla sér mót við uppá- haldsþáttinn sinn í líkamsræktinni á hlaupabrettinu. Eins og ég nefndi áður er mikil- vægast að reyna að skoða tengslin á milli sjónvarpáhorfs og annarra þátta í lífi bæði bama og fullorðinna, reyna þar að vera skynsamur með því að setja viðmið og reglur. Það sem getur verið vandamál fýrir einn er ekki endilega vandamál fyrir annan. Ég minnist í því samhengi þegar ég sat með syni mínum og límdi límmiða inn í bók frá íþrótta- álfinum. Þar var gefið mínus stig fýrir að vera mikið í tölvuleikjum og væntanlega vegna hreyfingarleysis. Á sama tíma stóð sonur minn adltaf sveittur hoppandi og skoppandi þegar hann spilaði tölvuleikina og olli foreldmm sínum ekki miklum áhyggjum með það að hann væri að fitna. Gangi þér vel, Bjöm HarÖarson sálfræöingur Aö nálgast manneskju sem þú hrífst af getur verið ótrúlega erfitt. Hefurðu einhvern tímann lent i því að hafa ekkert til að tala um fyrr en það er orðið um seinan? Losaðu um málbeinið 1. Aflaðu upplýsinga Reyndu að komast að eins miklu um manneskjuna og þú getur. Fáðu upplýsingar um fjölskyldu hennar, gæludýr, uppáhaldsmat, afmælis- daginn og svo framvegis. Ef þú ert komin(n) með gmndvallaratriðin geturðu alltaf fundið eitthvað af þessu til að ræða um. 2. Þú kemst að því að hann/hún elskar kvikmyndir. Þú getur fylgt því eftir með því að spyrja: „Hvernig líst þér á nýju myndina sem er í bíó núna?" Möguleikarnir eru endalausir. Það eina sem þú þarft að gera er að taka af skarið. 3. Spurðu spuminga Ekki spyrja spurninga sem krefj- ast já- eða nei-svara. Spurðu spum- inga sem krefjast ígrundaðs svars. „Hvaða atriði er í uppáhaldi hjá þér í Sex and the city?" 4. „Minglaðu" Æfðu þig á öðru fólki. Farðu til hóps af vinnufélögum og prófaðu að segja brandara. Æfingin skapar meistarann. 5. Ekki láta manneskjuna þurfa sitja undir því að þú þyljir upp ævi- söguna. 6. Ekki monta þig með því að telja upp afrek þín. Reyndu að gefa viðmælandanum athyglina. 7. Yfirstígðu erfiðleikana Ef þú lendir i vandræðum og finnur ekkert til að ræða um, ein- beittu þér þá að lausninni en ekki vandamálinu. Mundu að stuttar þagnir inn á milli gera ekkert til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.