Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Qupperneq 11
E»V Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 7 7
Spurninga-
merki við
Baugsákæru
„Ég get ekki neitað að
spurningar vakna í mínum
huga eftir að hafa lesið úr-
skurð Hæstaréttar", sagði
Halldór Ásgrímsson á
blaðamannafundi í gær.
„Mér sem endurskoðanda
finnst skrítið að blanda
saman fjárdrætti og ólög-
legum lánum, þar er haf á
milli". Kvað hann úrskurð
Hæstaréttar mjög harðorð-
an og þyrftu að koma nán-
ari skýringar það að lút-
andi. Halldór sagði úr-
skurðinn ekki vera áfellis-
dóm á dómsmálaráðherr-
ann Bjöm Bjamason.
Undirbýr fjöl-
miðlalög
„Það hefur verið um-
ræða í þjóðfélaginu um að
fjölmiðlar starfi undir áhrif-
um eignaraðila og er æski-
legt að sú mynd
sem dregin er
upp í fjölmiðl- *
um sé sem rétt-
ust," sagði Hall-
dór Ásgrímsson í
gær þegar hann
var spurður um hvort rikis-
stjómin hyggðist leggja
fram nýtt fjölmiðlafmm-
várp. „Væntanlegt frum-
varp mun byggja á þeirri
vinnu sem fjölmiðlanefnd-
in skilaði á sínum tíma.“
Aðspurður um hlutfall
eignaraðildar taldi Halldór
eðlilegt að eignarhald sé
ekki meira en 30% en RÚV
sé undantekning frá því.
Ekki aðgerðir
vegna krón-
unnar
„Ríkisstjómin mun ekki
grípa til aðgerða" sagði
Halldór Ásgrímsson jafn-
framt á blaðamannafund-
inum í gær þegar hann var
spurður um aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar til að koma til
móts við útflutningsfyrir-
tæki vegna gengis krón-
unnar. „Þetta er sveifla sem
við vissum að myndi koma
og hagvöxturinn verður
borinn uppi af útflutnings-
tekjunum. Sjávarútvegur-
inn verður að taka á sig
þessa sveiflu."
Halldór einu
sinni í mánuði
Á blaðamannafundi í
gær með Halldóri Ásgríms-
syni forsætisráðherra kom
fram að Halldór hyggðist
halda reglulega fundi með
blaðamönnum einu sinni í
mánuði. „Þetta er viðbót
við þjón-
ustu ráðu-
neytisins til i
fjölmiðla,"
sagði Hall-
dórjafn-
framt og
væri þetta
tilraun til
að bæta samskiptin við fjöl-
miðlana. Reglulegir blaða-
mannafundir tíðkuðust
ekki í tíð forvera hans.
Leigubílstjóri vill eitt gjaldsvæði sem nái 100 kílómetra frá Reykjavík
Verðleggjum okkur út af utanbæjarmarkaði
„Við erum að verðleggja okkur út
af markaðnum með gjaldtöflunni
fyrir akstur út úr bænum," segir
Kristinn Snæland leigubílstjóri sem
er óánægður með utanbæjargjald
leigubílastöðvanna í Reykjavík.
1. september var innleitt nýtt
taxtakerfi leigubfla á Reykjanesi og í
Reykjavík með því að svæðin voru
sameinuð í eitt gjaldsvæði. Farþegar
innan þessa svæðis greiða einfald-
lega mælisgjcfld að áfangastað. Um
áfangastaði utan þessa svæðis gildir
á hinn bóginn að borga þarf fyrir
leigubflinn báðar leiðir jafnvel þótt
aðeins sé setið í aðra leiðina. Krist-
inn segir óréttlátt að breytingin hafi
ekki náð til fleiri staða.
„Sem dæmi má nefna að jafn-
langt er til Þorlákshafnar og til
Grindavíkur, 51 kflómetri. Viðmið-
unarverð til Grindavflcur er þó miklu
lægra, eða 5.315 krónur á móti
10.100 krónum sem borga þarf fyrir
túrinn til Þorlákshafnar," segir Krist-
inn og vill breytingar:
„Af hverju fá þeir sem eiga erindi
á Reykjanes slíka lækkun en ekki
þeir sem ætla á Suðurland eða upp í
Borgarfjörð eða út á Mýrar? Það ætti
að gera allt svæðið fyrir innan 100
kflómetra radíus frá Reykjavík að
einu gjaldsvæði."
Til marks um það hversu lítil inn-
grip leigubflstjórar eiga í utanbæj-
arakstur segir Kristinn að sjálfur hafi
hann aðeins einu sinni á sínum
langa leigubflstjóraferli fengið túr
norður til Akureyrar.
„Það borgar auðvitað ekkert
venjulegt fólk 83 þúsund krónur
fyrir Ieigubfl til Akureyrar. Ég get náð
slíkum túr á einum degi og þyrfti
nánast aldrei að skipta um gír nema
til að fá mér kaffi í Staðarskála. í
bænum þakka ég fyrir að ná fimm til
tíu þúsund krónum á dag. Ég væri
sko alveg til í að fá eitthvað dálítið
minna en 83 þúsund krónur fyrir
dagstúr norður," segir Kristinn.
gar@dv.is
Kristinn Snæland„fg værisko alveg tilí
aðfá eitthvað dálítið minna en 83 þúsund
krónur fyrir dagstúr norður, “ segir leigubíl-
stjórinn sem gjarnan vill fleiri verkefni.
2006
BaseCamp, auglýsir fyrir hönd Ríkisútvarpsins-Sjónvarps, eftir
lagi til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem
fram fer á Grikklandi í maí 2006.
Lagið má ekki hafa verið flutt opinberlega og hámarkslengd þess
skal vera 3 mínútur. Texti lagsins skal vera á íslensku vegna
flutnings hér heima.
Höfundar skili lögum til BaseCamp, Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík
eigi síðar en 18. nóvember, merktum Söngvakeppnin 2006. Lögin
skulu merkt dulnefni höfunda en rétt nöfn fylgi í lokuðu umslagi.
Frekari upplýsingar eru veittar hjá BaseCamp í síma 591 5250 eða í
vefpósti info@basecamp.is.
Sími 591 5250 a info@basecamp.is
H BaseCamp
PRODUCTIONS 1