Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 Sport EV mætir í kvöld Svíum í lokaleik sínum í undanheppni Heimsmeis Valur mætir sænsku liði Dregið var í 3. umferð EHF-keppni karla í hand- bolta í gær. Valsmenn mæta sænska liðinu Skövde og verður fyrri leik- urinn háður ytra þann 5. nóvember og sá seinni í Laugardalshöllinni viku síðar. Skövde var spáð sigri í sænsku deildarkeppninni síðastliðinn vetur og er geysilega sterkt. Skjern, lið Arons Kristjánssonar, dróst gegn RK Gold Club Kozina ffá Slóveníu og Gummers- bach, lið Róberts Gunnars- sonar og Guðjóns Vals Sig- urðssonar, fer einnig til Slóveníu þar sem liðið etur kappi við Cimos Coper. Tværhættar íGrindavík Sólveig Gunnlaugs- dóttir og Svandfs Sigurð- ardóttir, körfubolta- konur hjá Grindavík, hafa ákveðið að hætta að spila körfubolta en þær voru báðar byijunarliðsmenn í liðinu í fyrra sem varð í 2. sæti bæði á íslandsmót- inu sem og í bikarkeppn- inni. Þjálfarinn Unndór Sigurðsson sagði að þær Sólveig og Svandís hafi tilkynnt sér þetta skömmu fyrir mót. „Þær hafa tilkynnt það og ef þær koma afiur inn þá er það mikið fagnarefni," sagði Unndór en Sólveig var með 10,7 stig og 5,3 fráköst í fyrra en Svandís var með 4,3 stig og 9,9 fráköst. Fjórar fyrr- verandi landsliðskonur hafa því ákveðið að hætta að spila með liðinu en fyrr í sumar lögðu einmitt Erla Þorsteins- dóttir og Erla Reynisdótt- ir einnig skóna á hilluna en allar þessir leikmenn hafa verið viðloðandi landsliðið undanfarin ár. KA mætir Mamuli Tbilsi frá Georgíu í Askorenda- keppni Evrópu en dregið var í keppninni í gær. Þetta er í annað skiptið sem ís- lenskt félagslið mætir liði frá Georgíu en Valsmenn keyptu útileikinn af sínum andstæðingum og voru því báðir leikimir leiknir hér heima. Af styrkleika þess liðs að dæma má gera ráð fyrir að Mamuli Tbhsi verði ekki erfið hindrun fyrir KA- menn en vissulega er ferða- lagið langt. Kvennalið Hauka á einnig langt ferða- lag fyrir höndum en liðið dróst gegn Podravka Koprvnica frá Króatíu og fara leikir liðanna fram í janúar. Svíar þurfa stig gegn íslandi til þess að tryggja sig inn á HM í Þýskalandi á næsta ári en vinni ísland stórt gætu Tékkar sent sænska liðið í umspilið vinni þeir sinn leik gegn Finnum. Henke Larsson lék íslensku varnarmennina grátt í fyrri leikn- um á Laugardalsvellinum en hefur þolað mikla gagnrýni upp á síðkastið. f Henke Larsson Eg er ekki snmi leikmaður og í fvrrs Svíar eru ekki enn alveg öryggir inn á HM í Þýskalandi á næsta ári þrátt fyrir að staða liðsins sé góð fyrir lokadag undankeppn- innar í dag. Sænska pressan greinir frá því að liðið æfi sóknar- leikinn stíft fyrir leikinn og það er ljóst að Svíar sætta sig við ekk- ert annað en stórsigur gegn litla Islandi sem hefur fengið á sig þrjú mörk eða fleiri í sjö af níu leikjum sínum. Henrik Larsson hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu en þegar við fslend- ingar sáum hann síðast var hann að splúndra íslensku vörninni í Laugardalnum. Henrik Larsson var í miklu stuði 13. október í fyrra þegar Svíþjóð vann 4-1 sigur á íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum. Larsson skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja en öll fjögur mörk Svíanna komu á 20 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Larsson hefur skorað 33 mörk í 86 lands- leikjum en upp á síðkastið em sænskir fjölmiðlar í ríkari mæli famir að gagnrýna manninn sem öll sænska þjóðin biðlaði til að tæki aft- ur fram landsliðs- skóna fyrir EM í Portúgal 2004. Nú hefur Zlatan Ibra- himovic tekið yfir hlutverk hans sem aðalhetja sænska lands- liðsins en Henke þess í stað orð- inn skotspónn fyrir gagnrýnis- greinar sænsku spekinganna. „Ég er ekki sami leikmaður og ég var fyrir einu ári síðan en ég vinn hörðum höndum að því að komast þangað á ný. Ég á ekkert langt í því," segir Larsson ddist illa á hné eftir leikinn á íslandi og er enn að vinna sig út úr þeim meiðslum. Henke og sænska liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu tveimur landsleikjum sínum gegn Ungverja- landi og Króatíu og Henke hefur mátt þola harða gagnrýni fyrir sína frammi- stöðu í þeim. Farinn að elsdast? í sænska útvarpinu mátti heyra fullyrt „í fyrsta sinn má sjá það að Henke Larsson er að eldast," sem eru hörð orð um hinn 34 ára framheija sem hefur verið dýrkaður og dáður í heimalandinu undanfarin tíu ár. „Þetta hefur ekkert með hnéð að gera. Þegar liðið spilar vel þá er allt miklu auðveldara fyrir mig en þegar við leggjumst í vöm eins og á móti Króa- tíu er allt annað en auðvelt að skapa eitthvað framar á vellinum," segir Larsson sem h'tur á gagnrýnina á sig sem hluta af því að spila fótbolta. „Ég veit hvað ég get og það hefur alltaf verið þannig. Það em allir gagn- rýndir og það er ekkert gefið í þessu. Þetta snýst um það sem er best fyrir sænska landsliðið," segir Larsson sem hefúr fengið fá tækfæri með Barcelona og á enn eftir að komast í leikæfingu. „Ég hef h'tið spilað og þessi leikur gegn Króötum var aðeins minn fjórði 90 mínútna leikur á tímabilinu og við erum að tala um að það er kom- inn október. Það tekur tíma að venja líkamann við en ég hef nóg af orku til að spila alla leikina," segir Henke en allir þessir fjórir leikir em með sænska landsliðinu því hann fær fá tækifæri með spænska stórhðinu Barcelona. Larsson vildi lítið tjá sig um framtíð sína hjá Barcelona. „Ég spila nú fyrir sænska landshðið og þá er ég að einbeita mér að og tala „Ég veit hvað ég get og það hefur alltaf verið þannig. Það eru allir gagnrýndir og það er ekkert gefið í þessu. Þetta snýst um það sem er best fyrir sænska landsliðið um sænska landsliðið. Umboðsmað- urinn minn kemur til Barcelona á föstudaginn og þá munum við ræða um framtíð mína hjá félaginu. Það verður bara að koma í ljós hvað gerist, það er enn langt í HM og ég hef engar áhyggjur af því að fá ekki að spila nóg í vetur," var það eina sem sænsku blaðamennimir höfðu upp úr honum um lífið og framtíðina í Barcelona en það sem af er tímabilsins hefúr Lars- son aðeins leikið 23 af 540 mínútum í deildinni og 9 af 180 mínútum í Meist- aradeildinni. Ætla sér að vinna ísland Henrik Larsson var líka ekki sáttur með að sænska landsliðið fór Iangt með að tryggja sér sæti á HM þrátt fyr- ir að tapa gegn Króötum. „Við erum ekki sáttir með þetta. Það eina sem skiptir okkur máh núna er að vinna ís- land á miðvikudaginn," sagði Larsson í viðtaU við sænska blaðið Expressen eftir tapleikinn gegn Króatíu. Zlatan Ibrahimovic og Henrik Larsson er mjög ólíkir leikmenn og ættu að vega hvor annan upp. Það er því ekki ólfklegt að landsUðsþjálfarinn Lars Lagerback spiU þeim saman gegn íslandi í kvöld fari svo að Zlatan verði búinn að ná sér af meiðslunum en þeir tveir sem og Fredrick Ljungberg hafa allir misst af mörgum leikjum að undanfömu vegna meiðsla eða tengdra orsaka en saman hafa þeir skorað fimm mörkum meira í und- ankeppnini en aUt íslenska Uðið til saman. ooj@dv.is Kristinn Jakobsson dæmir leik hjá Evrópumeisturum CSKA Moskvu Stærsti leikurinn á ferlinum Kristinn Jakobsson knattspyrnu- dómari dæmir í næstu viku leik Evrópumeistara félagsliða, CSKA Moskvu, og franska liðsins Marseille en leikurinn er á fyrsta leikdegi riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða. Þetta er í fyrsta sinn sem leikið er með þessu fyrirkomulagi en leikurinn er klárlega sá langstærsti sem Kristinn hefur dæmt á sínum ferli. Þetta sýnir að vel er fylgst með Kristni og honum greinilega treyst fyrir að dæma áberandi og mikilvæga leiki. „Það er auðvitað frábært að fá að dæma hjá Evrópumeisturunum," sagði Kristinn. „Eg hef áður dæmt nokkuð stóra leiki svo sem leik Porto og Austria Vín fyrir tveimur árum en þetta er sá stærsti hingað til." Kristinn dæmdi leik í PóUandi í síðustu umferð forkeppni Evrópu- keppni félagsliða og fékk góða um- sögn um leikinn. „Maður er aUtaf að skríða ofar í styrkleikalistanum og vissulega er það mikil viður- kenning að fá ekki einungis að dæma á þessu stigi keppninnar, heldur einnig hjá þessum Uðum. Það má ekki gleyma því að hjá MarseiUe er valinn maður í hverri stöðu og liðið er fyrrverandi Evr- ópumeistari." Kristinn segist óneitanlega stefna hátt og útilokar ekki þann möguleika að dæma einhvern tímann á stórmóti landsliða. „Ég er kannski ekki á leiðinni tU Þýskalands næsta sumar en að taka þetta skref sem ég geri núna eykur vissulega möguleika mína á að komast einhvern tíman á stórmót." eirikurst@dv.is Kristinn Jakobsson Dæmirstór- leik CSKA Moskvu og Marseille i Evrópukeppni félagsliöa I næstu viku. DV-mynd Róbert \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.