Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005
Fréttir J3V
Lögreglumenn í New Orleans börðu Robert Davis, 64 ára kennara á eftirlaunum,
til óbóta á laugardagskvöld. Þeir segja hann hafa verið drukkinn og streist á móti
við handtöku. Myndbandsupptökur sýna þó annað, en lögreglumenn börðu einnig
fréttamann AP-fréttastofunnar.
Gómaðuraf
eigin hundi
Segja má að lögreglan í
Hannover í Þýskaiandi hafi
sannarlega látið krók koma
á móti bragði þegar hún
handtók22 ára gamlan inn-
brotsþjóf á mánudag. Lög-
reglan bankaði upp á hjá
manninum og hugðist
handtaka hann en þá stakk
maðurinn af. En maðurinn
skildi eftir þpndinn sinn
Lumpi og skarpir lögreglu-
mennimir ákváðu að skipa
hundinum að þefa eiganda
sinn uppi. Maðurinn fannst
svo í runna í nærliggjandi
garði og dvelur nú í gæslu-
varðhaldi. Hundurinn
Lumpi dvelur hins vegar
hjá ættingjum.
Heitt í Evrópu
Hitabylgja fór yfir Evr-
ópu í gær og slagaði hitinn
upp í þrjátíu gráður syðst í
álfunni. Á myndinni sést
hvar storkur í Luisenpark í
Mannheim í Þýskalandi
þurrkar af sér á meðan fólk
lepur sólina á garðbekk.
Hitinn þar náði 22 gráðum.
Bin Laden
dáinn
Margir telja að Osama
bin Laden, leiðtogi hryðju-
verkasamtakanna al-Kaída,
hafi verið á svæðinu í
Pakistan sem varð hvað
verst úti í jarðskjálftanum
sem reið yfir á laugardags-
morgun. í kjölfarið hefur
verið á kreiki orðrómur um
að bin Laden hafi látið lífið í
skjálftanum. Til að kynda
undir þessar sögusagnir
hafa engar upplýsingar
borist um hann eftir skjálft-
ann. Þótt ekki sé fullljóst um
afdrif bin Ladens er þó ljóst
að tugir félaga í ísjömskum
samtökutn^piíffífígjast
herskáum pakistönskum út-
lagasamtökum létu lífið.
Geimtúristi
kominn heim
Bandaríski auðmaðurinn
og geimtúristinn Greg Olsen
lenti heilu og
höldnu í Kasakst-
an í gær eftir að
hafa dvalið tíu
daga í geimnum.
Olsen fór með
rússnesku geimfari
af gerðinni Sojuz
til Alþjóðlegu
geimstöðvarinnar í
byrjun mánaðarins en hann
borgaði einn og hálfan
milijarð fyrir ferðina. Áður
þurfti hann að gangast und-
ir níu hundruð klukkutíma
þjálfun í Rússlandi. Olsen er
þriðji geimtúristinn frá
upphafi. Með honum sneru
til baka ellefu geimfarar
sem dvalið höfðu í geim-
stöðinni í sex mánuði.
Logregla baröi kaonara
og tretlamann til óbóla
Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að lögreglu-
menn í New Orleans börðu 64 ára kennara á eftirlaunum til
óbóta. Maðurinn, Robert Davis, er svartur en lögreglumennirn-
ir eru hvítir og hafa því miklar umræður spunnist um kynþátta-
fordóma innan lögregluembættisins. Fómarlambið sjálft neitar
þó að trúa því.
í átökum RobertDavis varlaminn til
óbóta af lögreglumönnum ÍNew Orleans
Atvikið var kvikmyndað.
„Ég ber engan kala til neins," seg-
ir hinn 64 ára gamli Robert Davis
þrátt fyrir að hafa verið barinn af
lögreglumönnum í New Orleans á
laugardagskvöld. Lögreglan ætlaði
að handtaka Davis fyrir ölvun á al-
mannafæri en segir hann hafa
brugðist ókvæða við og ráðist á þá.
Kvikmyndatökumaður fr á AP-frétta-
stofunni festi atvikið á filmu, en
fréttamaður sem var með honum
var einnig barinn af lögreglunni.
Þremur af fimm lögreglumönnum
sem viðriðnir voru atvikið hefur ver-
ið vísað úr starfi.
Ekki kynþáttahatur
Þegar sú staðreynd er höfð í huga
að Davis er svartur en lögreglu-
mennimir allir hvítir er freistandi að
ætla að árásin hafi verið vegna kyn-
þáttahaturs. Davis sjálfur tekur þó
fyrir það. „Þetta vom bara nokkur
skemmd epli," sagði hann um lög-
reglumennina og notaði um leið
tækifærið til að þaldca lögreglustjóra
New Orleans-borgar fyrir viðbrögð
hans við málinu.
Nýkominn heim
Davis, sem er kennari á eftirlaun-
um, var nýkominn aftur til heima-
borgar sinnar eftir að fellibylurinn
Katrín reið yfir svæðið. Hann fór út í
búð að kaupa sér sígarettur þegar
lögreglan hafði afskipti af honum
vegna ölvunar. „Ég hef ekki dmkkið í
25 ár," segir Davis um þessar ásak-
anir.
Þrátt fyrir það þarf Davis að
mæta fyrir rétt síðar í vikunni þar
sem hans bíða ákæmr fyrir ölvun á
almannafæri, mótþróa við hand-
töku og að hafa slegið lögregluþjón.
Þó er búist við að málinu verði vísað
frá á grundvelli áðumefnds mynd-
bands af atvikinu.
Lögreglan
„Ég man að það var hvít kona
sem stóð hjá og öskraði að ég hefði
ekki gert neitt," segir Davis og þakk-
aði um leið konunni fyrir aðkomu
sína að málinu. Á myndbandsupp-
tökum sést hún reyna að fá lögreglu-
mennina til að hætta að lemja Dav-
varnargarðarnir endurreistir
Fréttin afRobert Davis bætir ekki
ástandið sem yfirvöld borgarinn-
ar kljást við þessa dagana.
Liggur í blóði sinu Hei
sést Robert Davis liggja I
blóði sinu eftir að lög-
reglumennirnir höfðu
lamið hann.
msm
Forsvarsmenn lögreglunnar hafa
reynt að afsaka gerðir lögreglu-
mannanna með því að benda á að
þeir séu undir gífurlegu álagi í kjöl-
far hamfaranna vegna fellibylsins
Katrínar. Mál þetta þykir allt hið
neyðarlegasta fyrir lögregluna í New
Orleans en hún hefur ítrekuð verið
ásökuð um harðræði í gegnum árin.
„Ég man að það var
hvft kona sem stóð
hjá og ðskraði að ég
hefði ekki gertneitt."
Talið er að 2,5 milljónir hafi misst heimili sín í Suður-Asíu
Smyglhringur
upprættur
Breska lögreglan handtók í
gær sjö manns gmnaða um að
leiða einn stærsta smyglhring
Evrópu á fólki. Ellefu til viðbótar
vom handteknir í tengslum við
málið en handtökumar.em nið-
urstaða tveggja ára rannsóknar.
Hinir handteku stóðu fyrir um-
fangsmiklu smygli á fólki, aðal-
lega frá Tyrklandi til London.
Rannsóknin var mjög viðamikil
og komu lögregluembætti frá sjö
löndum við sögu. Aðferðin sem
smyglaramir notuðu til að flytja
fólk var að setja það í gáma, sem
gátu tekið allt að mánuði að kom-
ast á áfangastað.
Kraftaverkasögur heyrast af og til
„Hann er á lífi," öskmðu björg-
unarmenn í bænum Balakot í
pakistanska hluta Kasmírhéraðs
um leið og þeir drógu unglings-
strák úr húsarústum, 78 klukku-
stundum eftir að jarðskjálfi af
stærðinni 7,6 á Richter reið yfir
svæðið. Tvær konur, 55 og 75 ára,
fundust einnig á lífi í húsarústum í
Islamabad eftir áttatíu klukku-
stundir.
Þrátt fyrir að kraftaverkasögur
sem þessar berist af og til ganga
björgunaraðgerðir illa Sökum mik-
illa rigninga sem hafa hamlað því
að þyrlur og flugvélar komist til af-
skekktustu svæðanna. Þúsundir
sjálfboðaliða úr röðum almennra
borgara hafa af þessum sökúm
bmgðið á það ráð að halda fót-
gangandi til þessara svæða í þeirri
von að geta bjargað mannslífum.
Leitað að eftirlifendum Enn
berast kraftaverkasögur um lif-
andi fólk I húsarústum. Björgun
araðgerðir hafa þó gengið illa.
.....x....~rr
Gríðarleg eyðilegging er á svæð-
inu og er talið að alls 2,5 milljónir
manna hafi misst heimili sín. Mikil
áhersla er lögð á að finna húsaskjól
fyrir þetta fólk þar sem aðeins sex
vikur eru í að vetur skelli á. Ljóst er
að enduruppbygging muni nema
hundruðum milljóna dollara og
þegar hafa mörg ríki heitið stuðn-
ingi við uppbygginguna.