Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 Sport J3V Kári Steinn áfram á Svo gæti farið að Ríkharður Daðason knattspyrnumaður neyðist til að leggja skóna á hilluna eftir meiðsli sem hann hlaut síðla sumars. Hann bíður niðurstöðu úr rannsókn sem hann gekkst undir í gær og mun þá í kjölfarið taka ákvörðun um hvort hann hætti eða leiki í eitt ár til viðbótar. Hann segist ósáttur við þá ákvörð- un að láta Ólaf Kristjánsson þjálfara Fram víkja. Skaganum EinS’og búist var við ligg- ur ljóst fyrir að Kári Steinn Reynisson verður áfram í leikmarinahópi ÍA en hann hefur lengst af leikið með Skagamönnum en fór þó til Leifturs á Ólaifsfirði og var þar sumarið 1998. Á borð- inu liggur samningur sem á eftir að ganga frá og er lík- legast að hann verði til tveggja ára, rétt eins og síð- ustu þrír samningar Kára Steins hafa verið. Samningur Sigurbjörns klár Valsmenn hafa gengið frá samkomu- lagi við Sigurbjöm Hreiðarsson, fýrirliða liðsins til síðustu ára, að hann verði áfram með Hlíðarendapilt- um næstu tvö árin. Samningur liggur á borðinu og er aðeins beðið þess að Börkur Edvardsson, formaður knattspymudeild- ar Vals, snúi aftur heim frá Þýskalandi þar sem hann heftir dvalist síðustu daga. Sigurbjöm er 32 ára gamall og hefur leikið með meist- araflokki Vals frá sautján ára aldri. Gamli samningurinn hefði runnið út núna um áramótin og kom því fátt annað til greina en að ganga frá nýjum samningi hið fyrsta. Þremenning- ar áfram hjá Fram Þeir Daði Guðmundsson, Ómar Hákonar- son og Viðar Guðjónsson hafa allir skrifað undir nýja tveggja ára samninga við Safamýrarliðið Fram, sem gekk frá starfslokum við Ölaf Kristjánsson þjálfara liðsins. Leitað er að arftaka Ólafs hjá Fram og hafa nöfn nokkurra þjálfara komið upp á borðið. Meðal þeirra em Sigurður Jónsson, „ Magnús Gylfason, Njáll Eiðsson og Ásgéir Elíasson. Tvö önnur félög, Grindavík og Víkingur, eiga eftir að ganga frá sínum þjálfara- málum. Baldur bíður Baldur Aðalsteinsson knattspymumaður sagði upp samningi sínum við Val nú á dögunum og hefur hug á því að reyna fyrir sér er- lendis. Hann sagði í samtali við DV Sport í gær að hann væri með nokkur mál í skoðun og kæmi það í ljós á næstu dögum og vikum hvað verður úr. Annars er Baldur heldur ann- ars hugar þessa dagana þar sem hann og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni. Það væri því fátt annað sem kæmist að eins og stendur. Ríkharður Daðason sem leikið hefur með Fram undanfarin tvö ár gæti hafa leikið sinn síðasta knattspyrnuleik. Eftir langan og giftusamlegan feril sem atvinnu- og landsliðsmaður lítur nú út fyrir að meiðslin, sem hafa svo oft hrjáð hann á ferlinum, knýi hann til að hætta knattspyrnniðkun. „Ég er ekki búinn að taka ákvörð- un um hvort að ég haldi áfram eða ekki,“ sagði Ríkharður sem er samn- ingsbundin Fram í eitt ár enn. „Og ég segi það eingöngu af heilsufars- ástæðum. Ég er nú að bíða eftir nið- urstöðum úr segulómmyndatöku en ég fór í hana í gær. Það er vonandi að ég viti hvað verður í lok vikunnar en einkennin virðast benda til þess að ég sé með brjósklos í bakinu." Ríkharður segir að hann hafi far- ið illa úr síðasta leiknum í deildinni enda var hann fremur þungt hald- inn í bikarúrslitaleiknum gegn Vai. Hafði einn ágætur Framari það á orði að það hefði verið nærri lagi að Ríkharður hefði spilað leikinn í hjólastól, svo illa haldinn var hann. „Ef allt fer á versta veg verður vænt- anlega ákvörðunin um að hætta tek- in sjálfkrafa fyrir mig," sagði Rík- harður. En þrátt fyrir allt segir hann að hann hafi ávallt séð fyrir sér að þetta sumar yrði hans síðasta tímabil. „Það er leiðinlegt að geta ekki hætt á eigin forsendum. Ég átti ekki gott tímabil í sumar og var kippt út af vegna meiðsla í júlí og er það ekld sá máti sem ég vildi kveðja á. En stund- um ræður maður engu um slík mál og það hafa fleiri en ég þurft að hætta á þessum forsendum. Ég vona bara að ég fái niðurstöðu í þessi mál sem allra fyrst," sagði Ríkharður. Fram féll úr Landsbankadeild karla í haust og nú fyrr í vikunni tók stjórn rekstrarfélags knattspyrnu- deildar félagsins þá ákvörðun að semja um starfslok Ólafs Kristjáns- sonar sem þjálfara liðsins. Við þá ákvörðun er Ríkhaður ekki sáttur. „Ég sá fréttatilkynninguna sem stjórnin sendi frá sér eins og aðrir og veit ekkert frekar hvernig málin standa. Það er þó mín persónulega skoðun að þetta hafi ekki verið rétt ákvöröun." Sjálfur vildi Ólafur halda áfram með félagið en þó á þeim forsendum sem við hann var samið þegar hann var ráðinn til starfa. Með breyttu starfsum- hverfi og forsendum var þó ljóst að aðilar gátu ekki sæst á áframhald- andi fyrirkomulag. Sem fyrr segir á Ríkharður langan og farsælan feril að baki og lék hann sem atvinnumaður í knattspyrnu í sjö ár, þar af lengst í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír. Hann hefur leikið 44 A-landsleiki fyrir ís- lands hönd og skoraði í þeim fjórtán mörk. Eftirminnilegast er . markið sem hann skoraði á Laugardalsvelli haustið 1998 þegar hann kom íslendingum yfir gegn Frökkum sem léku þá sinn fyrsta leik eftir að hafa ^ verið krýndir heimsmeistar- ar fyrr um sumarið. eirikurst&dv.is wé m Markið fræga gegn Frökkum Ríkharður skoraði í frægum leik ís- Jendinga gegn þáverandi | heimsmeisturum Frakka á Laugardalsvelli haustið | 1998. Hér fagnar hann markinu ásamt Guðjóni Þórðarsyni sem þá var landsliðsþjálfari. é „Ef allt fer á versta veg verður væntan- lega ákvörðunin um að hætta tekin sjálf- krafa fyrir mig." Rikharður Daða- son Gæf/ neyðst til aö leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Sigurður Jóns- son4 leið til Grindavíkur ef að líkum lætur. Milan Stefán Jankovic vill snúa sér að því að þjálfa annan flokk Grindavíkur Jankovic líst vel á Sigurð sem biálfara Grindavíkur Milan Stefán Jankovic er að öll- um líkindum að láta af störfum sem aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Grindavík eins og fram hefur komið í DV síðustu daga. Hann staðfesti það í samtali við blaðamann í gær og vill hann helst snúa sér að þjálfun annars flokks félagsins. Hann er sem stendur staddur erlendis í fríi en er væntanlegur heim í lok vikunnar. „Ég kem heim annað hvort á fimmtudag eða föstudag og ræði þá við stjórn Grindavikur," sagði Jankovic. „Þegar ég kom til Grindavíkur síðastliðið haust óskaði ég þess að þjálfa annan flokk fé- lagsins og á það enn við í dag.“ Til stóð hjá Grindvíkingum síðastliðið haust að ráða Guðjón Þórðarson til starfa og að Jankovic yrði aðstoðarþjálfari hans sem og þjálfari annars flokks félags- ins. Þegar ljóst varð að elckert yrði af ráðningu Guðjóns var farið fram á að Jankovic tæki að sér þjálfun meistaraflokks sem svo varð úr. En nú vill hann snúa sér aftur að sínum fyrri áætlunum. Sigurður Jónsson hefur verið sterklega orðaður við félagið og samkvæmt heimildum blaðsins er það langlíklegasta niðurstaðan í málinu. Jankovic var kunnugt um það og sagði hann að honum myndi lítast vel á það fyrirkomulag. „Sig- urður væri fi'nn kostur fyrir félag ið og hefði ég ekkert á móti því,“ sagði hann. Jónas Þórhallsson, for- maður knattspyrnu- deildar félagsins, sagði að hann bíði nú þess að Jankovic sneri aftur heim úr sínu fríi svo hægt væri að ganga frá lausum endum, bæði hvað varðar þjálfara- og leik- mannamál félags- ins. eirikurst@dv.is Milan Stefán Jankovic Lístvel á Sigurð sem arftaka sinn hjá meistaraflokki Grindavikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.