Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005
Lífíð DV
Daníel Ágúst Haraldsson hefur nú sent frá sér plötuna Swallowed a star. Hann
hefur unnið að plötunni síðustu fimm ár og nú er hún komin út. Daníel segir að
árin í Ný danskri og Gus Gus hafi verið góður skóli.
„Nú er ég að hefja ein-
herjaferil og sinni
honum. Ég á mínar
öllu þessu ágæta fólki
sem ég hefverið að
vinna með í
hljómsveitum. Stund-
um fer ég í heimsókn
tilþeirra."
Mikil ferðalög
Daníel segir að frá því hann hóf
að vinna í plötunni hafi hann ekki
varið öllum stundum í hljóðveri.
„Nei, ekki beinlínis. Þetta fól í sér
heilmikið af ferðalögum. Ég flaug
til Los Angeles að hitta Biggs sem
hafði unnið með mér fyrir Islenska
dansflokkinn og Gus Gus. Hann
hefur einnig unnið með Madonnu,
Beck og Sigur Rós. Hann bjó í LA
og þar hitti ég líka Veigar Margeirs-
son og Atla örvarsson. Þeir aðstoð-
uðu mig við útsetningar á fjórum
lögum sem við tókum upp í LA
með amerískum session-hljóð-
færaleikurum. Svo fór ég heim og
útsetti restina af lögunum og þau
voru tekin upp í Salnum í Kópa-
vogi ásamt kvintett. Síðan var öll
eftirvinnslan í New York í nýja
hljóðverinu hjá Biggs."
Hvernig myndirðu lýsa þessari
tónlist?
þessum
góðu minningar með
„Jú, það er mikill léttir að vera
búinn með þetta," segir Daníel
Ágúst Haraldsson sem hefur nú
sent frá sér geisladiskinn Swall-
owed a star. „Ég á náttúrulega á eft-
ir að fylgja þessu eftir með tónleika-
haldi og öðru slíku sem fylgir kynn-
ingu á tónlistarefni."
•o
Erfið fæðing
Þar eru um fimm ár síðan Daní-
el byrjaði að vinna í plötunni. „Tón-
listarefnið var í sjálfum sér tilbúið
fyrir tveimur árum. Það sem fór ríf-
legur tími í var að flnna útgefanda
sem treysti sér í að skuldbinda sig
þessari tónlist," segir Daníel.
Hvar stóð hnífurinn íkúnni?
„Það var misjafnt. Fór eftir út-
gáfufyrirtækjum. Þetta hentaði ekki
sumum útgefendum á þeim tíma
og einhverjum þótti þetta ekki
nógu markaðsvænt. Svo fór ég til
^ Derek hjá One Little Indian. Ég
hafði leitað til hans áður og hann
ákvað að gefa þetta út," segir Daní-
el.
Með Ný danskri DaníelÁgúst hér á árum
Daníel Agúst Sendi frá sérplötuna Swallowed a star eftir ára langra biö.
„Þetta er tónlist sem er ansi per-
sónulega og tilfinningalega tengd
mér í núinu og fortíðinni. Það er
fortíðarhljómur í þessum sígildu
strengjahljóðfærum. Svo blikar í
nútímalegt hljómlandslag á heild-
arútkomu plötunnar. Það má segja
að þetta sé kammerpopp."
Gus Gus og Ný dönsk góðar
minningar
Daníel skaust fyrst fram á sjón-
arsviðið undir lok níunda áratugs
síðustu aldar með hljómsveitinni
Nýrri danskri. Seinna meir gerði
hann það gott með hljómsveitinni
Gus Gus.
Alveg búinn að segja skilið við
þær grúppur?
„Fyrir mér stendur það ekki
nærri því sem ég er að gera í dag.
Nú er ég að hefia einherjaferil og
sinni honum. Eg á mínar góðu
minningar með öllu þessu ágæta
fólki sem ég hef verið að vinna með
í þessum hljómsveitum. Stundum
fer ég í heimsókn til þeirra."
Það er töluvert langur vegur frá
laginu Alelda með Ný danskri í lag-
ið The Moss á nýju plötunni. Bæði
góð lög?
„Þetta eru frábær lög, bæði tvö,"
segir Daníel og hlær. „Hvert hefur
sinn brag og sitt lag, sín persónu-
einkenni."
Hvort finnst þér listrænna?
„Það er hægt að teygja það og
toga hvort þeirra sé listrænna.
Erfitt að leggja það á vogaskálarn-
ar. Það er hvorugt þeirra á lægra
plani en hitt."
Þú átt það til að stíga sporið
meðan þú syngur. Er það hluti af
„sjóvinu"?
„Þau dansspor sem ég stíg eru
ekki samin, bara eitthvað sprikl
sem ég fæ útrás fyrir á sviðinu.
Bara svona til þess að fá blóð-
streymið f fullan gang og lífga upp
á sviðsframkomuna. Eg hef yfirleitt
verið hressilegur í sviðsframkomu.
Það má segja aðpoppárin hafi ver-
ið góður skóli. Eg bý vel að þessu
námi," segir Daníel og hlær.
Það er nóg framundan hjá Dan-
íel en hann mun næst spila á
Airwaves-tónlistarhátíðinni þann
20. október á NASA. soli@dv.is
Ashton er enginn
leikfangadrengur
Ashton Kutcher segist vera ánægður yfir
því að fólk sé hætt að líta á hann sem
leikfangadreng Demi Moore. Hann seg-
ist verða að sætta sig við
að vera ávallt nefnd-
ureiginmaður
Demiar og
standa
þannig í
skugga
hennaren
það væri þó
skömminni
skárra en hitt.
Mikill aldurs-
munur er á þessum
nýbökuðu hjónum eða 15 ár en Ashton
hefur alltaf sagt að hann setti það ekki
fyrir sig. „Ég er stoltur af því að vera
kvaentur henni og eiga þrjár yndislegar
stjúpdætur. Mér þótti leikfangadrengs
nafngiftin aldrei fara mér vel."
Brad Pitt hættur
að reykja
Brad Pitt hefur hætt að reykja til að geta
verið börnum Angelinu Jolie góð fyrir-
mynd. Leikarinn mynd-
arlegi segist ómögu-
lega geta haldið
áfram að reykja
eftir að verð-
andi eigin-
kona hans
tilkynnti
honum að
hún gæti
ekki sætt sig
við að hann
reykti fyrirframan
Maddox, sem nú er orðinn fjögurra ára
gamall, og litla ungbarnið Zahöru. Hann
hefur reyndar greint fjölmiðlum frá því
að honum þyki afar erfitt að halda sig
frá eitrinu en Angelina sé honum stoð
og stytta í baráttunni.
Paltrow leikur í
mynd bróður síns
Gwyneth Paltrow hefur ákveðið að leika
í ódýrri rómantískri gamanmynd sem
bróðir hennar Jake leikstýrir.
Hollywoodleikkonan Paltrow sem vann
Óskarsverðlaunin árið 1998 fyrir hlut-
verk sitt í Shakespeare in Love leikur
aðalhlutverkið í kvikmynd bróður síns.
Meðleikarar hennar eru
breski leikarinn Martin
Freeman sem leikur
aðalhlutverkið í sjón-
varpsþáttunumThe
Office og Simon
Pegg sem lék í
kvikmyndinni
Shaun of the
dead.Tökurá
myndinni
munu hefjast í
nóvember i
London og New
Vork. Jake Paltrow er
lítið þekktur leikstjóri. Hann hefur áður
unnið við gerð sjónvarpsþáttannaThe
Jury ogThe Others f Bandarfkjunum.
um hans Pauls en ég sagði hon
um aö hafa ekkf
áhyggjur af $wW
þessu," segir
japanska hsta-^^BlL
konan öskuill. Það
er ekki undra þótt hinn^w
kjaftfori Iiam GaUegher, sem m
hilaut verðlaun á hátíðinni, jji
hafi hrifist mjög af framkomu jfi
hennar. „Égelskaþessakonu, Jff
ég bara hreinlega elska ffjj
hana Yoko. í hvert skipti"n
sem ég sé hana langar mig að jj
faðma hana," segir Liam^O
stórhrifinn af skömmunum.
Paul McCartney
Ekki hátt skrifaður
hjá Lennon aö sögn
Yoko Ono.
Yoko Ono, ekkja bítilsins Johns
Lennons, var ein þeirra stjama sem
mætti á hina árlegu Q-verðlaunaaf-
hendingu sem haldin var í fyrradag.
Ekkjan var öskuill út í Paul McCartn-
ey sem hún segir mun lélegri tón-
listamann heldur en eiginmann
sinn heitinn. „Ég vildi að John væri
staddur hér í dag. Ég er sannfærð
um að honum hefði þótt mjög
gaman af þessu. En mig langar til að
deila svolitlu með ykkur. John þótti
alltaf furðulegt hve mikið fólk hreifst
af þessum innihaldslausu popplög-
Kjaftfor og sæt
| Þau Yoko og Liam
eru bæði ófeimin við
að láta kollega sína
heyra það.