Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Side 25
rr DV Sálin MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER2005 25 Þeir sem misskilja stærð sína drepa sig frekar Sjá/fsvígshugleiðingar og tilraunir eru mun algengari á meðal þeirra unglinga sem telja sig vera offeita eða ofgranna óháð þvl hversu þungir ein- staklingarnir eru í raun og veru. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rann- sókn. Þessir unglingar eru taldir I helmingi meiri áhættu á að fremja sjálfsmorð. Um 19% aðspurðra sögðust hafa íhugað að fremja sjálfsmorð á síð- asta ári og 9% höfðu gert tilraun til sjálfsmorð á þeim tima. Þótt 65% af nemendunum hafi verið I eðlilegri þyngd töldu aðeins 54% að þeir væru í kjörþyngd. Flestir töldu sig ofþunga en aðrir ofgranna. „Sjálfsmorðshugleið- ingar voru mun algengari hjá þeim unglingum sem töldu sig ofgranna eða of feita. Alveg sama þótt þeir væru það ekki og alveg sama hversu litið þeim fannst vanta upp á til að ná kjör- þyngd," sagði einn sérfræðinganna sem stóðu að rannsókninni sem náði til 13.601 nemanda. Sjálfsvíg Unglingar sem telja sig offeita eða of granna eru helmingi lik- legri til ad drepa sig. Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN Hjá Geðhjálp eru starfandi fjöldamargir sjálfshjálparhópar þar sem fólk með sam- eiginlega reynslu deilir henni á milli sín. Þeim sem tekist hefur að vinna sig úr sorg og reiði tengdum geðsjúkdómum geta nefnilega gefið öðrum sem standa í sömu sporum mörg ráð. Geðhjálp stjórnar ekki fundunum, þetta eru sjálfstæðir hópar, en samtökin eru á leið um landið til að byggja upp sjálfshjálparhópa í minni plássum. Aðstandendahópur fólks með átraskanir Hópurinn hittist í Túngötu 7 annað hvern mánudag klukkan 20 og ræðir málin. Hægt er að skoða meira um hópinn á heimasíðunni www.spegillinn.is. Samtökin voru stofnuð af aðstandendum átröskun- arsjúklinga en megintilgangur þeirra er að beita sér fyrir fræðslu, forvörnum og meðferðarúrræðum fyrir átröskunarsjúklinga. Fundirnir eru öllum opnir. Átraskanir eru vaxandi heilbrigð- isvandamál. Þær hafa áhrif á lífsgæði fólks og geta jafnframt verið lífs- hættulegar. Átraskanir verða ekki læknaðar með pillum eða með- alaglösum eingöngu. Því þó að ytri einkenni sjúkdómsins séu greinileg í gífurlegu þyngdartapi eða offitu eru orsakimar ævinlega sálrænar. Aðstandendahópur Hópur aðstandenda fólks með geðraskanir hittast í Túngötunni á þriðjudögum kl. 18 og ræða málin. Best er að hringja í 570-1700 til að athuga hvort fundirnir séu ekki örugglega á dagskrá. Einnig er hægt að skoða heimasíðuna www.ged- hjalp.is. Hópur fyrir geðklofa Geðklofi er einn þeirra mörgu geðsjúkdóma sem fólk getur fengið. Megineinkenni hans er breytt raun- vemleikaskyn sem oft hefur áhrif á hegðun og andlegt ástand hins sjúka. Fólk sem er með sjúkdóminn hittist á föstudögum í Túngötu kl. 13.30. Félagsfælnihópur Þessi hópur er eingöngu fyrir félagsfælna, 17 ára og eldri. Hann er til að fólk geti hitt aðra sem ganga í gegnum það sama og fengið æfingu í að vera í kringum aðra; æft sig í því sem maður á erfitt með - félags- fælnina. í hópnum getur maður fengið skilning á sinni fælni. Það er léttir í því að vita að maður er ekki ein(n) með sitt vandamál. Þetta er opinn hópur. Umræðuefni á fund- um er félagskvíði, hvernig maður tekst á við hann, hvenær kvíði kom upp, samskiptavandamál og það sem tengist geðheilsu manns. Hóp- urinn hittist á miðvikudögum kl. 20. Samtök fyrir ungt fólk með þunglyndi Hópurinn 'hittist á mánudögum og miðvikudögum í Mjósundi 10 í gamla bókasafninu í Hafnarfirði. Til- gangur með fundunum er að fá skiln- ing og stuðning frá fólki sem er að glíma við sama sjúkdóm. Á fundun- um er fólki frjálst að deila hverju því sem liggur því á hjarta, hvort sem það tengist þunglyndi eða einhverju öðru. Engum er skylt að tjá sig á fundum, því það getur líka verið gott að hlusta. Það er fullur trúnaður á fundunum og allir eru velkomnir. Geðhvarfahópur Geðhvörf kallast það þegar sjúk- lingur sveiflast milli oflætis ogþung- lyndis, geðhæðar og geðlægðar. Langur tími getur liðið milli geð- sveiflanna og á þeim tímabilum er sjúklingurinn eðlilegur á geði. Fólk með geðhvörf hittist á Túngötu á fimmtudögum kl. 21. Best er að hringja á undan til að vera viss um rétta tímasetningu. Þunglyndishópur Þunglyndishópurinn er hópur fólks sem er að glíma við einhverja tegund þunglyndis. Fólk kemur saman og fær tækifæri til að tjá sig, segja hvað því liggur á hjarta. í hópnum hittist fólk sem er að glíma við sambærilegan vanda og hefur sambærilega reynslu. Það sem ein- kennir umræður innan hópsins er gagnkvæmur skilningur og virðing gagnvart hverju öðru. Þeir sem segja frá eru staddir í reynsluheimi okkar hinna. Hópurinn hittist á fimmtu- dögum kl. 17.30. Sumir virðast hafa fæðst heppnir. Hvert er leyndarmál þeirra? Hér eru nokkur ráð til að auka heppni þína: Skapaðu þína lukku 1. Hannaðu sterkt net fólks í kringum þig. Áður en þú veist af mun einhver opna ótrúlegustu dyr fyrir þig. Gerðu það að vana að tala við fólk þótt þú þekkir það ekki. 2. Slakaðu á bæði andlega og líkamlega. Ef þú ert afslöpp- uð/afslappaður ertu opnari fyrir einhverju jákvæðu sem kemur fyrir þig. Notaðu æfingar til að róa þig ef þú ert of æst(ur). 3. Þróaðu innsæi þitt með íhugun. 4. Lærðu að búast við ham- ingjunni. Byrjaðu daginn á já- kvæðum hugsunum eins og: „Ég á hamingjuna skilið" og „f dag mun eitthvað frábært gerast." 5. Vertu alltaf með ákveðið markmið í huga. Jafnvel þótt ávinningurinn sé lítill. 6. Reyndu að einblína á hið jákvæða jafnvel þótt eitthvað neikvætt komi fýrir. ímyndaðu þér hversu illa hefði getað farið. Spurðu sjálfan þig hvort skað- inn sé virkilega svo mikill. 7. Ruglaðu sjálfa(n) þig í rýminu með þvf að gera eitt- hvað óvænt þegar erfiðleikar mæta þér. Farðu í bíó eða í lík- amsræktina, hittu vini eða hlustaðu á tónlist. 8 góð ráð fyrir andlega vellíðan J. Haltu sambandi við aðra Gerðu lista yfir vini þina og hringdu íþá sem þú hefur ekki heyrt I lengi. 2. Sjálfstæði Efþér finnst þú vera við stjórnina á þlnu eigin lífi finnurðu til vellíðunar. 3. Sjálfstraust Byggðu þig upp. Passaðu þig að segja ekki eitthvað neikvætt um sjálfa(n}þig. Ef þú missir eitthvað út úr þér segðu þá eitt- hvað jákvætt strax á eftir neikvæðu at- hugasemdinni. • 4. Hæfni Spyrðu fólk sem þú treystir hvenær þú ^ hafir virkilega staðið þig vel. Vertu með á nótunum varðandi hæfni þína. 5. Tilgangur Biddu vini þína að lýsa hverþeirra til- gangur í lifmu sé, annar en að öðlast peninga og sjá fyrir fjölskyldunni. Þú gætir lært ýmislegt. 6. Að sætta sig við líkama sinn j’ Hentu öllum glamúrtlmaritunum sem birta sérstaklega óraunhæfar myndir afkvenlik- 8. Andlegur styrkurinn gegn þung- lyndi Gerðu lista yfír alla þá hluti sem gera þig ánægða(n). Framkvæmdu eitthvað af listanum á hverjum einasta degi. Efþú ert þung(ur) í skapinu veldu þá tvennt af listanum. Þú getur tekið öll ráðin, skrifað þau niður á litil blöð, rúllað þeim upp og settí skál. Veldu afhandahófi úrskátinni. Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi amanum. Notaðu skynsemina og horfðu á líkama þinn raunsæjum og sanngjörnum augum. 7. Að tengjast náttúrunni Farðu í reglulega göngutúra úti i náttúr- unni, helst á hverjum degi. Klappaðu þeim hundum sem verða á vegi þinum og ræddu við eigendur þeirra. FOSFOS MEMORY g sóluaðili 551 9239 irkiaska.is og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.