Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 12. OKJÓBER2005 15
íhuga sam-
einingu
Siglfirðingar og Ólafs-
firðingar íhuga nú að sam-
eina sveitarfélögin tvö. í
sameiningarkosningum á
laugardaginn sfðasta var
kosið um sameiningu
sveitarfélaganna tveggja
auk Akureyrar, Hörgár-
byggðar, Grýtubakka-
hrepps, Arnarneshrepps,
Svalbarðsstrandarhrepps
og Eyjafjarðarsveitar en
var hafnað í öllum nema
Siglufirði og Ólafsfirði.
Formanni bæjarráðs Siglu-
fjarðar þykir því rökrétt að
sveitarfélögin tvö kanni til
hlítar kosti og galla sam-
einingar.
ísland í
öryggisráð
Málfundafélag Lög-
réttu boðar til málfundar
í dag, miðvikudaginn 12.
október kl. 12.15 í Há-
skólanum í Reykjavík þar
sem fjallað verður um
framboð íslendinga til
öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna. Hyggst félagið
leita svara við spuming-
um eins og hvort kostn-
aður vegna ffamboðsins
sé forsvaranlegur, hvort
ákvörðunin um ffamboð
hafi verið tekin á lýðræð-
islegan hátt og hvaða
áhrif seta íslands í örygg-
isráðinu muni hafa á
samskipti við aðrar þjóð-
ir.
íslendingar
slá í gegn
Nokkrir íslenskir
hönnuðir og og
listamenn standa
fyrir íslenskri uppá-
komu á menning-
arnótt Kaupmanna-
hafnar, sem fer
fram á föstudaginn.
Myndlistarkonan
Sossa heldur herlegheitin á
vinnustofu sinni á Ny-
brogade 26. Ásta Guð-
mundsdóttir heldur tísku-
sýningu með eigin hönn-
un, og sýndir verða skart-
gripir úr smiðju Jens í
Kringlunni og Höllu Boga
gullsmiðs. Þá ætla tónlist-
armennirnir Gunnar Þórð-
arson og Jón Rafnsson að
sjá um tónlistina.
Ferðaþjónusta
í góðum gír
Samkvæmt upplýsing-
um Seðlabankans voru
gjaldeyristekjur af ferða-
þjónustu fyrstu sex mán-
uði þessa árs 14,776 milj-
arðar, en sömu mánuði í
fyrra voru þær 14,874 milj-
arðar. Þetta hljóta að telj-
ast jákvæðar fréttir þegar
litið er til styrkingar krón-
unnar um nálægt 10% á
þessu tímabili. Gjaldeyris-
tekjur af hverjum erlend-
um gesti hafa einnig aukist
á sama tíma miðað við er-
lenda mynt.
Á kassakvittunum sumra verslana eru kortanúmer oft birt í fullri lengd
Kortanúmerið á gólfinu
Logi Ragn-
arsson Fram-
kvæmdastjóri
Fjölgreiðslu-
miðlunar.
Fjöldi verslana hefur þannig
kassakerfi að ekki birtast nema fjórir
síðustu tölustafimir í númeri þess
korts sem greitt er með á kvittuninni.
Kassakerfi annarra verslana, eins og
Bónuss, birta kortanúmer í heild
sinni. Kreditkortafærslur verslana
Bónus Jtlaupa á hundruðum þús-
unda í hverjum mánuði.
„Við vitum að þetta er óheppi-
legt," segir Svanur Valgeirsson hjá
Bónus. „Kassakerfið hefur verið
svona í langan tíma. Ég býst við því að
við verðum búin að sldpta því út upp
úr áramótum," segir Svanur og telcur
fram að ekJd hafa komið upp nein til-
vik þar sem misnotkun hafi átt sér
stað vegna þessa. „Við leggjum
áherslu á að bjóða viðskiptavinum
lcvittunina og henda henni í ruslið sé
hún afþökkuð."
„Það er enginn nýr móttölcubún-
aður greiðslukorta samþýkktur til
tengingar við rafræna greiðslukerfið
nema að kortanúmerum sé sldpt út
með stjömum eða þvíumlílcu á
greiðslukvittun korthafans," segir
Logi Ragnarsson, framkvæmdastjóri
hjá Fjölgreiðslumiðlun sem sér um
úttektir og eftirlit með greiðslukerfum
verslana. „Þannig em upp-
lýsingar birtar á eintaki sölu-
aðilans og hefur það gilt fyrir
öll ný kerfi síðastliðin fjögur
til fimm ár.“
Skipta á öllum hugbún-
aði út vegna innleiðingar á
örgjörvakortum. Þá munu
upplýsingar hverfa af
greiðslulcvittunum korthafa. „Kort-
hafar em beðnir um að passa vel upp
á upplýsingar. Gildir það jafnt um
PIN-númer, greiðslulcvittanir, stöðu-
yfirlit og annað," segir Logi.
haratdur@dv.is
Pappírshaf Kvitt-
anir bjóða stundum
upp á misnotkun.
ÁSKRIFT: 515 6100 | WWW.ST0D2.IS | SKÍFAN | OC VODAFONE
ISLAND I DAG!
Meó traustu fólki, á nýjum tíma, alla virka daga
i
■l " m 1 aSr \ i--«