Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Page 14
74 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005
Fréttir DV
Hæðarlínurnar vitlausar Á
þessari mynd sjást 20 metra
hæðarlínur Landmælinga
(blátt) og 20 metra hæðarlín-
ur Loftmynda (græn, þykk
llna). Græn, grönn lína sýnir 5
metra hæðarlínur.
ijHt'
Loftmyndir ehf. vilja taka yfir rekstur Landmælinga ríkisins, og ætla að sjá um verkefnin fyrir helmingi
lægri upphæð en áætlað var. Loftmyndir segja kortagerð orðna að samkeppnisrekstri og enga réttlæt-
ingu fyrir samkeppni hins opinbera við skattgreiðendur.
m
liti
. .
Húsin á vitlausum stað
Rauðu punktarnir sýna hvar
gögn Landmælinga stað-
settu húsin og myndin sýnir
hvar þau eru raunverulega.
Segja Landmælingar
oí dyrar og vanhæfar
Síðastliðinn föstudag sendu Loftmyndir ehf. umhverfisráðuneyt-
inu tilboð um að yfirtaka allan rekstur Landmælinga ríkisins
næstu fimm ár. f þessu tilboði kemur fram að Loftmyndir hyggjast
taka fyrir það 100 milljónir á ári. f íjárlögum 2006 er gert ráð fyrir
að Ríkissjóður greiði 198,5 milljónir til Landmælinga ríkissins.
Samkvæmt frumvarpi til fjár-
laga 2006 er gert ráð fyrir Land-
mælingar kosti skattgreiðendur
198,5 milljónir á næsta ári. Loft-
myndir bjóðast til að sinna þeim
verkefnum og gott betur fyrir 100
milljónir á ári. Kortagerð í dag er
orðin að samkeppnisrekstri og
samkvæmt Loftmyndum er „engin
réttlæting fyrir samkeppni hins
opinbera við skattgreiðendur" auk
þess að „LMÍ hafa ekki staðist
gæðakröfur markaðarins".
Kort Landmælinga kolröng
í samstarfsverkefni Landmæl-
inga og Loftmynda, þar sem mark-
„Við viijum spara
skattgreiðendum
hundruð milljóna á
ári með því að gera
umhverfisráðuneyt-
inu þetta tilboð til
fimm ára."
miðið var að komast að því hvort
hægt væri að nýta og uppfæra
gömul gögn stofnunarinnar, kom í
ljós þegar teknar voru loftmyndir
Árnar á röngum stað Hérsést hvargögn Landmælinga segja árnar liggja (blátt) og hvar
Loftmyndir ehf. mældu hvar þær eru (grænt).
Þórðardóttir „Þetta er ekki
formlegt tilboð heldur hugmyndir þessa fyr-
irtækis, “ segir umhverfisráðherra.
af Snæfellsnesi að kort Landmæl-
inga voru röng.
„Kortin voru vitlaus og hæðar-
mælingar voru rangar. Ár voru ekki
merktar inn þar sem þær áttu að
vera og öfugt," segir Arnar Sigurðs-
son, markaðsstjóri Loftmynda.
„Einnig sýnir myndin sem Loft-
myndir tók að enga byggð var að
fmna þar sem Landmælingar
höfðu staðsett byggð. Þetta 'eru
gömul gögn sem Bandaríkjaher lét
Landmælingum í té. Þá var tæknin
ekki sú sem hún er í dag. Þetta eru
einfaldlega úrelt gögn," segir
Arnar.
„Það sem LMÍ hefur gert síðan
er að taka þessi gömlu gögn og
setja þau í gagnagrunn sem nýt-
ist engum. Þarna er verið að
setja í nýjar umbúðir eitthvað
sem er orðið gamalt og úld-
ið.“
Loftmyndir 20 sinnum ná-
kvæmari
„Þetta tilboð okkar um að yfir-
taka rekstur Landmælinga og
halda úti gagnagrunni sem
almenningur hefur ókeypis aðgang
að er tilboð sem ekki er hægt að
hafna," segir Arnar. Til þess að
taka Landmælingar út af sam-
keppnismarkaði þarf að leggja
fram lagabreytingu.
„Sú lagabreyting hefur ekkert
með okkar tilboð að gera. Flestar
ríkisstofnanirnar kaupa af okkur
upplýsingar og myndir. Sveitarfé-
lög, Vegagerðin, Fasteignamat
ríkisins, Skipulagsstofnun,
Landsvirkjun og fleiri.
Eina stofnunin sem
nýtir sér gögn Land-
mælinga er Um-
hverfisstofnun rík-
isins. Það treystir
enginn á ónákvæm
og vitlaus gögn
þeirra. Við viljum
spara skattgreið-
endum hundruð
milljóna með því
að gera umhverfis-
ráðuneytinu þetta til-
boð til fimm ára."
Loftmyndir eiga
myndir af öllu fslandi
sem gætu nýst lands- j
mönnum. í dag er Æ v vs:j,
Umhverfis-
stofn-
un með kortavefinn ust.is en Arnar
segir mælingarnar þar í fetum og
kolrangar.
„Samkvæmt þeirra gögnum er
vegalengdin þvert yfir landið frá
vestri til austurs innan við 500 fet!"
Sigríður Anna hefur ekkert
að segja
„Ég hef ekkert um þetta mál að
segja að svo stöddu," segir Sigríður
Anna Þórðardóttir umhverfisráð-
herra. „Ég er að undirbúa frum-
varp til laga um að færa sumt af
rekstri Landmælinga íslands út af
samkeppnismarkaði. “
"TSNv Sigríður gefur það ekki
upp hvort hún hafi í
hyggju að svara til-
boði Loftmynda.
„Þetta er ekki
formlegt tilboð
heldur hug-
myndir þessa
fyrirtækis. Það
eru til lög um
landmælingar
og þangað til
þetta frumvarp
verður lagt fram
hef ég ekkert meira
þetta mál að
segja."
jakobina@dv.is
Arnar Slgurðsson
Markaðsstjóri Loft-
mynda ehf. segist vilja
spara skattgreiðendum
hundruð milljóna.