Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Side 29
J3V Fréttir MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 29 Kólumbus kemurtil Ameríku Úr bloggheimum Keppnisferð Nú er því lokið, búinn að fara l rútuferð dauðans, 47 tímar, ég verð aldrei samur eftir þessa ferð. Þvílíkur viðbjóður, næst þá borga ég flugið sjálfur... En allavega, unnum leikinn örugglega, það voru svona 25 manns í höllinni, engin stemming en annað slagið braust útþví- lík fagnaðarlæti sem komu frá höllinni við hliðina á en þar var blakleikur. Vignir Svavarsson - blog.central.is/svignir 78+ Það er víst komið... Brit og Kev.... the porn video... uss og þetta er vístþað allra subbu- legasta í táninu mar... og með því er átt.. dirty peopel=dirty sex... og samkvæmt mínum traustu heimildum er vfst um að ræða að það er verið að gera það og taka video og henni... úff.. ég get ekki sagt þetta á neinn penan hátt... henni sem sagt blæðir og þetta lítur út eins og fyrir meðgönguna... well dont say I didrít tellya... Dröfn - blog.central.is/deedee Elskar Nick og Jess -Jæja, hvað nákvæmlega er í gangi með þessar elskur?? Eru þau að skilja?? Eru slúð- urblöðin ÖLL bara að rugla?? Ooooh þetta leitar stöðugt á mig, því mér þykir alveg óendanlega vænt um þau.ersvo hrikalega skotin í Jessicu, og mérfinnst Nick aigjört æði, alltaf prump- andi og drekkandi bjór. Regína Diljá - 123.is/regina Graður og kátur I Annarsþýðirorðið„káturí víst„graðuríá færeysku. ÞegarJohn fékk boð um að ganga til liðs við Kátu bisk- upana hélt hann fyrst að þetta væri bara grín - eða hvað átti hann að halda? Átti hann bara að trúa því sisvona að til væri félagsskapur með því undarlega heiti „Gröðu biskuparniríog að þeim félags- skap væri fúlasta alvara? Nei, svo hrekk- laus erJohn ekki og með honum kvikn- uðu þvíefasemdir-en til allrar hamingju voru þær aðeins tímabundnar; hann slóst í lið með biskupunum kátu og er nú ein af þeirra stærstu kanónum. Þórður Sveinsson - thorfredur.blogspot.com Á þessum degi árið 1492 kom Krist- ófer Kólumbus á land á einni af Bahamaeyjunum og um leið í heims- álfuna Ameríku. Þegar Kólumbus kom á land trúði hann því að hann væri kominn til Austur-Asíu. Kólumbus gerði tilkall til landsins fyrir hönd ísa- bellu drottningar og Ferdinands Spán- arkonungs. Markmiðið var alls ekki að finna áður óþekkta heimsáffu heldur að finna nýja sjóleið til Kína, Indlands og fleiri landa Asíu. Kólumbus fæddist í Genúa á Ítalíu árið 1451. Lítið er vitað um líf hans framan af annað en að hann fór ungur að stunda siglingar og að afla sér fjár með kaupskap. Á þessum ti'ma vissu lærðir menn eins og Kólumbus að jörðin var hnöttótt og því ætti skip að geta komist til Austurlanda með því að sigla í austur alveg eins og í vestur. Hann vissi lúns vegar ekkert um meginlönd Norður- og Suður-Amer- íku. Kólumbus fékk styrk til ferðarinn- ar frá Isabellu og Ferdinand gegn lof- orði um að færa þeim gull, krydd og silki frá Austurlöndum og útbreiða kristni. Kólumbus lagði af stað þann þriðja ágúst 1492 frá Spáni á þremur skipum, Komið að landi Málverkið sýnir Kólumbus koma á land I Amerlku. Hann vissi aldrei að hann hefði fundið nýja heimsálfu heldur taldi sig hafa fundið nýja sjóleið til Aslu. Santa Maríu, Pintu og Ninu. Síðar i mánuðinum kom hann til Kúbu, sem hann taldi vera meginland Kína. í des- ember kom hann á eyjuna Hispaniolu en hana taldi hann vera Japan. Kól- í dag árið 1581 var Vopnadóm- ur kveðinn upp á Pat- reksfirði. Samkvæmt honum áttu allir menn að eiga vopn. Dómurinn komst aldrei í fram- kvæmd nema á Vest- fjörðum. umbus sneri til baka til Spánar í mars með gull, krudd og „asíska“ fanga. Allt j fram til dauðadags 1506 taldi Kól- j umbus sig hafa fundið nýja sjóleið til Asíu þegar hann var í raun fyrsti Evrópubúinn til að koma til Ameríku í nokkrar aldir, eða allt frá því á tímum víkinga. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Sigurúup Kolbeinsson en ekki Sigurðun K. Kolbeinsson SiguröurK. Kolbeinsson skrifar: Að gefnu tilefni vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri vegna greinaskrifa í DV mánudaginn 10.10. Undirritaður rekur ferðaþjón- ustu í Kaupmannahöfn og fyrirtæk- ið Hótelbókanir í Kaupmannahöfn, með heimasíðuna kaupmanna- hofn.dk. Fyrirtækið á meðal annars mikil viðskipti við fjölmarga aðila á íslandi sem ferðast hingað. Skýrt skal tekið fram að ágreiningur milli nafna míns og Sálarinnar tengist hvorki mér sjálfum né mínu fyrir- tæki. Viröingarfyllst, Kaupmannahöfn, 10. október2005 SiguröurK Kolbeinsson, framkvæmdastjóri. SSSSfig-^3SSS,«‘-^ Ætlar að steina fsálinni typir sw DV á mánudag Þá birtist frétt um samstarfsslit Sál- arinnar og Sigurðar Kol- beinssonar, tónleikahald- ara f Kaupmannahöfn. S-Ii?-Oíatsio.v hittast 1 Höfða DVígær íyfírlýsingu frá Sálinni kom fram að enginn samningur 12-j hafi verið gerður. vfirlýsing frá Sálinni Hin hliðin á strokufanga Frændfólk Rúnars Þórs Gunnars- sonar skrifar. Við höfum okkur til mikils ama lesið fyrirsagnir og fréttir DV síðustu daga um stórhættulegan stroku- fanga. Það stingur okkur í hjartað að heyra frænda okkar Rúnari Þór Gunnarssyni lýst á þann hátt sem hefur verið gert að undanförnu sem stórhættulegum ofbeldismanni. Við Lesendur sem höfum þekkt hann frá í æsku og fram á fullorðinsár, þekkjum hann af flestu öðru en þessum eiginleik- um þótt við velkjumst ekki í vafa um að þessi Ijóta hlið sé samt sönn. Eins og við þekkjum Rúnar Þór er hann góður drengur, skemmtilegur, vel gefinn, hjálpsamur og þrælduglegur. f glímu hans við áfengisnotkun og notkun ólöglegra fíkni efna hefur hann of oft lotið í lægra haldi og í tengslum við það hafa þessir vondu eiginleikar ráðið og ríkt í lífi hans. Rúnar Þór var langt kominn með afplán- un á Vernd og vildi leit- Rangt var haft eftir Helga Jó- hannessyni lögfræðingi í blaðinu í gær. Þar kom fram að Helga þætti líklegt að nýjar ákærur yrðu Haldið til haga gefnar út á hendur Baugsmönn- um. Hið rétta er að Helgi hefur ekki skoðun á því hvort nýjar ákærur verði gefriar út eða ekki en efast hins vegar um að það sé hægt. ast við að halda sig frá vímuefnum þegar fjölskylda mín heyrði síðast frá honum. Við biðjum núna fyrir Rúnari Þór og vonum að fleiri geri það. Við skorum á hann ef hann les þessi orð eða þau berast til hans að gefa sig fram og takast á við hið óhjákvæmilega, af sama dugnaði og gæsku sem við þekkjum. Jón Einarsson skrifar um for- dóma igarð Landsvirkjunar. Boði góðu ber aðtaka Nokkuð hefur verið rætt og rit- að um boð Landsvirkjunar um aö útbúa fræðsluefni fyrir grunnskólaböm um '— orku- og umhverfismál. Spekingar hafa stigið fram og mót- mælt því sem þeir kalla „markaðs- setningu Landsvirkjunar" og sagt að bömin þurfi að vemda gegn „áláróðri". En hvað er bömum kennt um orkumál? Hvert skólabam þekkir sögu Sigríðar í Brattholti. Hennar innlegg í fslandssöguna var þó ekki annað en að hóta því að farga sér. Á þá hótun reyndi aldrei enda var bæði skortur á fjármagni og tækni- legir örðugleikar þyngri á metaskál- unum þegar hætt var við virkjunar- áform þau sem hún barðist gegn. Hetjur rafvæðingar landsins, mennimir sem lögðu á sig erfiði til að virkja ár og bæjarlæki vítt og breitt um landið til að koma ljósum og yl til landsmanna, liggja hins vegar flestir í láginni nafrilausir og óþekktir. Óumdeilt er að rafmagnið var milcil blessun er það kom sem varmagjafi eldavéla í stað kola og sem lýsing í stað oh'ulampanna og grútarlampanna. Enginn vill að snúið sé til baka til kolareyks og olíuJýsingar. Og heimilistæki nú- tímans ganga flestöll fyrir rafinagni, svo ekki sé minnst á tölvurnar. En af hveiju em menn á móti því að boði Landvirkjunar sé tekið? Gæti hugsanlega verið að það sé gert til þess að reyna að móta bamssálimar nógu ungar, móta þær eftir forskrift stjómmálaafls sem hatast við rafinagn, framfarir, atvinnuuppbyggingu og hagsæld? Verzló er ekki snobbskóli „Ég veit ekki hvaðan þessi orðrómur er kominn," segir Sölvi Sveinsson, skólastjóri Verzlunar- skóla íslands um hvort Verzló sé yfirstéttarskóli. Hann tók við starf- inu 1. ágúst síðastliðinn og segir nemendur endurspegla þversnið samfélagsins. „Fólkið héma end- urspeglar heilbrigðan þverskurð af samfélaginu í heild sinni. Ástæðan fyrir goðsögninni um að Verzló sé snobbskóli er kannski sú að nemendur hafa borgað hærri skólagjöld hér en víðast hefur ti'ðkast og þá hefur sá misskilning- ur komið upp að einungis þeir sem væm stórefnaðir hefðu að- gang að skólanum. En það ekki alls ekki svo. Skólagjöldin hér em um 66.000 krónur á ári svo það ætti ekki að hrekja frá fólk sem vill sækja nám hér. I staðinn er boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu í hús- næði og tækjakosti. Það em marg- ir skólar sem búa við mikU þrengsli eins og minn gamli skóli, Fjölbrautaskólinn við Ármúla og fleiri þar sem miklu byggingar- starfi er enn ólokið. Hér er búið að byggja myndarlegt hús og innan tíðar fáum við afhot af húsinu sem Háskólinn í Reykjavík er í núna, svo hægt sé að efla skólastarf til muna." Skólinn heldur upp á aldaraf- mæli sitt næstkomandi sunnu- dag. Hann spUaði stóra ruUu í sjálfstæðisbaráttu lýðveldisins á sínum tíma, en Sölvi segir pólitík i skólanum ekki áberandi og aUs ekki einlita. Hann telur skólann ekki vera vöggu Sjálfstæðisflokks- ins eins og sumir hafa vUjað vera láta. „Ég skal ekkert fuUyrða um það. Ég horfi ekki yfir nemenda- hópinn og sé blátt. Því er þó ekki að neita að hér hafa verið í skóla ýmsir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins, en það þarf ekki að vera að nemendumir séu einsleitir í pólitík. Hér em krakkar sem hafa áhuga á póUtík og hér er rifist á fundum á póUti'skum nótum sem er bara hið besta mál," segir Sölvi. Hann bendir einnig á að Verzlun- arskóUnn hafi verið brautryðjandi í tölvufræðslu í framhaldsskóla og á hana sé lögð töluverð áhersla. Eins hafi skólinn Uka verið öflugur á svokaUaðri alþjóðabraut þar sem nemendur hafi mikU sam- skipti með hjálp evrópskra menntasjóða. Sölvi Sveinsson er fæddur og uppalinn á Sauðárkrok.. Hann er með BA í fslensku og sagnfræði, cand.mag. í sagnfraeð. og uPPe‘di'' “J kennslufræði. Hann kenndi f gagnfræðaskólanum við Leu9alaek19 1979 ensfðan 1979fFjölbrautaskólanumviðÁrmuaogvarskóa meisíariþar 1997-2004. Hann er nú skólastjóri Verzlunarskóla íslands. 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.