Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Side 23
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 12. OKJÓBER2005 23 taramótsins í Þýshalandi 2006 Oeint á Sýn Irá kluhhan 17.00 Sara er hætt Varnarleikur íslenska landsliðsins í undankeppni HM til þessa hefur verið hörmulegur, hver mistökin hafa rekið önnur og liðið hefur í kjölfarið verið að tapa leikjum sem það hefur oft átt ekkert minna í. íslenska liðið hefur fengið á sig þrjú mörk eða fleiri í sjö af níu leikjum eða öllum leikjunum nema þeim tveimur sem liðið hefur spilað gegn botnliði riðilsins, Möltu. Það þarf að fara alla leið aftur til áranna 1972 og 1973 til þess að finna fleiri mörk sem íslenska landsliðið hefur fengið að meðaltali á sig í undankeppni HM eða EM. íslenska landsliðið tekur nú í nítjánda sinn þátt í undankeppni stórmóts og er með í tíunda sinn í undankeppni Heimsmeistara- móts. íslenska liðið fékk fæst mörk á sig undir stjóm Ásgeirs Elíassonar í undankeppni HM 1994 (0,74) en hefur síðan fengið á sig fleiri mörk með hverri keppninni, 1,60 mörk f und- ankeppni HM 1998, 2,00 mörk í undankeppni HM 2002 og loks hátt í þrjú mörk í núverandi und- ankeppni sem lýkur á Rásunda- vellinum f kvöld. Síðast fyrir 32 árum Það má segja að varnarleikur íslenska liðsins í þessari und- ankeppni sé afturhvarf til byrj- unar áttunda áratugsins. fs- lenska landsliðið fékk rétt tæp fimm mörk að meðaltali á sig í undankeppninni fyrir Heims- meistarakeppnina í Þýskalandi 1974 sem var fyrsta undankeppni íslenska landsliðsins á stórmóti í tíu ár eða allt síðan íslenska liðið tók þátt í Evrópukeppnini 1964. íslenska liðið hafði þá ekki tekið þátt í undankeppni HM í þremur mótum í röð eftir hina háðulegu útreið sem íslenska lið- ið fékk í undankeppni HM 1958 í Svíþjóð. ísland tapaði þá fjómm leikjum gegn Frökkum og Belg- um með markatölunni 6-26 og fékk 6,5 mörk að meðaltali á sig í þessum leikjum. Albert Guð- mundsson, þáverandi formaður KSf, tók hins vegar af skarið og kom því í gegn að íslenska lands- liðið tæki þátt í undankeppni HM á ný fyrir keppnina í Þýska- landi fyrir 31 ári síðan. íslenska liðið dróst í riðil með Hollend- ingum, Belgíumönnum og Norð- mönnum og var strax ákveðið að selja heimaleikina gegn bæði Holiandi og Belgíu. 4,83 mörk á sig í leik íslenska liðið spilaði þar með fimm af sex leikjum sínum í riðl- inum á útívelfi en aUir leikimir töpust. Minnsta tapaið var 1-4 gegn Norðmönnum í Stavanger en stærsta tapið var 1-8 í loka- leiknum gegn Hollendingum í Deventen. Viku áður höfðu Hol- lendingar unnið fyrri leUdnn 5-0 í Amsterdam. Markatala íslenska Uðsins í keppninni var 2-29 og andstæðingamir skomðu því 4,83 mörk á íslenska liðið að meðaltali í leik. Það em aðeins fimm af 51 þjóð í undankeppni HM 2006 í Evrópu sem hafa fengið á sig fleiri mörk en íslendingar og aUar eiga það sameiginlegt að vera langneðstar í sínum riðli. Færeyj- ar, Andorr^, Malta, San Marínó og Lúxemborg em einu liðin í riðlunum átta sem hafa fengið fleiri mörk á sig en íslenska Uðið sem hefur sótt boltann 24 sinn- um í markið í aðerns níu leikjum. ooj@dv.is Flest mörk á sig í Evrópu í undankeppni HM 2006: 1. Lúxemborg 4,18 2. San Marínó 3,78 3. Malta MK' 3'44 4. Andorra 2,82 5. Færeyjar 2,70 6. fsland 2,67 7. Kasakstan 2,45 8. Armenía 2,27 9. Makedónía 2,18 10. Georgía 2,18 Flest mörk á sig hjá fslandi í undankeppni stórmóts: HM 1958 6.50 HM 1974 4,83 HM 2006 2,67* HM 1982 2,63 EM 1980 2,63 EM 1964 2,50 HM 1978 2,00 HM 2002 2,00 * Einn leikur eftir Sara Jónsdóttir, einn fremsti keppnismaður landsins í badminton, hefur ákveðið að leggja spaðann á hUluna, í bili að minnsta kosti. Fram kemur í fréttatii- kynningu frá Badminton- sambandi íslands að það virði þessa ákvörðun Söm, enda er það mikU vinna og kostnaðarsamt að stunda íþróttina af jafn miklu kappi og hún hefur gert síðustu ár. Sara og Ragna Ingólfsdóttir settu sér það markmið að komast inn á Ólympíuleik- ana í Aþenu í fyrra og vom nálægt því að ná settu markmiði. Þær em nú í 56. sæti á heimslistanum yfir tvíliðaleik kvenna. Fær Henry risatilboð? Svo gæti farið að Arsenal leggi ffam risa- samning til handa Thierry Henry, hinum ffanska sóknarmanni liðsins. Hann á eitt ár eftir af núverandi samn- ingi sínum og hefur sagt að hann skrifi ekki undir nýjan fyrr en fleiri sterkir leikmenn verði fengnir til félagsins. Peter Hill- Wood, stjórnarformaður Arsenal, sagði að ekkert tilboð hafi verið lagt fram sem stendur en ef verði af þessu verði hann langlaunahæsti leikmað- ur félagsins frá upphafi. Búist er við að nýr samn- ingur myndi tryggja Henry tekjur upp á hundrað þúsurid pund á mánuði. Dæmdur í sex mánaða bann Engilbert Garðarsson, leikmaður Þróttar í Vogum sem keppti við B-lið Stjöm- unnar í 32 liða úrslitum SS- bikarkeppni karla á dögun- um, hefur verið dæmdur í sex mánaða bann fyrir framgöngu sína í leiknum. Alls voru sjö leikmenn í 1 DHL-deild karla dæfndir í leikbann og fengu allir eins leiks bann, nema Miglius Astrauskas, leikmaður HK, sem fékk tveggja leikja bann. Svíar nánast öruggir en erfitt hjá Dönum 'ttm í kvöld ræðst það endanlega hvaða níu lið ýmist tryggja sér farseðilinn til Þýskalands á næsta sumri eða fá tældfæri til þess með því að leika umspilsleii um laust sæti. And- stæðingar okkar í kvöld, Svíar, em nánast öryggir um að vera eitt af þeim tveimur liðum sem ná bestum árangri liða í öðra sæti riðlanna. ísland þyrfti helst að vinna með tíu mörkum í kvöld ef það ætti að breytast. Tékkar þurfa að fara í erfiða ferð til Finnlands þar sem sigur mun aðeins tryggja liðinu umspilssæti. Ef Tékkar, sem era næststerk- astir Evrópuþjóða samkvæmt styrkleikalista FIFA, tapa stigi í Finnlandi fer liðið ekki til Þýskalands. Spánvetjar era ekki í mikið betri stöðu því sigur gegn San Marínó í kvöld, sem er næsta öraggur, tryggir liðinu aðeins annað sæti í sínum riðli ef Bosníumenn ná stigi á heimavelli gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Mesta spennan er þó í tveimur riðlum. Tyrkir eða Danir? í öðrum riðli eiga þijú lið möguleika á umspilssætinu - Tyrkland, Danmörk og Grikkland. Bæði fyrstnefiidu liðin þyrftu þó að tapa sínum leikjum og Grikkir að vinna sinn ef Evrópumeistaramir ættu að eiga möguleika á sæti á HM. Mesta spennan er á milli Tyrkja og Dana. Ef Tyrkir, sem náðu þriðja sæti á síðasta heimsmeistaramóti, vinna í Albaníu ná þeir öðra sætinu, jafnvel þótt Danir vinni sinn leik í Kasakstan. En þeirra leikur er á útivelli gegn Albönum sem hafa verið afar erfiðir heim að sækja. Flókið ífjórða riðli /A Þótt ísrael sé nú í toppsæti fjórða riðils eiga þeir aðeins möguleika á 2. sæti þar sem liðið er búið að leika alla sína leiki. Frakkland, Sviss og írland eiga öll möguleika á toppsætinu. Staðan er flókin en ef Frakkar vinna Kýpveija era þeir öraggir með annað sæti riðilsins. Ef þeir ætla sér toppsætið verða þeir að skora fjórum mörkum meira en Sviss skor- ar gegn írlandi. Verði jafnt hjá íram og Sviss ná þar síðamefiidu öðra sæti riðilsins en vinni írar taka þeir annað sæti riðilsins á eftir Frökkum. Þetta er allt háð því að Frakkar vinni sinn leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.